Heimsmeistarinn segir að fjölskyldan hafi þjáðst vegna hans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. janúar 2021 10:01 Gerwyn Price smellir kossi á Sid Waddell bikarinn eftir sigurinn á Gary Anderson í úrslitaleik HM í pílukasti. getty/Luke Walker Gerwyn Price segir að fjölskylda sín hafi glaðst og þjáðst með sér á leið sinni að fyrsta heimsmeistaratitlinum í pílukasti. Price varð á sunnudaginn fyrsti Walesverjinn til að verða heimsmeistari í pílukasti eftir 7-3 sigur á skoska reynsluboltanum Gary Anderson í Alexandra höllinni í London. Uppgangur Prices hefur verið mjög hraður en ekki eru nema sex ár síðan fór að einbeita sér að pílukasti eftir að hafa verið atvinnumaður í ruðningi. Heimsmeistarinn segist hafa þurft að færa miklar fórnir til að komast á toppinn í pílukastinu. Hann velti því stundum fyrir sér hvort þær væru þess virði og sagði að spilamennska hans hafi haft áhrif á fjölskyldu sína. „Fjölskyldan fór til helvítis og baka vegna þess hvernig ég spilaði,“ sagði Price og vísaði til naumra sigra sinna á HM. „Sérstaklega gegn Daryl Gurney og Brendan Dolan þar sem ég hleypti þeim aftur inn í leikinn og setti fjölskylduna undir pressu. Ég held að konan sé búin að naga allar neglurnar og sem betur fer var ekki mikil pressa á þeim í úrslitaleiknum.“ Price segir að lífið á meðan HM stóð hafi verið heldur tilbreytingarsnautt, sérstaklega vegna takmarkana sökum kórónuveirufaraldursins. „Þegar þú ert í burtu ertu inni á herberginu þínu nánast allan tímann. Þú ferð til að spila, aftur í herbergið, ferð að sofa og svo aftur að spila. Svona er þetta. Breytingin er ekki mikil en þú getur ekki farið á veitingastað eða neitt slíkt,“ sagði Price. „Það er það erfiðasta, að vera frá fjölskyldunni og fórna miklu. Þegar ég er inni á herbergi sé ég stundum myndir að vinum mínum að skemmta sér á barnum. Ég hugsa stundum hvort þetta sé þess virði. Ég sakna stelpnanna minna. En þegar þú vinnur titil en þetta klárlega þess virði,“ sagði Price sem á þrjár dætur. Walesverjinn sagðist hafa farið að sofa fljótlega eftir úrslitaleikinn á sunnudaginn. „Ég fór upp á herbergi og lagði símann frá mér því hann var fullur af skilaboðum. Ég setti hann í hleðslu, stillti vekjaraklukkuna og lagðist til svefns. Ég hefði getað vakið alla nóttina að skoða skilaboðin en ég náði bara góðum nætursvefni,“ sagði Price sem fékk fimm hundruð þúsund pund fyrir sigurinn á HM, eða rúmlega 87 milljónir króna. Pílukast Wales Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sjá meira
Price varð á sunnudaginn fyrsti Walesverjinn til að verða heimsmeistari í pílukasti eftir 7-3 sigur á skoska reynsluboltanum Gary Anderson í Alexandra höllinni í London. Uppgangur Prices hefur verið mjög hraður en ekki eru nema sex ár síðan fór að einbeita sér að pílukasti eftir að hafa verið atvinnumaður í ruðningi. Heimsmeistarinn segist hafa þurft að færa miklar fórnir til að komast á toppinn í pílukastinu. Hann velti því stundum fyrir sér hvort þær væru þess virði og sagði að spilamennska hans hafi haft áhrif á fjölskyldu sína. „Fjölskyldan fór til helvítis og baka vegna þess hvernig ég spilaði,“ sagði Price og vísaði til naumra sigra sinna á HM. „Sérstaklega gegn Daryl Gurney og Brendan Dolan þar sem ég hleypti þeim aftur inn í leikinn og setti fjölskylduna undir pressu. Ég held að konan sé búin að naga allar neglurnar og sem betur fer var ekki mikil pressa á þeim í úrslitaleiknum.“ Price segir að lífið á meðan HM stóð hafi verið heldur tilbreytingarsnautt, sérstaklega vegna takmarkana sökum kórónuveirufaraldursins. „Þegar þú ert í burtu ertu inni á herberginu þínu nánast allan tímann. Þú ferð til að spila, aftur í herbergið, ferð að sofa og svo aftur að spila. Svona er þetta. Breytingin er ekki mikil en þú getur ekki farið á veitingastað eða neitt slíkt,“ sagði Price. „Það er það erfiðasta, að vera frá fjölskyldunni og fórna miklu. Þegar ég er inni á herbergi sé ég stundum myndir að vinum mínum að skemmta sér á barnum. Ég hugsa stundum hvort þetta sé þess virði. Ég sakna stelpnanna minna. En þegar þú vinnur titil en þetta klárlega þess virði,“ sagði Price sem á þrjár dætur. Walesverjinn sagðist hafa farið að sofa fljótlega eftir úrslitaleikinn á sunnudaginn. „Ég fór upp á herbergi og lagði símann frá mér því hann var fullur af skilaboðum. Ég setti hann í hleðslu, stillti vekjaraklukkuna og lagðist til svefns. Ég hefði getað vakið alla nóttina að skoða skilaboðin en ég náði bara góðum nætursvefni,“ sagði Price sem fékk fimm hundruð þúsund pund fyrir sigurinn á HM, eða rúmlega 87 milljónir króna.
Pílukast Wales Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sjá meira