Meira en fjórir klukkutímar af fótbolta síðan að Liverpool skoraði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2021 09:30 Það hefur ekkert gengið upp hjá Mohamed Salah í síðustu leikjum. AP/Michael Steele Mikil umræða hefur verið um skort á varnarmönnum hjá Liverpool liðinu á þessu tímabili en það eru sóknarmennirnir sem eru að skjóta púðurskotum. Eftir 1-0 tap á móti Southampton er svo komið að Liverpool liðið hefur spilað í 258 mínútur í ensku úrvalsdeildinni án þess að skora en það eru meira en fjórir klukkutímar af fótbolta. Frá því að Liverpool vann 7-0 sigur á Crystal Palace á útivelli þá hafa sóknarmenn liðsins verið afar bitlausir í síðustu leikjum sínum. Á þessum tíma hafa leikmenn liðsins reynt 41 skot á móti liðum West Brom, Newcastle og Southampton. Síðasta mark Liverpool liðsins í ensku úrvalsdeildinni skoraði Sadio Mané á tólftu mínútu í leiknum á móti West Brom á Anfield 27. desember síðastliðinn. Liverpool hafði skorað í öllum leikjum sínum fyrir þessa tvo síðustu á móti Newcastle og Southampton en fann ekki leiðina í markið í þeim báðum. Liverpool haven't scored in 258 minutes.Their attack has disappeared pic.twitter.com/hEixgxiIQU— B/R Football (@brfootball) January 4, 2021 Liverpool hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í þessum þremur leikjum sem er ekki alslæmt miðað við það að liðið fékk á sig nítján mörk í fyrstu fjórtán leikjum sínum. „Það eru þessi vandamál hjá okkur. Já, við höfum áhyggjur af þessu en fótboltavandamál leysum við með fótboltalausnum og við erum að vinna í þessu,“ sagði Jürgen Klopp eftir leikinn. „Við þekkjum stöðuna. Við erum ekki vitleysingar og við þurfum að bregðast við þessu í næsta leik,“ sagði Klopp. Nú eru tólf dagar í næsta deildarleik Liverpool sem er á móti Manchester United á Anfield. Liðið spilar aftur á móti bikarleik á móti Aston Villa á föstudagskvöldið kemur. Liverpool points dropped in their title-winning campaign last season: 15 Liverpool points dropped after 17 games this season: 18 pic.twitter.com/Q5jJSgZcMy— B/R Football (@brfootball) January 4, 2021 Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Þetta var sársaukafullt“ Fótbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Eftir 1-0 tap á móti Southampton er svo komið að Liverpool liðið hefur spilað í 258 mínútur í ensku úrvalsdeildinni án þess að skora en það eru meira en fjórir klukkutímar af fótbolta. Frá því að Liverpool vann 7-0 sigur á Crystal Palace á útivelli þá hafa sóknarmenn liðsins verið afar bitlausir í síðustu leikjum sínum. Á þessum tíma hafa leikmenn liðsins reynt 41 skot á móti liðum West Brom, Newcastle og Southampton. Síðasta mark Liverpool liðsins í ensku úrvalsdeildinni skoraði Sadio Mané á tólftu mínútu í leiknum á móti West Brom á Anfield 27. desember síðastliðinn. Liverpool hafði skorað í öllum leikjum sínum fyrir þessa tvo síðustu á móti Newcastle og Southampton en fann ekki leiðina í markið í þeim báðum. Liverpool haven't scored in 258 minutes.Their attack has disappeared pic.twitter.com/hEixgxiIQU— B/R Football (@brfootball) January 4, 2021 Liverpool hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í þessum þremur leikjum sem er ekki alslæmt miðað við það að liðið fékk á sig nítján mörk í fyrstu fjórtán leikjum sínum. „Það eru þessi vandamál hjá okkur. Já, við höfum áhyggjur af þessu en fótboltavandamál leysum við með fótboltalausnum og við erum að vinna í þessu,“ sagði Jürgen Klopp eftir leikinn. „Við þekkjum stöðuna. Við erum ekki vitleysingar og við þurfum að bregðast við þessu í næsta leik,“ sagði Klopp. Nú eru tólf dagar í næsta deildarleik Liverpool sem er á móti Manchester United á Anfield. Liðið spilar aftur á móti bikarleik á móti Aston Villa á föstudagskvöldið kemur. Liverpool points dropped in their title-winning campaign last season: 15 Liverpool points dropped after 17 games this season: 18 pic.twitter.com/Q5jJSgZcMy— B/R Football (@brfootball) January 4, 2021 Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Þetta var sársaukafullt“ Fótbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira