Meira en fjórir klukkutímar af fótbolta síðan að Liverpool skoraði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2021 09:30 Það hefur ekkert gengið upp hjá Mohamed Salah í síðustu leikjum. AP/Michael Steele Mikil umræða hefur verið um skort á varnarmönnum hjá Liverpool liðinu á þessu tímabili en það eru sóknarmennirnir sem eru að skjóta púðurskotum. Eftir 1-0 tap á móti Southampton er svo komið að Liverpool liðið hefur spilað í 258 mínútur í ensku úrvalsdeildinni án þess að skora en það eru meira en fjórir klukkutímar af fótbolta. Frá því að Liverpool vann 7-0 sigur á Crystal Palace á útivelli þá hafa sóknarmenn liðsins verið afar bitlausir í síðustu leikjum sínum. Á þessum tíma hafa leikmenn liðsins reynt 41 skot á móti liðum West Brom, Newcastle og Southampton. Síðasta mark Liverpool liðsins í ensku úrvalsdeildinni skoraði Sadio Mané á tólftu mínútu í leiknum á móti West Brom á Anfield 27. desember síðastliðinn. Liverpool hafði skorað í öllum leikjum sínum fyrir þessa tvo síðustu á móti Newcastle og Southampton en fann ekki leiðina í markið í þeim báðum. Liverpool haven't scored in 258 minutes.Their attack has disappeared pic.twitter.com/hEixgxiIQU— B/R Football (@brfootball) January 4, 2021 Liverpool hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í þessum þremur leikjum sem er ekki alslæmt miðað við það að liðið fékk á sig nítján mörk í fyrstu fjórtán leikjum sínum. „Það eru þessi vandamál hjá okkur. Já, við höfum áhyggjur af þessu en fótboltavandamál leysum við með fótboltalausnum og við erum að vinna í þessu,“ sagði Jürgen Klopp eftir leikinn. „Við þekkjum stöðuna. Við erum ekki vitleysingar og við þurfum að bregðast við þessu í næsta leik,“ sagði Klopp. Nú eru tólf dagar í næsta deildarleik Liverpool sem er á móti Manchester United á Anfield. Liðið spilar aftur á móti bikarleik á móti Aston Villa á föstudagskvöldið kemur. Liverpool points dropped in their title-winning campaign last season: 15 Liverpool points dropped after 17 games this season: 18 pic.twitter.com/Q5jJSgZcMy— B/R Football (@brfootball) January 4, 2021 Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn „Virkar eins og maður sé að væla“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Sjá meira
Eftir 1-0 tap á móti Southampton er svo komið að Liverpool liðið hefur spilað í 258 mínútur í ensku úrvalsdeildinni án þess að skora en það eru meira en fjórir klukkutímar af fótbolta. Frá því að Liverpool vann 7-0 sigur á Crystal Palace á útivelli þá hafa sóknarmenn liðsins verið afar bitlausir í síðustu leikjum sínum. Á þessum tíma hafa leikmenn liðsins reynt 41 skot á móti liðum West Brom, Newcastle og Southampton. Síðasta mark Liverpool liðsins í ensku úrvalsdeildinni skoraði Sadio Mané á tólftu mínútu í leiknum á móti West Brom á Anfield 27. desember síðastliðinn. Liverpool hafði skorað í öllum leikjum sínum fyrir þessa tvo síðustu á móti Newcastle og Southampton en fann ekki leiðina í markið í þeim báðum. Liverpool haven't scored in 258 minutes.Their attack has disappeared pic.twitter.com/hEixgxiIQU— B/R Football (@brfootball) January 4, 2021 Liverpool hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í þessum þremur leikjum sem er ekki alslæmt miðað við það að liðið fékk á sig nítján mörk í fyrstu fjórtán leikjum sínum. „Það eru þessi vandamál hjá okkur. Já, við höfum áhyggjur af þessu en fótboltavandamál leysum við með fótboltalausnum og við erum að vinna í þessu,“ sagði Jürgen Klopp eftir leikinn. „Við þekkjum stöðuna. Við erum ekki vitleysingar og við þurfum að bregðast við þessu í næsta leik,“ sagði Klopp. Nú eru tólf dagar í næsta deildarleik Liverpool sem er á móti Manchester United á Anfield. Liðið spilar aftur á móti bikarleik á móti Aston Villa á föstudagskvöldið kemur. Liverpool points dropped in their title-winning campaign last season: 15 Liverpool points dropped after 17 games this season: 18 pic.twitter.com/Q5jJSgZcMy— B/R Football (@brfootball) January 4, 2021 Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn „Virkar eins og maður sé að væla“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Sjá meira