Trump fór mikinn á kosningafundi í Georgíu: „Þau taka ekki Hvíta húsið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. janúar 2021 07:27 Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, á fundinum í Georgíu í gær. Getty/Peter Zay Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á kosningafundi í Dalton í Georgíu í gær. Hann hélt því meðal annars ranglega fram að hann hefði unnið stórsigur í forsetakosningunum í nóvember og sagði að innanríkisráðherra Georgíu, Brad Raffensperger, væri dauðhræddur við Demókratann Stacey Abrams sem hefur beitt sér mikið fyrir aukinni kosningaþáttöku í ríkinu. Vísaði Trump þar í símtal sem hann átti við Raffensperger um helgina þar sem forsetinn þrýsti á ráðherrann til að „finna“ nógu mörg atkvæði í Georgíu til þess að snúa úrslitum forsetakosninganna við. Símtalið hefur vakið mikla athygli en í því hótaði Trump meðal annars Raffensperger ef hann myndi ekki eltast við órökstuddar staðhæfingar forsetans um kosningasvik. Gríðarlega mikilvægar kosningar Fundurinn í gær var haldinn í tilefni aukakosninga í Georgíu um tvö öldungadeildarþingsæti sem fram fara í dag. Þar sækjast tveir sitjandi þingmenn Repúblikana, þau Kelly Loeffler og David Perdue, eftir endurkjöri. Í kosningum til öldungadeildarinnar sem fram fóru samhliða forsetakosningunum tókst hvorugu þeirra að ná tilskildum meirihluta til að halda sæti sínu í öldungadeildinni og því þarf að kjósa aftur. Kosningarnar eru gríðarlega mikilvægar. Takist Demókrötum að vinna bæði þingsætin af Repúblikönum verða báðir flokkar með fimmtíu sæti í öldungadeildinni. Þá ræður atkvæði varaforsetans tilvonandi, Kamölu Harris, úrslitum sem þýðir að Demókratar væru í raun með meirihluta í öldungadeildinni. Þar með væri flokkurinn í meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings sem getur haft verulega þýðingu fyrir Joe Biden, tilvonandi forseta, og það hvað hann getur gert í upphafi forsetatíðar sinnar. Réðst gegn ríkisstjóranum og ráðherranum Á kosningafundinum í gær lofaði Trump að refsa þeim Raffensperger og Brian Kemp, ríkisstjóra Georgíu, fyrir að neita að beita sér í því að snúa úrslitum forsetakosninganna við. Báðir eru þeir Repúblikanar. „Ríkisstjórinn ykkar, innanríkisráðherrann ykkar, þeir eru dauðhræddir við Stacey Abrams. Hvað er málið? Þeir segjast vera Repúblikanar. Ég held að það geti ekki verið,“ sagði Trump og bætti við: „Ég kem aftur hingað eftir eitt og hálft ár til að berjast gegn ríkisstjóranum ykkar og ykkar ruglaða innanríkisráðherra.“ Ítrekaðar og órökstuddar ásakanir Trumps um kosningasvik í forsetakosningunum hefur valdið sundrungu innan Repúblikanaflokksins og óttast einhverjir að staðhæfingar forsetans fráfarandi muni letja suma kjósendur frá því að mæta á kjörstað í dag og tvíefla Demókrata. Þá er símtal hans við Raffensperger um helgina ekki sagt hafa bætt ástandið heldur þvert á móti. „Við munum berjast líkt og í helvíti“ Trump hvatti stuðningsmenn sína til dáða á fundinum í gær. „Þið verðið að skila svo stórum sigri fyrir Repúblikana að Demókratar geta ekki stolið honum eða svindlað,“ sagði hann. Að því er segir í frétt Guardian um fundinn gerðist það oftar en einu sinni að Trump las upp af blaði að sigur í kosningunum í dag væri lykilatriði til þess að passa upp á Biden í forsetaembættinu. Í næstu setningu hætti hann svo að lesa upp skrifuðu ræðuna og afneitaði því að Biden hefði verið kjörinn forseti með réttmætum hætti. „Þau taka ekki Hvíta húsið. Við munum berjast líkt og í helvíti,“ sagði Trump. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira
Hann hélt því meðal annars ranglega fram að hann hefði unnið stórsigur í forsetakosningunum í nóvember og sagði að innanríkisráðherra Georgíu, Brad Raffensperger, væri dauðhræddur við Demókratann Stacey Abrams sem hefur beitt sér mikið fyrir aukinni kosningaþáttöku í ríkinu. Vísaði Trump þar í símtal sem hann átti við Raffensperger um helgina þar sem forsetinn þrýsti á ráðherrann til að „finna“ nógu mörg atkvæði í Georgíu til þess að snúa úrslitum forsetakosninganna við. Símtalið hefur vakið mikla athygli en í því hótaði Trump meðal annars Raffensperger ef hann myndi ekki eltast við órökstuddar staðhæfingar forsetans um kosningasvik. Gríðarlega mikilvægar kosningar Fundurinn í gær var haldinn í tilefni aukakosninga í Georgíu um tvö öldungadeildarþingsæti sem fram fara í dag. Þar sækjast tveir sitjandi þingmenn Repúblikana, þau Kelly Loeffler og David Perdue, eftir endurkjöri. Í kosningum til öldungadeildarinnar sem fram fóru samhliða forsetakosningunum tókst hvorugu þeirra að ná tilskildum meirihluta til að halda sæti sínu í öldungadeildinni og því þarf að kjósa aftur. Kosningarnar eru gríðarlega mikilvægar. Takist Demókrötum að vinna bæði þingsætin af Repúblikönum verða báðir flokkar með fimmtíu sæti í öldungadeildinni. Þá ræður atkvæði varaforsetans tilvonandi, Kamölu Harris, úrslitum sem þýðir að Demókratar væru í raun með meirihluta í öldungadeildinni. Þar með væri flokkurinn í meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings sem getur haft verulega þýðingu fyrir Joe Biden, tilvonandi forseta, og það hvað hann getur gert í upphafi forsetatíðar sinnar. Réðst gegn ríkisstjóranum og ráðherranum Á kosningafundinum í gær lofaði Trump að refsa þeim Raffensperger og Brian Kemp, ríkisstjóra Georgíu, fyrir að neita að beita sér í því að snúa úrslitum forsetakosninganna við. Báðir eru þeir Repúblikanar. „Ríkisstjórinn ykkar, innanríkisráðherrann ykkar, þeir eru dauðhræddir við Stacey Abrams. Hvað er málið? Þeir segjast vera Repúblikanar. Ég held að það geti ekki verið,“ sagði Trump og bætti við: „Ég kem aftur hingað eftir eitt og hálft ár til að berjast gegn ríkisstjóranum ykkar og ykkar ruglaða innanríkisráðherra.“ Ítrekaðar og órökstuddar ásakanir Trumps um kosningasvik í forsetakosningunum hefur valdið sundrungu innan Repúblikanaflokksins og óttast einhverjir að staðhæfingar forsetans fráfarandi muni letja suma kjósendur frá því að mæta á kjörstað í dag og tvíefla Demókrata. Þá er símtal hans við Raffensperger um helgina ekki sagt hafa bætt ástandið heldur þvert á móti. „Við munum berjast líkt og í helvíti“ Trump hvatti stuðningsmenn sína til dáða á fundinum í gær. „Þið verðið að skila svo stórum sigri fyrir Repúblikana að Demókratar geta ekki stolið honum eða svindlað,“ sagði hann. Að því er segir í frétt Guardian um fundinn gerðist það oftar en einu sinni að Trump las upp af blaði að sigur í kosningunum í dag væri lykilatriði til þess að passa upp á Biden í forsetaembættinu. Í næstu setningu hætti hann svo að lesa upp skrifuðu ræðuna og afneitaði því að Biden hefði verið kjörinn forseti með réttmætum hætti. „Þau taka ekki Hvíta húsið. Við munum berjast líkt og í helvíti,“ sagði Trump.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira