Dómur þyngdur um eitt og hálft ár vegna stórfelldrar líkamsárásar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2021 17:36 Ráðist var á þremenningana þegar þau voru á leið heim af skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Landsréttur dæmdi í síðasta mánuði Brynjar Kristensson til tveggja ára fangelsisvistar vegna stórfelldrar líkamsárásar sem hann tók þátt í þann 19. febrúar 2017. Brynjar hafði áður verið dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar í héraðsdómi. Brynjar og þrír aðrir voru ákærðir í héraðsdómi fyrir að hafa ráðist að þremur í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudagsins 19. febrúar 2017. Líkamsárásin náðist að hluta til á myndbandsupptöku og var sú upptaka meginatriði í málinu. Hinir mennirnir þrír sem ákærðir voru fyrir aðild að málinu voru sakfelldir í héraðsdómi árið 2019. Brynjar var sakfelldur þar sem dómurinn taldi ljóst að hann mætti sjá á upptökum sem náðust af árásinni. Þremenningarnir sem ráðist var á voru á leið heim af skemmtistað um klukkan fjögur að nóttu þegar hópurinn réðst á þau. Meðal þeirra sem ráðist var á er Eyvindur Ágúst Runólfsson, sonur Runólfs Ágústssonar fyrrverandi rektors við Háskólann á Bifröst. Runólfur skrifaði langan Facebook-pistil stuttu eftir atvikið þar sem hann lýsti því sem gerðist. Auk Eyvindar var ráðist á kærustu hans og vin. Eyvindur fékk heilablæðingu í kjölfar árásarinnar en hin tvö sluppu með mar og skrámur. Fram kemur í dómnum að konunni hafi verið hrint í vegg og svo niður á jörðina þannig að hún hlaut eymsli yfir hnakka, mar og skrámur. Hinn maðurinn hafði verið sleginn niður af árásarmönnunum og sparkað í hann liggjandi. Hann sagði fyrir rétti að hann hafi misst meðvitund eftir fyrsta höggið. Eyvindur varð fyrir árás Brynjars og annars karlmanns sem veittu honum hnefahögg í höfuðið. Fram kemur í dómnum að þeir hafi síðan tekið hann taki og hent honum á vegg þannig að hann skall á veggnum og féll svo í jörðina. Því hafi verið fylgt eftir með spörkum í líkama hans og höfuð með þeim afleiðingum að hann hlaut stóran skurð á höfði, merki um heilamar, heilahristing og fleira. Dómsmál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Brynjar og þrír aðrir voru ákærðir í héraðsdómi fyrir að hafa ráðist að þremur í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudagsins 19. febrúar 2017. Líkamsárásin náðist að hluta til á myndbandsupptöku og var sú upptaka meginatriði í málinu. Hinir mennirnir þrír sem ákærðir voru fyrir aðild að málinu voru sakfelldir í héraðsdómi árið 2019. Brynjar var sakfelldur þar sem dómurinn taldi ljóst að hann mætti sjá á upptökum sem náðust af árásinni. Þremenningarnir sem ráðist var á voru á leið heim af skemmtistað um klukkan fjögur að nóttu þegar hópurinn réðst á þau. Meðal þeirra sem ráðist var á er Eyvindur Ágúst Runólfsson, sonur Runólfs Ágústssonar fyrrverandi rektors við Háskólann á Bifröst. Runólfur skrifaði langan Facebook-pistil stuttu eftir atvikið þar sem hann lýsti því sem gerðist. Auk Eyvindar var ráðist á kærustu hans og vin. Eyvindur fékk heilablæðingu í kjölfar árásarinnar en hin tvö sluppu með mar og skrámur. Fram kemur í dómnum að konunni hafi verið hrint í vegg og svo niður á jörðina þannig að hún hlaut eymsli yfir hnakka, mar og skrámur. Hinn maðurinn hafði verið sleginn niður af árásarmönnunum og sparkað í hann liggjandi. Hann sagði fyrir rétti að hann hafi misst meðvitund eftir fyrsta höggið. Eyvindur varð fyrir árás Brynjars og annars karlmanns sem veittu honum hnefahögg í höfuðið. Fram kemur í dómnum að þeir hafi síðan tekið hann taki og hent honum á vegg þannig að hann skall á veggnum og féll svo í jörðina. Því hafi verið fylgt eftir með spörkum í líkama hans og höfuð með þeim afleiðingum að hann hlaut stóran skurð á höfði, merki um heilamar, heilahristing og fleira.
Dómsmál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira