Körfubolti

Reyndi að kæla Curry niður eftir leik með því að hella yfir hann úr vatnsflösku

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Damion Lee hellir yfir Stephen Curry í sjónvarpsviðtali eftir leikinn.
Damion Lee hellir yfir Stephen Curry í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. AP/Tony Avelar

Steph Curry var í nótt fyrsti leikamðuinn í NBA deildinni í 43 ár til að skora yfir 30 stig í báðum hálfleikjum. Hér má sjá svipmyndir frá frammistöðu hans sem og viðtal við hann eftir leik.

Stephen Curry var sjóðandi heitur bæði fyrir og eftir hlé þegar hann skoraði 62 stig í sigri Golden State Warriors í NBA-deildinni í nótt. Hann bætti sitt persónulega met um heil átta stig.

Curry er fyrsti leikmaðurinn frá 1977 til að skora meira en 30 stig í hvorum hálfleik í sama leiknum. Síðastur til að afreka það á undanum honum var Pistol Pete Maravich.

Curry skoraði 31 stig í fyrri hálfleik og endurtók leikinn í seinni hálfleiknum.

Hann hitti úr 56 prósent skota sinna og setti niður 3 af 7 þriggja stiga skotum fyrir hlé en í seinni hálfleik nýtti hann 62 prósent skota sinna og setti niður 5 af 9 þriggja stiga skotum.

Curry skoraði 24 af 62 stigum sínum með þriggja stiga skotum en hann hitti úr 18 af 19 vítaskotum í leiknum.

Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá frammistöðu Steph Curry í leiknum í nótt sem og þegar liðsfélagi hans, Damion Lee, kom og helti yfir hann úr vatnsflösku í viðtalinu eftir leikinn. Curry var svo sjóðandi heitur að auðvita þurfti að kæla hann niður.

Klippa: Svipmyndir af sjóðandi heitum Steph Curry
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×