Svona lítur söguleg úrslitakeppni NFL-deildarinnar út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2021 11:01 Baker Mayfield, leikstjórnandi Cleveland Browns fagnar sigri á Pittsburgh Steelers og sæti í úrslitakeppninni. AP/Ron Schwane Úrslitakeppni NFL-deildarinnar hefst um næstu helgi og nú eru allar dags- og tímasetningar klárar. Deildarkeppni ameríska fótboltans lauk í nótt og um leið er endanlega ljóst hvaða lið komust í úrslitakeppnina og hvaða lið munu mætast í fyrstu umferðinni um næstu helgi. Ein stærsta frétt gærdagsins var að Cleveland Browns vann 24-22 sigur á Pittsburgh Steelers og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í nítján ár eða síðan árið 2002. Tennessee Titans, Baltimore Ravens, Indianapolis Colts, Los Angeles Rams, Chicago Bears og Washington Football Team tryggðu sér líka öll sæti í úrslitakeppninni. Lið Miami Dolphins, Arizona Cardinals, New York Giants og Dallas Cowboys sátu aftur á móti eftir með sárt ennið. Kansas City Chiefs var búið að tryggja sér efsta sætið í Ameríkudeildinni en aðeins efsta sætið gefur nú frí í fyrstu umferðinni og sæti í undanúrslitum deildanna. Green Bay Packers tryggði sér efsta sætið í Þjóðardeildinni með sigri á nágrönnunum í Chicago Bears í gær. Packers með leikstjórnandann Aaron Rodgers í fararbroddi kemur inn í úrslitakeppnina á sex leikja sigurgöngu. NFL-deildin er líka búin að gefa út hvenær leikirnir fara fram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um næstu helgi. The #NFLPlayoffs are set! #SuperWildCard pic.twitter.com/M8oWEK6CgL— NFL (@NFL) January 4, 2021 Þetta er söguleg úrslitakeppni því það verða fjórtán lið í henni í stað tólf áður. Það þýðir jafnframt að það fara fram sex leikir á fyrstu helgi úrslitakeppninnar eða þrír á laugardegi og þrír á sunnudegi. Stöð 2 Sport mun sýna alla þessa leiki í beinni útsendingu og það er því mikil veisla framundan um komandi helgi. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og hvenær hver leikur er á dagskrá. Fyrsta umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar Laugardagurinn 9. janúar Buffalo Bills - Indianapolis Colts / Klukkan 18:05 að ísl.tíma [Stöð 2 Sport 2] Seattle Seahawks - Los Angeles Rams / Kl. 21:40 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Washington - Tampa Bay Buccaneers / Kl. 01:15 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Sunnudagurinn 10. janúar Tennessee Titans - Baltimore Ravens / Kl. 18:05 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] New Orleans Saints - Chicago Bears / Kl. 21:40 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Pittsburgh Steelers - Cleveland Browns / Kl. 01:15 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] We've got a #SuperWildCard Weekend! #NFLPlayoffs pic.twitter.com/oBv5TPWUtd— NFL (@NFL) January 4, 2021 NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjá meira
Deildarkeppni ameríska fótboltans lauk í nótt og um leið er endanlega ljóst hvaða lið komust í úrslitakeppnina og hvaða lið munu mætast í fyrstu umferðinni um næstu helgi. Ein stærsta frétt gærdagsins var að Cleveland Browns vann 24-22 sigur á Pittsburgh Steelers og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í nítján ár eða síðan árið 2002. Tennessee Titans, Baltimore Ravens, Indianapolis Colts, Los Angeles Rams, Chicago Bears og Washington Football Team tryggðu sér líka öll sæti í úrslitakeppninni. Lið Miami Dolphins, Arizona Cardinals, New York Giants og Dallas Cowboys sátu aftur á móti eftir með sárt ennið. Kansas City Chiefs var búið að tryggja sér efsta sætið í Ameríkudeildinni en aðeins efsta sætið gefur nú frí í fyrstu umferðinni og sæti í undanúrslitum deildanna. Green Bay Packers tryggði sér efsta sætið í Þjóðardeildinni með sigri á nágrönnunum í Chicago Bears í gær. Packers með leikstjórnandann Aaron Rodgers í fararbroddi kemur inn í úrslitakeppnina á sex leikja sigurgöngu. NFL-deildin er líka búin að gefa út hvenær leikirnir fara fram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um næstu helgi. The #NFLPlayoffs are set! #SuperWildCard pic.twitter.com/M8oWEK6CgL— NFL (@NFL) January 4, 2021 Þetta er söguleg úrslitakeppni því það verða fjórtán lið í henni í stað tólf áður. Það þýðir jafnframt að það fara fram sex leikir á fyrstu helgi úrslitakeppninnar eða þrír á laugardegi og þrír á sunnudegi. Stöð 2 Sport mun sýna alla þessa leiki í beinni útsendingu og það er því mikil veisla framundan um komandi helgi. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og hvenær hver leikur er á dagskrá. Fyrsta umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar Laugardagurinn 9. janúar Buffalo Bills - Indianapolis Colts / Klukkan 18:05 að ísl.tíma [Stöð 2 Sport 2] Seattle Seahawks - Los Angeles Rams / Kl. 21:40 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Washington - Tampa Bay Buccaneers / Kl. 01:15 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Sunnudagurinn 10. janúar Tennessee Titans - Baltimore Ravens / Kl. 18:05 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] New Orleans Saints - Chicago Bears / Kl. 21:40 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Pittsburgh Steelers - Cleveland Browns / Kl. 01:15 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] We've got a #SuperWildCard Weekend! #NFLPlayoffs pic.twitter.com/oBv5TPWUtd— NFL (@NFL) January 4, 2021 NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
Fyrsta umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar Laugardagurinn 9. janúar Buffalo Bills - Indianapolis Colts / Klukkan 18:05 að ísl.tíma [Stöð 2 Sport 2] Seattle Seahawks - Los Angeles Rams / Kl. 21:40 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Washington - Tampa Bay Buccaneers / Kl. 01:15 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Sunnudagurinn 10. janúar Tennessee Titans - Baltimore Ravens / Kl. 18:05 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] New Orleans Saints - Chicago Bears / Kl. 21:40 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2] Pittsburgh Steelers - Cleveland Browns / Kl. 01:15 að ísl. tíma [Stöð 2 Sport 2]
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjá meira