Braut reglurnar viljandi til að leyfa viðskiptavinum að skipta jólagjöfum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. janúar 2021 10:43 Verslunarmaður í Silkeborg í Danmörku ákvað viljandi að sveigja reglurnar til að láta á þær reyna. Getty Fataverslunin Laura Thomsen Luxury í Silkeborg í Danmörku var opnuð í gær svo viðskiptavinir gætu skipt og skilað jólagjöfum. Þetta gerðu eigendur verslunarinnar, þrátt fyrir núgildandi reglur danskra stjórnvalda vegna sóttvarnaaðgerða sem kveða á um að verslanir skuli vera lokaðar til að minnsta kosti 17. janúar. Viðskiptavinum stóð þó aðeins til boða að koma við milli klukkan ellefu og tvö í gær og skipta jólagjöfum við dyrnar. TV2 fjallar um málið og ræðir við Henrik Thomsen, meðeigenda verslunarinnar, sem raunar er þekktur fyrir að sveigja reglurnar, en hann hefur til að mynda nokkrum sinnum deilt myndum af þjófum sem stolið hafa úr versluninni á Facebook, en það er óheimilt samkvæmt persónuverndarlögum. „Þetta er grátt svæði, sem ég vildi að stjórnvöld myndu taka til skoðunar,“ segir Thomsen. Núgildandi reglur gera það að verkum að jólagjafaskiptum er að mestu slegið á frest, en öllum verslunum, sem ekki selja mat eða lyf- og lækningavörur, var gert að loka strax á jóladag. Stjórnendur verslunarinnar eru meðvitaðir um að með því að leyfa viðskiptavinum að koma og skipta gjöfum, kunni þeir að vera að brjóta reglurnar. „Ég tel í rauninni að við séum að því. En ég vil gjarnan láta reyna örlítið á reglurnar til að sjá hvort þetta gangi upp á meðan við erum með lokað,“ segir Thomsen. Þótt að það sé bannað að hafa fataverslunina opna samkvæmt núgildandi reglum líður Thomsen ágætlega á þessu „gráa svæði.“ „Við förum eftir því sem okkur finnst vera rétt, og ég veit vel að það eru ákveðnar reglur sem við þurfum að hlíta, og við gerum það. En mér finnst sumar reglur vera gerðar með röngum hætti og ég vil láta á þær reyna,“ segir Thomsen. Nefnir hann sem dæmi að hann sjái ekki muninn á því að viðskiptavinir fái að koma og skipta vörum við dyrnar, og svokölluðum „smella og sækja“ viðskiptum. Þannig mega veitingahús, sem alla jafna eiga að vera lokuð samkvæmt reglunum, til að mynda halda áfram að bjóða upp á mat sem er sóttur. Aðrar verslanir með sérvöru hafa jafnframt boðið upp á sambærilega þjónustu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Jól Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Viðskiptavinum stóð þó aðeins til boða að koma við milli klukkan ellefu og tvö í gær og skipta jólagjöfum við dyrnar. TV2 fjallar um málið og ræðir við Henrik Thomsen, meðeigenda verslunarinnar, sem raunar er þekktur fyrir að sveigja reglurnar, en hann hefur til að mynda nokkrum sinnum deilt myndum af þjófum sem stolið hafa úr versluninni á Facebook, en það er óheimilt samkvæmt persónuverndarlögum. „Þetta er grátt svæði, sem ég vildi að stjórnvöld myndu taka til skoðunar,“ segir Thomsen. Núgildandi reglur gera það að verkum að jólagjafaskiptum er að mestu slegið á frest, en öllum verslunum, sem ekki selja mat eða lyf- og lækningavörur, var gert að loka strax á jóladag. Stjórnendur verslunarinnar eru meðvitaðir um að með því að leyfa viðskiptavinum að koma og skipta gjöfum, kunni þeir að vera að brjóta reglurnar. „Ég tel í rauninni að við séum að því. En ég vil gjarnan láta reyna örlítið á reglurnar til að sjá hvort þetta gangi upp á meðan við erum með lokað,“ segir Thomsen. Þótt að það sé bannað að hafa fataverslunina opna samkvæmt núgildandi reglum líður Thomsen ágætlega á þessu „gráa svæði.“ „Við förum eftir því sem okkur finnst vera rétt, og ég veit vel að það eru ákveðnar reglur sem við þurfum að hlíta, og við gerum það. En mér finnst sumar reglur vera gerðar með röngum hætti og ég vil láta á þær reyna,“ segir Thomsen. Nefnir hann sem dæmi að hann sjái ekki muninn á því að viðskiptavinir fái að koma og skipta vörum við dyrnar, og svokölluðum „smella og sækja“ viðskiptum. Þannig mega veitingahús, sem alla jafna eiga að vera lokuð samkvæmt reglunum, til að mynda halda áfram að bjóða upp á mat sem er sóttur. Aðrar verslanir með sérvöru hafa jafnframt boðið upp á sambærilega þjónustu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Jól Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira