Tveir af ellefu náðst úr öndunarvél Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. apríl 2020 21:09 Fjórir eru látnir af Covid 19 hér á landi en tveir létust í gær eftir veikindi. Ellefu eru nú á gjörgæsludeildum Landspítalans en flestir eru tengdir við öndunarvél. Álagið hefur aukist jafnt og þétt á Landspítalanum eftir því sem þeim sem smitast hafa af kórónuveirunni hefur fjölgað í samfélaginu. Nú liggja fjörtíu og þrír sjúklingar á spítalanum með COVID-19. Ellefu þeirra liggja á gjörgæsludeildum spítalans í Fossvogi og við Hringbraut en af þessum ellefu eru átta tengdir við öndunarvél. Fylgst er vel með þeim sjúklingum sem hafa verið lagðir inn á spítalann. „Þegar fer að þyngjast þá eru þeir fluttir yfir á gjörgæslu og það er áfram þá metið hvort þeir þurfi þá öndunarvélastuðning. Þá þarf að svæfa viðkomandi og síðan er viðkomandi þá haldið sofandi í öndunarvél með þá slöngu í hálsinum, tengda við öndunarvél. Í þessum sjúkdómi þá gagnast vel að setja fólkið á grúfu til að opna upp lungun og fá betri loftskipti“ segir Sigurbergur Kárason yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Sigurbergur Kárason, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut.Vísir/arnar Fjórir hafa nú látist hér á landi af COVID-19. Þrír þeirra á Landspítalanum en einn á Húsavík. Tveir af þeim sem hafa látist eru hjón. Konan lést fyrir rúmri viku en maðurinn í gær. Aðeins einn af þeim sem lést hafði verið tengdur við öndunarvél. „Það hafa sem sagt farið ellefu í öndunarvél og tveir af þeim hafa náðst úr öndunarvél,“ segir Kristinn Sigvaldason yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Læknarnir segja erfitt að segja nákvæmlega til um hversu lengi fólk, sem tengt er við öndunarvél, þurfi að vera það. „Það er svona alveg frá tíu til fimmtán daga og jafnvel upp í þrjár vikur,“ segir Sigurbergur. Kristinn segir vel hugsað um fólkið á meðan því er haldið sofandi. „Fólk fær róandi lyf og svefnlyf og fær líka næringu og hugsað um allt annað í kring. Fólki líður ekki illa,“ segir Kristinn. Kristinn Sigvaldason, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.vísir/arnar Læknarnir segja erfitt að segja nákvæmlega til um hverjar lífslíkur þeirra eru sem fara á öndunarvél eru. „Það hefur verið aðeins breytilegt eftir löndum en það er svona talað um núna í kringum fimmtíu og sjötíu prósent dánarlíkur en það náttúrulega fer svolítið eftir því hvernig þú velur inn á gjörgæsluna. Hversu aldraðir sjúklingarnir eru og hvernig þá hópurinn er sem að sýkist,“ segir Sigurbergur. Heimsóknarbann er á Landspítalanum og fá aðstandendur því ekki að vera með þeim sem veikjast. „Við erum að reyna gera allt til þess að reyna að vera í sem bestu sambandi við ættingjana og læknarnir hafa komið upp mjög góðu systemi og prestarnir með okkur í því að veita fólki sem sagt hjálp og það er svona sú sálgæsla sem við getum veitt og það skiptir rosalegu miklu máli. Maður getur bara ímyndað sér að vera heima og eiga veikan ættingja á gjörgæslu,“ segir Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.Vísir/Arnar Þau segja marga vinna langar vaktir þessa dagana eða allt að sextán tíma. „Staðan er náttúrulega má segja þung og erfið en við höfum á að skipa frábæru starfsfólki þar sem að samtakamátturinn hefur skilað alveg ótrúlega miklu,“ segir Kristinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tveir til viðbótar látnir af Covid-19 Á síðasta sólarhring hafa tveir sjúklingar látist á Landspítala vegna Covid-19. Þetta kemur fram á vef Landspítalans. 2. apríl 2020 13:37 99 ný smit Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1319 hér á landi. 2. apríl 2020 13:28 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Fjórir eru látnir af Covid 19 hér á landi en tveir létust í gær eftir veikindi. Ellefu eru nú á gjörgæsludeildum Landspítalans en flestir eru tengdir við öndunarvél. Álagið hefur aukist jafnt og þétt á Landspítalanum eftir því sem þeim sem smitast hafa af kórónuveirunni hefur fjölgað í samfélaginu. Nú liggja fjörtíu og þrír sjúklingar á spítalanum með COVID-19. Ellefu þeirra liggja á gjörgæsludeildum spítalans í Fossvogi og við Hringbraut en af þessum ellefu eru átta tengdir við öndunarvél. Fylgst er vel með þeim sjúklingum sem hafa verið lagðir inn á spítalann. „Þegar fer að þyngjast þá eru þeir fluttir yfir á gjörgæslu og það er áfram þá metið hvort þeir þurfi þá öndunarvélastuðning. Þá þarf að svæfa viðkomandi og síðan er viðkomandi þá haldið sofandi í öndunarvél með þá slöngu í hálsinum, tengda við öndunarvél. Í þessum sjúkdómi þá gagnast vel að setja fólkið á grúfu til að opna upp lungun og fá betri loftskipti“ segir Sigurbergur Kárason yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Sigurbergur Kárason, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut.Vísir/arnar Fjórir hafa nú látist hér á landi af COVID-19. Þrír þeirra á Landspítalanum en einn á Húsavík. Tveir af þeim sem hafa látist eru hjón. Konan lést fyrir rúmri viku en maðurinn í gær. Aðeins einn af þeim sem lést hafði verið tengdur við öndunarvél. „Það hafa sem sagt farið ellefu í öndunarvél og tveir af þeim hafa náðst úr öndunarvél,“ segir Kristinn Sigvaldason yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Læknarnir segja erfitt að segja nákvæmlega til um hversu lengi fólk, sem tengt er við öndunarvél, þurfi að vera það. „Það er svona alveg frá tíu til fimmtán daga og jafnvel upp í þrjár vikur,“ segir Sigurbergur. Kristinn segir vel hugsað um fólkið á meðan því er haldið sofandi. „Fólk fær róandi lyf og svefnlyf og fær líka næringu og hugsað um allt annað í kring. Fólki líður ekki illa,“ segir Kristinn. Kristinn Sigvaldason, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.vísir/arnar Læknarnir segja erfitt að segja nákvæmlega til um hverjar lífslíkur þeirra eru sem fara á öndunarvél eru. „Það hefur verið aðeins breytilegt eftir löndum en það er svona talað um núna í kringum fimmtíu og sjötíu prósent dánarlíkur en það náttúrulega fer svolítið eftir því hvernig þú velur inn á gjörgæsluna. Hversu aldraðir sjúklingarnir eru og hvernig þá hópurinn er sem að sýkist,“ segir Sigurbergur. Heimsóknarbann er á Landspítalanum og fá aðstandendur því ekki að vera með þeim sem veikjast. „Við erum að reyna gera allt til þess að reyna að vera í sem bestu sambandi við ættingjana og læknarnir hafa komið upp mjög góðu systemi og prestarnir með okkur í því að veita fólki sem sagt hjálp og það er svona sú sálgæsla sem við getum veitt og það skiptir rosalegu miklu máli. Maður getur bara ímyndað sér að vera heima og eiga veikan ættingja á gjörgæslu,“ segir Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.Vísir/Arnar Þau segja marga vinna langar vaktir þessa dagana eða allt að sextán tíma. „Staðan er náttúrulega má segja þung og erfið en við höfum á að skipa frábæru starfsfólki þar sem að samtakamátturinn hefur skilað alveg ótrúlega miklu,“ segir Kristinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tveir til viðbótar látnir af Covid-19 Á síðasta sólarhring hafa tveir sjúklingar látist á Landspítala vegna Covid-19. Þetta kemur fram á vef Landspítalans. 2. apríl 2020 13:37 99 ný smit Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1319 hér á landi. 2. apríl 2020 13:28 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Tveir til viðbótar látnir af Covid-19 Á síðasta sólarhring hafa tveir sjúklingar látist á Landspítala vegna Covid-19. Þetta kemur fram á vef Landspítalans. 2. apríl 2020 13:37
99 ný smit Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1319 hér á landi. 2. apríl 2020 13:28
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels