Fimm ára stöðvaður á hraðbrautinni á leið að kaupa Lamborghini Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. maí 2020 18:17 Drengurinn vissi upp á sig sökina. Búið er að fela andlit hans á þessari mynd. Mynd/Lögreglan í Utah Verkefnin geta verið fjölbreytt hjá umferðarlögreglu en það er líklega ekki oft sem umferðarlögreglumenn í Utah-ríki Bandaríkjanna hafa þurft að stöðva fimm ára ökumenn. Það var nákvæmlega það sem gerðist á dögunum þegar lögregla veitti því athygli að ökulag eins ökumanns á hraðbraut í ríkinu var með undarlegasta móti. Þegar ferð ökumannsins var stöðvuð kom í ljós að ökumaðurinn var ekki hár í loftinu og aðeins fimm ára gamall. Aðspurður um hvað í ósköpunum hann hafi verið að gera sagðist hinn fimm ára gamli ökuþór hafa ætlað sér að keyra til Kaliforníu á bíl foreldra hans. Þar hafi hann ætlað sér að kaupa sér Lamborghini-sportbíl, þar sem mamma hans hafi neitað að kaupa slíkan bíl handa honum. Slíkir bílar eru þó afar dýrir og segir á Twitter-síðu umferðarlögreglu Utah að líklega hefði drengurinn ekki haft efni á að kaupa sér sportbílinn hefði hann komist á áfangastað, enda bara með þrjá dollara í vasanum. One of our Troopers in Weber Co. initiated a traffic stop on what he thought was an impaired driver. Turns out it was this young man, age 5, somehow made his way up onto the freeway in his parents' car. Made it from 17th and Lincoln in Ogden down to the 25th St off-ramp SB I-15. pic.twitter.com/3aF1g22jRB— Utah Highway Patrol (@UTHighwayPatrol) May 4, 2020 Talið er að drengurinn hafi ekið um hraðbrautina í fimm mínútur en engum varð meint af. Í frétt BBC segir að málið verði sett í hendur saksóknara sem muni taka ákvörðun um hvort einhverjum viðurlögum verði beitt. Í millitíðinni beinir lögreglan því til allra að tryggja að ung börn komist ekki í bíllykla fjölskyldubílsins. Bílar Bandaríkin Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Verkefnin geta verið fjölbreytt hjá umferðarlögreglu en það er líklega ekki oft sem umferðarlögreglumenn í Utah-ríki Bandaríkjanna hafa þurft að stöðva fimm ára ökumenn. Það var nákvæmlega það sem gerðist á dögunum þegar lögregla veitti því athygli að ökulag eins ökumanns á hraðbraut í ríkinu var með undarlegasta móti. Þegar ferð ökumannsins var stöðvuð kom í ljós að ökumaðurinn var ekki hár í loftinu og aðeins fimm ára gamall. Aðspurður um hvað í ósköpunum hann hafi verið að gera sagðist hinn fimm ára gamli ökuþór hafa ætlað sér að keyra til Kaliforníu á bíl foreldra hans. Þar hafi hann ætlað sér að kaupa sér Lamborghini-sportbíl, þar sem mamma hans hafi neitað að kaupa slíkan bíl handa honum. Slíkir bílar eru þó afar dýrir og segir á Twitter-síðu umferðarlögreglu Utah að líklega hefði drengurinn ekki haft efni á að kaupa sér sportbílinn hefði hann komist á áfangastað, enda bara með þrjá dollara í vasanum. One of our Troopers in Weber Co. initiated a traffic stop on what he thought was an impaired driver. Turns out it was this young man, age 5, somehow made his way up onto the freeway in his parents' car. Made it from 17th and Lincoln in Ogden down to the 25th St off-ramp SB I-15. pic.twitter.com/3aF1g22jRB— Utah Highway Patrol (@UTHighwayPatrol) May 4, 2020 Talið er að drengurinn hafi ekið um hraðbrautina í fimm mínútur en engum varð meint af. Í frétt BBC segir að málið verði sett í hendur saksóknara sem muni taka ákvörðun um hvort einhverjum viðurlögum verði beitt. Í millitíðinni beinir lögreglan því til allra að tryggja að ung börn komist ekki í bíllykla fjölskyldubílsins.
Bílar Bandaríkin Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning