Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Samúel Karl Ólason skrifar 2. mars 2020 11:13 Flóttamenn standa við landamæri Grikklands. Komið hefur til átaka við landamærin og mun einn flóttamaður hafa verið skotinn til bana. AP/Giannis Papanikos Yfirvöld Grikklands hafa lokað á frekari hælisumsóknir eftir að Tyrkir byrjuðu að hleypa flóttafólki til Grikklands. Fregnir hafa borist af því að landamæraverðir í Grikklandi hafi skotið flóttamann til bana í morgun. Um það bil 3,7 milljónir flóttafólks hafa haldið til í Tyrklandi um árabil, auk flóttafólks frá öðrum ríkjum svæðisins. Ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan ,forseta Tyrklands, hafði gert samkomulag við Evrópusambandið um að fólkinu yrði ekki leyft að fara lengra en til Tyrklands og staðinn fengu Tyrkir fjárstyrki frá ESB. Nú segjast Tyrkir hins vegar ekki ráða við þennan fjölda flóttafólks og hafa opnað dyrnar að Evrópu, ef svo má að orði komast. Yfirvöld Grikklands hafa hins vegar aukið viðbúnaðinn við landamæri ríkjanna til muna og hafa hermenn verið sendir á svæðið. Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, tilkynnti aðgerðirnar í gærkvöldi. Sagði hann sömuleiðis að landamæri Grikklands væru landamæri Evrópu og að þau yrðu varin. Ríkisstjórn hans hefur leitað til ESB eftir aðstoð. ESB segir að aðstoð verði veitt til Grikklands og Búlgaríu, sem deilir einnig landamærum með Tyrklandi. „Einu sinni enn. Ekki reyna að komast til Grikklands ólöglega. Ykkur verður vísað á brott,“ skrifaði Mitsotakis á Twtitter. The borders of Greece are the external borders of Europe. We will protect them. I will be visiting the #Evros land border with Turkey along with Charles Michel @eucopresident on Tuesday.Once more, do not attempt to enter Greece illegally - you will be turned back. — Prime Minister GR (@PrimeministerGR) March 1, 2020 Grikkir segja að minnst tíu þúsund manns hafi verið vísað frá landamærunum á laugardaginn og 5.500 manns í gær. Óstaðfestar fregnir herma að flóttafólki í Tyrklandi hafi verið keyrt að landamærum Grikklands í ómerktum rútum og hafa myndbandsupptökur stutt þær fregnir. Alkiviadis Stefanis, aðstoðarvarnarmálaráðherra Grikklands, hefur sakaði yfirvöld Tyrklands um að hvetja flóttafólk til að leggja land undir fót og fara til Evrópu. „Þeir eru ekki bara hættir að stöðva þau, heldur eru þeir að hjálpa þeim,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali, samkvæmt BBC. Komið hefur til átaka á milli flóttafólksins og landamæravarða. Táragasi hefur verið beitt gegn flóttafólkinu sem hefur kastað grjóti og öðrum munum að landamæravörðunum. Mevlut Cavasoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, birti tíst á laugardaginn þar sem hann gagnrýndi Grikki harðlega. „Sjáið þá sem veita okkur kennslustundir í um alþjóðalög!“ skrifaði hann. „Þeir kasta táragasi að þúsundum saklausra sem hafa raðað sér upp við dyr þeirra“. Hann skrifaði einnig að Tyrkir væru ekki skuldbundnir til að halda fólkinu þar í landi en Grikkjum bæri að koma fram við þau eins og manneskjur. Bize uluslararas hukuk dersi verenlere bak n! Kap lar na y lm binlerce masum insan n üzerine utanmadan gaz bombalar at yorlar.Bizim ülkemizden giden insanlar zorla tutmak gibi bir yükümlülü ümüz yok. Ama Yunanistan n kap s na gelenlere insan gibi davranma yükümlülü ü var! https://t.co/Av0v5GIy5o pic.twitter.com/YhludAdRGg— Mevlüt Çavu o lu (@MevlutCavusoglu) February 29, 2020 Fólksflutningarnir tengjast Idlib-héraði í Sýrlandi og átökunum þar. Gífurlega margir eru á flótta þar og hafa flestir þeirra leitað til Tyrklands. Neyðarástand er á svæðinu. Sjá einnig: Hræðilegt ástand og mestu fólksflutningarnir í sögu stríðsins Embættismenn í Tyrklandi segjast vera að búa sig undir komu margra flóttamanna til viðbótar og því hafi ákvörðunin verið tekin að opna landamærin að Grikklandi. Ábyrgðin gæti ekki einungis verið á höndum Tyrkja. Nú í morgun bárust svo fregnir af því að grískir landamæraverðir hafi skotið mann til bana á landamærunum. This is the first reported death among migrants trying to cross from Turkey to Greece. One syrian man was shot dead by Greek border guards. Here is the video.@akhbar pic.twitter.com/LIM5L8d03h— Jenan Moussa (@jenanmoussa) March 2, 2020 Flóttamenn Tyrkland Sýrland Grikkland Tengdar fréttir Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Átökin koma sérstaklega niður á börnum Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla. 26. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira
Yfirvöld Grikklands hafa lokað á frekari hælisumsóknir eftir að Tyrkir byrjuðu að hleypa flóttafólki til Grikklands. Fregnir hafa borist af því að landamæraverðir í Grikklandi hafi skotið flóttamann til bana í morgun. Um það bil 3,7 milljónir flóttafólks hafa haldið til í Tyrklandi um árabil, auk flóttafólks frá öðrum ríkjum svæðisins. Ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan ,forseta Tyrklands, hafði gert samkomulag við Evrópusambandið um að fólkinu yrði ekki leyft að fara lengra en til Tyrklands og staðinn fengu Tyrkir fjárstyrki frá ESB. Nú segjast Tyrkir hins vegar ekki ráða við þennan fjölda flóttafólks og hafa opnað dyrnar að Evrópu, ef svo má að orði komast. Yfirvöld Grikklands hafa hins vegar aukið viðbúnaðinn við landamæri ríkjanna til muna og hafa hermenn verið sendir á svæðið. Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, tilkynnti aðgerðirnar í gærkvöldi. Sagði hann sömuleiðis að landamæri Grikklands væru landamæri Evrópu og að þau yrðu varin. Ríkisstjórn hans hefur leitað til ESB eftir aðstoð. ESB segir að aðstoð verði veitt til Grikklands og Búlgaríu, sem deilir einnig landamærum með Tyrklandi. „Einu sinni enn. Ekki reyna að komast til Grikklands ólöglega. Ykkur verður vísað á brott,“ skrifaði Mitsotakis á Twtitter. The borders of Greece are the external borders of Europe. We will protect them. I will be visiting the #Evros land border with Turkey along with Charles Michel @eucopresident on Tuesday.Once more, do not attempt to enter Greece illegally - you will be turned back. — Prime Minister GR (@PrimeministerGR) March 1, 2020 Grikkir segja að minnst tíu þúsund manns hafi verið vísað frá landamærunum á laugardaginn og 5.500 manns í gær. Óstaðfestar fregnir herma að flóttafólki í Tyrklandi hafi verið keyrt að landamærum Grikklands í ómerktum rútum og hafa myndbandsupptökur stutt þær fregnir. Alkiviadis Stefanis, aðstoðarvarnarmálaráðherra Grikklands, hefur sakaði yfirvöld Tyrklands um að hvetja flóttafólk til að leggja land undir fót og fara til Evrópu. „Þeir eru ekki bara hættir að stöðva þau, heldur eru þeir að hjálpa þeim,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali, samkvæmt BBC. Komið hefur til átaka á milli flóttafólksins og landamæravarða. Táragasi hefur verið beitt gegn flóttafólkinu sem hefur kastað grjóti og öðrum munum að landamæravörðunum. Mevlut Cavasoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, birti tíst á laugardaginn þar sem hann gagnrýndi Grikki harðlega. „Sjáið þá sem veita okkur kennslustundir í um alþjóðalög!“ skrifaði hann. „Þeir kasta táragasi að þúsundum saklausra sem hafa raðað sér upp við dyr þeirra“. Hann skrifaði einnig að Tyrkir væru ekki skuldbundnir til að halda fólkinu þar í landi en Grikkjum bæri að koma fram við þau eins og manneskjur. Bize uluslararas hukuk dersi verenlere bak n! Kap lar na y lm binlerce masum insan n üzerine utanmadan gaz bombalar at yorlar.Bizim ülkemizden giden insanlar zorla tutmak gibi bir yükümlülü ümüz yok. Ama Yunanistan n kap s na gelenlere insan gibi davranma yükümlülü ü var! https://t.co/Av0v5GIy5o pic.twitter.com/YhludAdRGg— Mevlüt Çavu o lu (@MevlutCavusoglu) February 29, 2020 Fólksflutningarnir tengjast Idlib-héraði í Sýrlandi og átökunum þar. Gífurlega margir eru á flótta þar og hafa flestir þeirra leitað til Tyrklands. Neyðarástand er á svæðinu. Sjá einnig: Hræðilegt ástand og mestu fólksflutningarnir í sögu stríðsins Embættismenn í Tyrklandi segjast vera að búa sig undir komu margra flóttamanna til viðbótar og því hafi ákvörðunin verið tekin að opna landamærin að Grikklandi. Ábyrgðin gæti ekki einungis verið á höndum Tyrkja. Nú í morgun bárust svo fregnir af því að grískir landamæraverðir hafi skotið mann til bana á landamærunum. This is the first reported death among migrants trying to cross from Turkey to Greece. One syrian man was shot dead by Greek border guards. Here is the video.@akhbar pic.twitter.com/LIM5L8d03h— Jenan Moussa (@jenanmoussa) March 2, 2020
Flóttamenn Tyrkland Sýrland Grikkland Tengdar fréttir Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Átökin koma sérstaklega niður á börnum Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla. 26. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira
Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21
Átökin koma sérstaklega niður á börnum Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla. 26. febrúar 2020 22:45