Nýir þjálfarar hjá báðum Valsliðunum: Finnur tekur við karlaliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2020 13:00 Ólafur Jónas og Finnur Freyr ásamt Svala Björgvinssyni, formanni körfuknattleiksdeildar Vals. vísir/vilhelm Valsmenn kynntu í dag nýja þjálfara hjá báðum körfuboltaliðum sínum því Finnur Freyr Stefánsson tekur við karlaliði Vals og Ólafur Jónas Sigurðsson mun þjálfa konurnar. Þeir skrifuðu undir tveggja ára samninga í hádeginu í Origohöllinni að Hlíðarenda. Finnur Freyr Stefánsson þjálfaði síðast meistaraflokkslið á Íslandi þegar hann vann fimm Íslandsmeistaratitla í röð sem þjálfari KR frá 2013-2018. Áður en Finnur fór út til Danmerkur til að taka við liði Horsens þá þjálfaði Finnur yngri flokka hjá Val. Hann þekkir því til á Hlíðarenda. Þetta eru mikil tímamót hjá Valsmönnum því Ágúst Björgvinsson hættir nú sem þjálfari karlaliðsins eftir níu ára starf. Ágúst verður samt áfram hjá Val því hann hefur tekið við starfi yfirþjálfara yngri flokka Vals. Darri Freyr Atlason hefur þjálfað kvennalið Vals undanfarin þrjú þrjú tímabil en hann tók þá ákvörðun um að halda ekki áfram með liðið. Valsliðið varð Íslands-, deildar- og bikarmeistari undir hans stjórn í fyrra og var orðið deildarmeistari þegar mótið var flautað af í ár. Eftirmaður hans er Ólafur Jónas Sigurðsson sem hefur undanfarin þrjú tímabil þjálfað meistaraflokk ÍR í 1. deild kvenna auk þess að þjálfa yngri flokka hjá Breiðholtsfélaginu. Helena Sverrisdóttir verður aðstoðarþjálfari Ólafs auk þess að spila með Valsliðinu. Öll fréttatilkynningin frá Val er hér fyrir neðan. Nýir þjálfarar meistaraflokks kvenna og karla Yngri flokkarar allir mannaðir Meistaraflokkur karla Körfuknattleiksdeild Vals hefur gert samning við Finn Frey Stefánsson um að taka við starfi aðalþjálfara meistaraflokks karla til næstu tveggja ára. Samningur þessa efnis var undirritaður nú í hádeginu í Origohöllinni. Ágúst Björgvinsson, sem þjálfað hefur liðið undanfarin 9 ár, hefur tekið við starfi yfirþjálfara yngri flokka Vals. Finnur Freyr þjálfaði lið Horsens á nýliðnu tímabili og kom liðinu m.a. í bikarúrslitin. Á árunum 2013 til 2018 náði hann þeim einstaka árangri með KR að undir hans stjórn vann liðið fimm Íslandsmeistaratitla í röð auk tveggja bikarmeistaratitla. Finnur Freyr hefur einnig komið að þjálfun landsliða og er hann aðstoðarþjálfari A landsliðs karla auk þess sem hann er yfirþjálfari yngri landsliða Íslands. Finnur er ekki alveg ókunnugur Hlíðarenda því hann þjálfaði yngri flokka hjá félaginu 2018 til 2019. Meistaraflokkur kvenna Körfuknattleiksdeild Vals hefur einnig gert samning við Ólaf Jónas Sigurðarson um að taka við starfi aðalþjálfara meistaraflokks kvenna til næstu tveggja ára. Samningur þessa efnis var undirritaður nú hádeginu í Origohöllinni. Helena Sverrisdóttir verður aðstoðarþjálfari Ólafs. Darri Freyr Atlason, sem þjálfað hefur liðið sl. þrjú tímabil, tók ákvörðun um að halda ekki áfram með liðið. KKD Vals þakkar Darra Frey fyrir allt hans framlag en undir hans stjórn varð liðið Íslandsmeistari og bikarmeistari árið 2019 og deildarmeistari 2019 og 2020. Ólafur Jónas hefur undanfarin þrjú tímabil þjálfað meistaraflokk ÍR í 1. deild kvenna auk þess að þjálfa yngri flokka hjá félaginu. Hann hefur náð eftirtektarverðum árangri með lið ÍR. Hann er auk þess aðstoðarþjálfari U20 landsliðs kvenna. Ólafur Jónas er kennari að mennt auk þess sem hann er íþróttafræðingur og einkaþjálfari með áherslu á næringarfræði. Yngri flokkar Valur hefur undanfarin ár verið að byggja upp körfuboltann innan félagsins. Iðkendum hefur fjölgað jafnt og þétt sl. misseri og í dag eru virkir körfuboltaiðkendur yfir 300 í félaginu. Ágúst Björgvinsson hefur lagt mikið af mörkum til Vals og sem yfirþjálfari yngri flokka leiðir hann áframhaldandi uppbyggingu þeirra. Á þeim tímum sem við nú lifum er gríðarlega mikilvægt að halda úti öflugu skipulögðu íþróttastarfi í landinu. Það er okkur í körfuknattleiksdeildinni mikið ánægjuefni að búið er að tryggja öllum flokkum félagsins þjálfara á komandi tímabili. Það er auk þess mikilvægt að hafa öfluga meistaraflokka innan félagsins sem hvatningu fyrir unga iðkendur sem stefna hátt. Við hlökkum til að njóta krafta Finns Freys, Ólafs Jónasar og Ágústs á Hlíðarenda næstu árin og lítum á komu þeirra sem stórt skref til frekari uppbyggingar körfunnar í Val. Fyrir hönd KKD Vals, Grímur Atlason Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Valur Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sjá meira
Valsmenn kynntu í dag nýja þjálfara hjá báðum körfuboltaliðum sínum því Finnur Freyr Stefánsson tekur við karlaliði Vals og Ólafur Jónas Sigurðsson mun þjálfa konurnar. Þeir skrifuðu undir tveggja ára samninga í hádeginu í Origohöllinni að Hlíðarenda. Finnur Freyr Stefánsson þjálfaði síðast meistaraflokkslið á Íslandi þegar hann vann fimm Íslandsmeistaratitla í röð sem þjálfari KR frá 2013-2018. Áður en Finnur fór út til Danmerkur til að taka við liði Horsens þá þjálfaði Finnur yngri flokka hjá Val. Hann þekkir því til á Hlíðarenda. Þetta eru mikil tímamót hjá Valsmönnum því Ágúst Björgvinsson hættir nú sem þjálfari karlaliðsins eftir níu ára starf. Ágúst verður samt áfram hjá Val því hann hefur tekið við starfi yfirþjálfara yngri flokka Vals. Darri Freyr Atlason hefur þjálfað kvennalið Vals undanfarin þrjú þrjú tímabil en hann tók þá ákvörðun um að halda ekki áfram með liðið. Valsliðið varð Íslands-, deildar- og bikarmeistari undir hans stjórn í fyrra og var orðið deildarmeistari þegar mótið var flautað af í ár. Eftirmaður hans er Ólafur Jónas Sigurðsson sem hefur undanfarin þrjú tímabil þjálfað meistaraflokk ÍR í 1. deild kvenna auk þess að þjálfa yngri flokka hjá Breiðholtsfélaginu. Helena Sverrisdóttir verður aðstoðarþjálfari Ólafs auk þess að spila með Valsliðinu. Öll fréttatilkynningin frá Val er hér fyrir neðan. Nýir þjálfarar meistaraflokks kvenna og karla Yngri flokkarar allir mannaðir Meistaraflokkur karla Körfuknattleiksdeild Vals hefur gert samning við Finn Frey Stefánsson um að taka við starfi aðalþjálfara meistaraflokks karla til næstu tveggja ára. Samningur þessa efnis var undirritaður nú í hádeginu í Origohöllinni. Ágúst Björgvinsson, sem þjálfað hefur liðið undanfarin 9 ár, hefur tekið við starfi yfirþjálfara yngri flokka Vals. Finnur Freyr þjálfaði lið Horsens á nýliðnu tímabili og kom liðinu m.a. í bikarúrslitin. Á árunum 2013 til 2018 náði hann þeim einstaka árangri með KR að undir hans stjórn vann liðið fimm Íslandsmeistaratitla í röð auk tveggja bikarmeistaratitla. Finnur Freyr hefur einnig komið að þjálfun landsliða og er hann aðstoðarþjálfari A landsliðs karla auk þess sem hann er yfirþjálfari yngri landsliða Íslands. Finnur er ekki alveg ókunnugur Hlíðarenda því hann þjálfaði yngri flokka hjá félaginu 2018 til 2019. Meistaraflokkur kvenna Körfuknattleiksdeild Vals hefur einnig gert samning við Ólaf Jónas Sigurðarson um að taka við starfi aðalþjálfara meistaraflokks kvenna til næstu tveggja ára. Samningur þessa efnis var undirritaður nú hádeginu í Origohöllinni. Helena Sverrisdóttir verður aðstoðarþjálfari Ólafs. Darri Freyr Atlason, sem þjálfað hefur liðið sl. þrjú tímabil, tók ákvörðun um að halda ekki áfram með liðið. KKD Vals þakkar Darra Frey fyrir allt hans framlag en undir hans stjórn varð liðið Íslandsmeistari og bikarmeistari árið 2019 og deildarmeistari 2019 og 2020. Ólafur Jónas hefur undanfarin þrjú tímabil þjálfað meistaraflokk ÍR í 1. deild kvenna auk þess að þjálfa yngri flokka hjá félaginu. Hann hefur náð eftirtektarverðum árangri með lið ÍR. Hann er auk þess aðstoðarþjálfari U20 landsliðs kvenna. Ólafur Jónas er kennari að mennt auk þess sem hann er íþróttafræðingur og einkaþjálfari með áherslu á næringarfræði. Yngri flokkar Valur hefur undanfarin ár verið að byggja upp körfuboltann innan félagsins. Iðkendum hefur fjölgað jafnt og þétt sl. misseri og í dag eru virkir körfuboltaiðkendur yfir 300 í félaginu. Ágúst Björgvinsson hefur lagt mikið af mörkum til Vals og sem yfirþjálfari yngri flokka leiðir hann áframhaldandi uppbyggingu þeirra. Á þeim tímum sem við nú lifum er gríðarlega mikilvægt að halda úti öflugu skipulögðu íþróttastarfi í landinu. Það er okkur í körfuknattleiksdeildinni mikið ánægjuefni að búið er að tryggja öllum flokkum félagsins þjálfara á komandi tímabili. Það er auk þess mikilvægt að hafa öfluga meistaraflokka innan félagsins sem hvatningu fyrir unga iðkendur sem stefna hátt. Við hlökkum til að njóta krafta Finns Freys, Ólafs Jónasar og Ágústs á Hlíðarenda næstu árin og lítum á komu þeirra sem stórt skref til frekari uppbyggingar körfunnar í Val. Fyrir hönd KKD Vals, Grímur Atlason
Nýir þjálfarar meistaraflokks kvenna og karla Yngri flokkarar allir mannaðir Meistaraflokkur karla Körfuknattleiksdeild Vals hefur gert samning við Finn Frey Stefánsson um að taka við starfi aðalþjálfara meistaraflokks karla til næstu tveggja ára. Samningur þessa efnis var undirritaður nú í hádeginu í Origohöllinni. Ágúst Björgvinsson, sem þjálfað hefur liðið undanfarin 9 ár, hefur tekið við starfi yfirþjálfara yngri flokka Vals. Finnur Freyr þjálfaði lið Horsens á nýliðnu tímabili og kom liðinu m.a. í bikarúrslitin. Á árunum 2013 til 2018 náði hann þeim einstaka árangri með KR að undir hans stjórn vann liðið fimm Íslandsmeistaratitla í röð auk tveggja bikarmeistaratitla. Finnur Freyr hefur einnig komið að þjálfun landsliða og er hann aðstoðarþjálfari A landsliðs karla auk þess sem hann er yfirþjálfari yngri landsliða Íslands. Finnur er ekki alveg ókunnugur Hlíðarenda því hann þjálfaði yngri flokka hjá félaginu 2018 til 2019. Meistaraflokkur kvenna Körfuknattleiksdeild Vals hefur einnig gert samning við Ólaf Jónas Sigurðarson um að taka við starfi aðalþjálfara meistaraflokks kvenna til næstu tveggja ára. Samningur þessa efnis var undirritaður nú hádeginu í Origohöllinni. Helena Sverrisdóttir verður aðstoðarþjálfari Ólafs. Darri Freyr Atlason, sem þjálfað hefur liðið sl. þrjú tímabil, tók ákvörðun um að halda ekki áfram með liðið. KKD Vals þakkar Darra Frey fyrir allt hans framlag en undir hans stjórn varð liðið Íslandsmeistari og bikarmeistari árið 2019 og deildarmeistari 2019 og 2020. Ólafur Jónas hefur undanfarin þrjú tímabil þjálfað meistaraflokk ÍR í 1. deild kvenna auk þess að þjálfa yngri flokka hjá félaginu. Hann hefur náð eftirtektarverðum árangri með lið ÍR. Hann er auk þess aðstoðarþjálfari U20 landsliðs kvenna. Ólafur Jónas er kennari að mennt auk þess sem hann er íþróttafræðingur og einkaþjálfari með áherslu á næringarfræði. Yngri flokkar Valur hefur undanfarin ár verið að byggja upp körfuboltann innan félagsins. Iðkendum hefur fjölgað jafnt og þétt sl. misseri og í dag eru virkir körfuboltaiðkendur yfir 300 í félaginu. Ágúst Björgvinsson hefur lagt mikið af mörkum til Vals og sem yfirþjálfari yngri flokka leiðir hann áframhaldandi uppbyggingu þeirra. Á þeim tímum sem við nú lifum er gríðarlega mikilvægt að halda úti öflugu skipulögðu íþróttastarfi í landinu. Það er okkur í körfuknattleiksdeildinni mikið ánægjuefni að búið er að tryggja öllum flokkum félagsins þjálfara á komandi tímabili. Það er auk þess mikilvægt að hafa öfluga meistaraflokka innan félagsins sem hvatningu fyrir unga iðkendur sem stefna hátt. Við hlökkum til að njóta krafta Finns Freys, Ólafs Jónasar og Ágústs á Hlíðarenda næstu árin og lítum á komu þeirra sem stórt skref til frekari uppbyggingar körfunnar í Val. Fyrir hönd KKD Vals, Grímur Atlason
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Valur Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sjá meira