Endaði sem þjálfari Víkings eftir að hafa hitt formanninn á bar Anton Ingi Leifsson skrifar 4. maí 2020 11:00 Logi Ólafsson á síðari tíma sínum í Vikunni. Hann þjálfaði liðið frá 1990 til 1992 og svo aftur frá 2017 til 2018. mynd/víkingur Knattspyrnuþjálfarinn Logi Ólafsson segir að hann hafi endað sem þjálfari Víkinga árið 1990 eftir að hafa hitt formann knattspyrnudeildar félagsins á bar. Hann greindi frá þessu í þættinum Sportinu í kvöld. Logi tók við Víkingum árið 1990 eftir að hafa þrjú ár þar á undan gerð góða hluti með kvennalið Vals þar sem liðið vann flesta þá titla sem voru í boði. Hann var ekki með neitt í höndunum er hann hætti á Hlíðarenda en ferð á bar gerði honum að góðu. „Það kemur þannig til að ég hafði verið með Val í þrjú ár og ég ákvað að hætta þar. Ég var ekkert búinn að gera í mínum málum þegar ég hitti formann knattspyrnudeildar Víkings á förnum vegi,“ sagði Logi er hann gerði upp ferilinn. „Ég get alveg sagt þér það; það var á bar. Hann var að drekka ekki ég! En niðurstaðan varð sú að ég myndi hitta hann og ræða við hann. Við komumst að samkomulagi og ég er honum og stjórninni ævinlega þakklátur fyrir að hafa gefið mér þetta tækifæri.“ Logi segir að breytingarnar sem hafi verið ráðist í eftir hans fyrsta tímabil í Víkinni hafi skilað sér. Hann segir að þrír síðustu leikirnir tímabilið 1990 hafi gert honum það ljóst að breytingar þurfti að gera. „Yuri Sedov heitinn hafði verið þjálfari Víkings. Afskaplega góður þjálfari. Liðið hafði verið upp og niður í deildinni og á milli deilda. Það má segja að það hafi margt komið í ljós að þegar við tryggðum okkur í deildinni þegar þrír leikir voru eftir að þá töpuðum við síðustu þremur leikjunum.“ „Þá fannst mér eins og það hafi verið einhver meðalmanna hugsunarháttur sem hafði gripið um sig í liðinu. Það er ráðist í töluverðar breytingar og uppbyggingu á nýju liði,“ sagði Logi en árið eftir varð Víkingur eins og frægt er Íslandsmeistari. Klippa: Sportið í kvöld - Logi er hann tók við Víking Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í kvöld Víkingur Reykjavík Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Sjá meira
Knattspyrnuþjálfarinn Logi Ólafsson segir að hann hafi endað sem þjálfari Víkinga árið 1990 eftir að hafa hitt formann knattspyrnudeildar félagsins á bar. Hann greindi frá þessu í þættinum Sportinu í kvöld. Logi tók við Víkingum árið 1990 eftir að hafa þrjú ár þar á undan gerð góða hluti með kvennalið Vals þar sem liðið vann flesta þá titla sem voru í boði. Hann var ekki með neitt í höndunum er hann hætti á Hlíðarenda en ferð á bar gerði honum að góðu. „Það kemur þannig til að ég hafði verið með Val í þrjú ár og ég ákvað að hætta þar. Ég var ekkert búinn að gera í mínum málum þegar ég hitti formann knattspyrnudeildar Víkings á förnum vegi,“ sagði Logi er hann gerði upp ferilinn. „Ég get alveg sagt þér það; það var á bar. Hann var að drekka ekki ég! En niðurstaðan varð sú að ég myndi hitta hann og ræða við hann. Við komumst að samkomulagi og ég er honum og stjórninni ævinlega þakklátur fyrir að hafa gefið mér þetta tækifæri.“ Logi segir að breytingarnar sem hafi verið ráðist í eftir hans fyrsta tímabil í Víkinni hafi skilað sér. Hann segir að þrír síðustu leikirnir tímabilið 1990 hafi gert honum það ljóst að breytingar þurfti að gera. „Yuri Sedov heitinn hafði verið þjálfari Víkings. Afskaplega góður þjálfari. Liðið hafði verið upp og niður í deildinni og á milli deilda. Það má segja að það hafi margt komið í ljós að þegar við tryggðum okkur í deildinni þegar þrír leikir voru eftir að þá töpuðum við síðustu þremur leikjunum.“ „Þá fannst mér eins og það hafi verið einhver meðalmanna hugsunarháttur sem hafði gripið um sig í liðinu. Það er ráðist í töluverðar breytingar og uppbyggingu á nýju liði,“ sagði Logi en árið eftir varð Víkingur eins og frægt er Íslandsmeistari. Klippa: Sportið í kvöld - Logi er hann tók við Víking Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í kvöld Víkingur Reykjavík Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Sjá meira