Basti er brattur en viðurkennir verðugt verkefni: „Oft hringt í mig þegar enginn annar vill það“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. maí 2020 19:30 Sebastian ætlar sér með Fram í úrslitakeppnina að ári. Vísir/Fram Sebastian er öllum unnendum íslenska handboltans kunnur eftir langan feril bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Fram sem leikur í Olís deild karla á næstu leiktíð. Ræddi hann við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld, um verkefnið sem er framundan sem og hvernig það væri að vera kominn á heimaslóðir en Basti lék með Fram frá 1998 til 2002. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilara hér að neðan. „Ég neit því ekkert að maður hefur í gegnum tíðina átt pláss einhverstaðar í hausnum fyrir möguleikann að þjálfa þetta félag. Ég ólst upp í hverfinu og spilaði fótbolta fyrir Fram sem drengur svo ætli þetta sé ekki í fjórða skiptið sem ég kem aftur í Fram,“ sagði Sebastian kíminn. „Ég myndi ljúga því ef ég segði ekki að það myndi kitla hjartað að fá að þjálfa þarna.“ Sebastian hefur verið ófeiminn við að fara sínar eigin leiðir þar sem hann hefur þjálfað undanfarin ár. „Þar sem ég hef þjálfað eru hlutirnir eins og ég vill að þeir séu. Ég hef sterka skoðun á því hvernig kúltur á að vera og hvernig leikmenn eiga að æfa, spila og haga sér. Það koma breytingar með mér, sama hvort það sé þörf á þeim eða ekki.“ „Ég er lítið fyrir það að gera hlutina eins og aðrir. Ég þarf í fyrsta lagi að skilja hlutina og vita hvað ég er að gera út frá minni sannfæringu. Þá geri ég þá líka eins vel og ég get. Verð því bara að fá að standa og falla með mínum hugmyndum.“ „Ég hef verið að taka að mér oft ... það er oft hringt í mig þegar enginn annar vill það.“ Markmið liðsins er skýrt: Að komast í 8-liða úrslit Íslandsmótsins. Nú þegar hefur liðið fengið liðsstyrk frá Færeyjum og Fjölni. „Það er ekkert launungamál að ég ætla mér með liðið í 8-liða úrslit á næsta ári. Svo verður bara að koma í ljós hvernig uppbyggingin kemur þaðan. Það þarf að endurskoða hlutina eftir tímabilið, hvort markmiðin náðust og hvort við séum í stakk búnir til að taka næsta skref en fyrsta skrefið er klárlega að liðið sé þátttakandi í 8-liða úrslitum næsta vor.“ „Kannski er ekki hægt að bóka sæti í 8-liða úrslitum en ég hef fulla trú á leikmönnunum og þeirri hugmyndafræði og leikskipulagi sem við komum til með að innleiða hjá liðinu. Ég hefði ekki tekið þetta að mér ef ég hefði ekki trú á því að ég gæti komið liðinu í 8-liða úrslit,“ sagði Basti að lokum við Gaupa í sólinni á Suðurlandsbrautinni í dag. Klippa: Sebastian ræðir verðugt verkefni í Safamýrinni Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Sportpakkinn Fram Tengdar fréttir Færeyskir landsliðsmenn í Fram Framarar halda áfram að safna liði fyrir næsta tímabil. Tveir færeyskir landsliðsmenn eru komnir til félagsins. 28. apríl 2020 13:30 Sebastian tekur við Fram Sebastian Alexandersson, betur þekktur sem Basti, hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Fram næstu þrjú árin. 14. mars 2020 12:49 Breki í fótspor föður síns og æskuvinar Framarar hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir næstu leiktíð í Olís-deild karla í handbolta en þeir hafa samið við Breka Dagsson, besta leikmann Fjölnis á síðustu leiktíð. 18. apríl 2020 17:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Sebastian er öllum unnendum íslenska handboltans kunnur eftir langan feril bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Fram sem leikur í Olís deild karla á næstu leiktíð. Ræddi hann við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld, um verkefnið sem er framundan sem og hvernig það væri að vera kominn á heimaslóðir en Basti lék með Fram frá 1998 til 2002. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilara hér að neðan. „Ég neit því ekkert að maður hefur í gegnum tíðina átt pláss einhverstaðar í hausnum fyrir möguleikann að þjálfa þetta félag. Ég ólst upp í hverfinu og spilaði fótbolta fyrir Fram sem drengur svo ætli þetta sé ekki í fjórða skiptið sem ég kem aftur í Fram,“ sagði Sebastian kíminn. „Ég myndi ljúga því ef ég segði ekki að það myndi kitla hjartað að fá að þjálfa þarna.“ Sebastian hefur verið ófeiminn við að fara sínar eigin leiðir þar sem hann hefur þjálfað undanfarin ár. „Þar sem ég hef þjálfað eru hlutirnir eins og ég vill að þeir séu. Ég hef sterka skoðun á því hvernig kúltur á að vera og hvernig leikmenn eiga að æfa, spila og haga sér. Það koma breytingar með mér, sama hvort það sé þörf á þeim eða ekki.“ „Ég er lítið fyrir það að gera hlutina eins og aðrir. Ég þarf í fyrsta lagi að skilja hlutina og vita hvað ég er að gera út frá minni sannfæringu. Þá geri ég þá líka eins vel og ég get. Verð því bara að fá að standa og falla með mínum hugmyndum.“ „Ég hef verið að taka að mér oft ... það er oft hringt í mig þegar enginn annar vill það.“ Markmið liðsins er skýrt: Að komast í 8-liða úrslit Íslandsmótsins. Nú þegar hefur liðið fengið liðsstyrk frá Færeyjum og Fjölni. „Það er ekkert launungamál að ég ætla mér með liðið í 8-liða úrslit á næsta ári. Svo verður bara að koma í ljós hvernig uppbyggingin kemur þaðan. Það þarf að endurskoða hlutina eftir tímabilið, hvort markmiðin náðust og hvort við séum í stakk búnir til að taka næsta skref en fyrsta skrefið er klárlega að liðið sé þátttakandi í 8-liða úrslitum næsta vor.“ „Kannski er ekki hægt að bóka sæti í 8-liða úrslitum en ég hef fulla trú á leikmönnunum og þeirri hugmyndafræði og leikskipulagi sem við komum til með að innleiða hjá liðinu. Ég hefði ekki tekið þetta að mér ef ég hefði ekki trú á því að ég gæti komið liðinu í 8-liða úrslit,“ sagði Basti að lokum við Gaupa í sólinni á Suðurlandsbrautinni í dag. Klippa: Sebastian ræðir verðugt verkefni í Safamýrinni
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Sportpakkinn Fram Tengdar fréttir Færeyskir landsliðsmenn í Fram Framarar halda áfram að safna liði fyrir næsta tímabil. Tveir færeyskir landsliðsmenn eru komnir til félagsins. 28. apríl 2020 13:30 Sebastian tekur við Fram Sebastian Alexandersson, betur þekktur sem Basti, hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Fram næstu þrjú árin. 14. mars 2020 12:49 Breki í fótspor föður síns og æskuvinar Framarar hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir næstu leiktíð í Olís-deild karla í handbolta en þeir hafa samið við Breka Dagsson, besta leikmann Fjölnis á síðustu leiktíð. 18. apríl 2020 17:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Færeyskir landsliðsmenn í Fram Framarar halda áfram að safna liði fyrir næsta tímabil. Tveir færeyskir landsliðsmenn eru komnir til félagsins. 28. apríl 2020 13:30
Sebastian tekur við Fram Sebastian Alexandersson, betur þekktur sem Basti, hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Fram næstu þrjú árin. 14. mars 2020 12:49
Breki í fótspor föður síns og æskuvinar Framarar hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir næstu leiktíð í Olís-deild karla í handbolta en þeir hafa samið við Breka Dagsson, besta leikmann Fjölnis á síðustu leiktíð. 18. apríl 2020 17:00
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti