„Þetta verður djúp dýfa og líklega sú mesta í lýðveldissögunni“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. maí 2020 18:35 Forsætisráðherra segir viðbúið að fjöldi fólks skipti um starfsvettvang á næstu misserum. Mikilvægt sé að auka fjölbreytni á íslenskum vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins sjá fram á mestu efnahagsdýfu í lýðveldissögunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir ráð fyrir að halli á ríkissjóði vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum verði á bilinu 250 til 300 milljarða króna vegna aukinna útgjalda og tekjufalls ríkissjóðs. Vasarnir séu þó ekki endalaust djúpir. „Úthaldið er ekki takmarakalaust og það þarf að vanda til þeirra aðgerða sem farið er í þannig að þær beri tilætlaðan árangur,“ segir Katrín. Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður hjá efnahagsdeild SA segir mikilvægt að fyrirtæki verði ekki látin bera þungan af því að greiða þennan halla. „ Nú þarf að horfa heildstætt á ríkisreksturinn horfa til hagræðinga, aukinnar skilvirkni og forgangsröðun þeirra fjármuna sem er úr að spila því við blasir að það verður ekki hægt að hækka skatta á laskað atvinnulíf þegar þetta er yfirstaðið,“ segir Ásdís. Um 60.000 manns hafa misst vinnuna að hluta eða öllu leyti síðustu mánuði. Ásdís segir að gert sé ráð fyrir 10-15% samdrætti á þessu ári. „Þetta verður djúp dýfa og líklega sú mesta í lýðveldissögunni,“ segir Ásdís. Það mun eiga sér stað tilflutningur á störfum frá ferðaþjónustunni inní aðrar atvinnugreinar. Forsætisráðherra segir að þegar sé byrjað að undirbúa nýtt vinnumarkaðsúrræði sem gætu hafist næsta haust. „Það skiptir mjög miklu máli að auka hér fjölbreytni í íslensku efnahagslífi og á vinnumarkaði Við höfum þegar lagt ákveðna fjármuni í og er til meðferðar á Alþingi til að tryggja bæði menntunartækifæri og önnur úrræði fyrir þá sem hafa misst vinnuna þannig að þeir geti hreyft sig til í starfi. Þetta er eitthvað sem við höfum reynslu af frá 2008 og 2009 þegar þúsundir manna sóttu sér nýja menntun og þjálfun og skiptu um starfsvettvang,“ segir Katrín. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Forsætisráðherra segir viðbúið að fjöldi fólks skipti um starfsvettvang á næstu misserum. Mikilvægt sé að auka fjölbreytni á íslenskum vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins sjá fram á mestu efnahagsdýfu í lýðveldissögunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir ráð fyrir að halli á ríkissjóði vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum verði á bilinu 250 til 300 milljarða króna vegna aukinna útgjalda og tekjufalls ríkissjóðs. Vasarnir séu þó ekki endalaust djúpir. „Úthaldið er ekki takmarakalaust og það þarf að vanda til þeirra aðgerða sem farið er í þannig að þær beri tilætlaðan árangur,“ segir Katrín. Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður hjá efnahagsdeild SA segir mikilvægt að fyrirtæki verði ekki látin bera þungan af því að greiða þennan halla. „ Nú þarf að horfa heildstætt á ríkisreksturinn horfa til hagræðinga, aukinnar skilvirkni og forgangsröðun þeirra fjármuna sem er úr að spila því við blasir að það verður ekki hægt að hækka skatta á laskað atvinnulíf þegar þetta er yfirstaðið,“ segir Ásdís. Um 60.000 manns hafa misst vinnuna að hluta eða öllu leyti síðustu mánuði. Ásdís segir að gert sé ráð fyrir 10-15% samdrætti á þessu ári. „Þetta verður djúp dýfa og líklega sú mesta í lýðveldissögunni,“ segir Ásdís. Það mun eiga sér stað tilflutningur á störfum frá ferðaþjónustunni inní aðrar atvinnugreinar. Forsætisráðherra segir að þegar sé byrjað að undirbúa nýtt vinnumarkaðsúrræði sem gætu hafist næsta haust. „Það skiptir mjög miklu máli að auka hér fjölbreytni í íslensku efnahagslífi og á vinnumarkaði Við höfum þegar lagt ákveðna fjármuni í og er til meðferðar á Alþingi til að tryggja bæði menntunartækifæri og önnur úrræði fyrir þá sem hafa misst vinnuna þannig að þeir geti hreyft sig til í starfi. Þetta er eitthvað sem við höfum reynslu af frá 2008 og 2009 þegar þúsundir manna sóttu sér nýja menntun og þjálfun og skiptu um starfsvettvang,“ segir Katrín.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira