„Þetta verður djúp dýfa og líklega sú mesta í lýðveldissögunni“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. maí 2020 18:35 Forsætisráðherra segir viðbúið að fjöldi fólks skipti um starfsvettvang á næstu misserum. Mikilvægt sé að auka fjölbreytni á íslenskum vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins sjá fram á mestu efnahagsdýfu í lýðveldissögunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir ráð fyrir að halli á ríkissjóði vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum verði á bilinu 250 til 300 milljarða króna vegna aukinna útgjalda og tekjufalls ríkissjóðs. Vasarnir séu þó ekki endalaust djúpir. „Úthaldið er ekki takmarakalaust og það þarf að vanda til þeirra aðgerða sem farið er í þannig að þær beri tilætlaðan árangur,“ segir Katrín. Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður hjá efnahagsdeild SA segir mikilvægt að fyrirtæki verði ekki látin bera þungan af því að greiða þennan halla. „ Nú þarf að horfa heildstætt á ríkisreksturinn horfa til hagræðinga, aukinnar skilvirkni og forgangsröðun þeirra fjármuna sem er úr að spila því við blasir að það verður ekki hægt að hækka skatta á laskað atvinnulíf þegar þetta er yfirstaðið,“ segir Ásdís. Um 60.000 manns hafa misst vinnuna að hluta eða öllu leyti síðustu mánuði. Ásdís segir að gert sé ráð fyrir 10-15% samdrætti á þessu ári. „Þetta verður djúp dýfa og líklega sú mesta í lýðveldissögunni,“ segir Ásdís. Það mun eiga sér stað tilflutningur á störfum frá ferðaþjónustunni inní aðrar atvinnugreinar. Forsætisráðherra segir að þegar sé byrjað að undirbúa nýtt vinnumarkaðsúrræði sem gætu hafist næsta haust. „Það skiptir mjög miklu máli að auka hér fjölbreytni í íslensku efnahagslífi og á vinnumarkaði Við höfum þegar lagt ákveðna fjármuni í og er til meðferðar á Alþingi til að tryggja bæði menntunartækifæri og önnur úrræði fyrir þá sem hafa misst vinnuna þannig að þeir geti hreyft sig til í starfi. Þetta er eitthvað sem við höfum reynslu af frá 2008 og 2009 þegar þúsundir manna sóttu sér nýja menntun og þjálfun og skiptu um starfsvettvang,“ segir Katrín. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Forsætisráðherra segir viðbúið að fjöldi fólks skipti um starfsvettvang á næstu misserum. Mikilvægt sé að auka fjölbreytni á íslenskum vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins sjá fram á mestu efnahagsdýfu í lýðveldissögunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir ráð fyrir að halli á ríkissjóði vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum verði á bilinu 250 til 300 milljarða króna vegna aukinna útgjalda og tekjufalls ríkissjóðs. Vasarnir séu þó ekki endalaust djúpir. „Úthaldið er ekki takmarakalaust og það þarf að vanda til þeirra aðgerða sem farið er í þannig að þær beri tilætlaðan árangur,“ segir Katrín. Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður hjá efnahagsdeild SA segir mikilvægt að fyrirtæki verði ekki látin bera þungan af því að greiða þennan halla. „ Nú þarf að horfa heildstætt á ríkisreksturinn horfa til hagræðinga, aukinnar skilvirkni og forgangsröðun þeirra fjármuna sem er úr að spila því við blasir að það verður ekki hægt að hækka skatta á laskað atvinnulíf þegar þetta er yfirstaðið,“ segir Ásdís. Um 60.000 manns hafa misst vinnuna að hluta eða öllu leyti síðustu mánuði. Ásdís segir að gert sé ráð fyrir 10-15% samdrætti á þessu ári. „Þetta verður djúp dýfa og líklega sú mesta í lýðveldissögunni,“ segir Ásdís. Það mun eiga sér stað tilflutningur á störfum frá ferðaþjónustunni inní aðrar atvinnugreinar. Forsætisráðherra segir að þegar sé byrjað að undirbúa nýtt vinnumarkaðsúrræði sem gætu hafist næsta haust. „Það skiptir mjög miklu máli að auka hér fjölbreytni í íslensku efnahagslífi og á vinnumarkaði Við höfum þegar lagt ákveðna fjármuni í og er til meðferðar á Alþingi til að tryggja bæði menntunartækifæri og önnur úrræði fyrir þá sem hafa misst vinnuna þannig að þeir geti hreyft sig til í starfi. Þetta er eitthvað sem við höfum reynslu af frá 2008 og 2009 þegar þúsundir manna sóttu sér nýja menntun og þjálfun og skiptu um starfsvettvang,“ segir Katrín.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira