Breskir ráðamenn hafna samanburði við Ítalíu Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2020 17:51 Samkomubann hefur verið í gildi á Bretlandi í um sex vikur. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Breskir ráðherrar segja ekki hægt að bera saman Bretland og Ítalíu þegar kemur að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. Bretland er nú það Evrópuland þar sem næst flestir hafa dáið og er á eftir Ítalíu. Alls hafa 28.446 dáið á Bretlandi en 28.884 á Ítalíu, samkvæmt tölum sem starfsmenn Johns Hopkins háskólans hafa tekið saman. Á upplýsingafundi í dag sagði ráðherrann Michael Gove að ríkisstjórnin hafi gert mistök í upphafi faraldursins. Hann sagði að þegar búið væri að ná tökum á faraldrinum þyrfti að spyrja alvarlegra spurninga varðandi það hvað Bretar geti lært af því hvernig brugðist var við faraldrinum í upphafi hans. „Án efa mun þessi ríkisstjórn, eins og aðra ríkisstjórnir, hafa gert mistök,“ hefur Sky News eftir Gove. Einnig kom fram á fundinnum að um þessar mundir væru fleiri að jafna sig af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, en smituðust. Boris Johnson, forsætisráðherra, mun kynna á fimmtudaginn tillögur sínar um það hvernig draga megi úr félagsforðun á Bretlandi en Gove sagði að íbúar þyrftu eflaust að búa við einhverjar takmarkanir þar til búið væri að þróa bóluefni. Mikill meirihluti Breta segir þó ekki tímabært að afnema félagsforðun. Sjá einnig: Fáir Bretar vilja draga úr félagsforðun Ríkisstjórn Johnson hefur verið gagnrýnd fyrir seinagang í upphafi faraldursins. Grant Shapps, samgönguráðherra, sagði ótækt að mikill fjöldi látinna á Bretlandi sýndi að ríkisstjórnin hefði haldið illa á málum. Málið sé mun flóknara en að bera saman fjölda látinna og raunin muni ekki vera ljós fyrr en eftir minnst ár, samkvæmt frétt Reuters. Aðrir embættismenn hafa slegið á svipaða strengi. Yfirmaður Hagstofu Bretlands hefur til að mynda sagt að mikið ósamræmi geti verið á milli ríkja varðandi það hvernig fjöldi látinna er tekinn saman. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Breskir ráðherrar segja ekki hægt að bera saman Bretland og Ítalíu þegar kemur að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. Bretland er nú það Evrópuland þar sem næst flestir hafa dáið og er á eftir Ítalíu. Alls hafa 28.446 dáið á Bretlandi en 28.884 á Ítalíu, samkvæmt tölum sem starfsmenn Johns Hopkins háskólans hafa tekið saman. Á upplýsingafundi í dag sagði ráðherrann Michael Gove að ríkisstjórnin hafi gert mistök í upphafi faraldursins. Hann sagði að þegar búið væri að ná tökum á faraldrinum þyrfti að spyrja alvarlegra spurninga varðandi það hvað Bretar geti lært af því hvernig brugðist var við faraldrinum í upphafi hans. „Án efa mun þessi ríkisstjórn, eins og aðra ríkisstjórnir, hafa gert mistök,“ hefur Sky News eftir Gove. Einnig kom fram á fundinnum að um þessar mundir væru fleiri að jafna sig af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, en smituðust. Boris Johnson, forsætisráðherra, mun kynna á fimmtudaginn tillögur sínar um það hvernig draga megi úr félagsforðun á Bretlandi en Gove sagði að íbúar þyrftu eflaust að búa við einhverjar takmarkanir þar til búið væri að þróa bóluefni. Mikill meirihluti Breta segir þó ekki tímabært að afnema félagsforðun. Sjá einnig: Fáir Bretar vilja draga úr félagsforðun Ríkisstjórn Johnson hefur verið gagnrýnd fyrir seinagang í upphafi faraldursins. Grant Shapps, samgönguráðherra, sagði ótækt að mikill fjöldi látinna á Bretlandi sýndi að ríkisstjórnin hefði haldið illa á málum. Málið sé mun flóknara en að bera saman fjölda látinna og raunin muni ekki vera ljós fyrr en eftir minnst ár, samkvæmt frétt Reuters. Aðrir embættismenn hafa slegið á svipaða strengi. Yfirmaður Hagstofu Bretlands hefur til að mynda sagt að mikið ósamræmi geti verið á milli ríkja varðandi það hvernig fjöldi látinna er tekinn saman.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira