Handbolti

Guðjón Valur meðal markahæstu manna í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðjón Valur í þann mund að skora eitt af 2103 mörkum sínum í þýsku úrvalsdeildinni.
Guðjón Valur í þann mund að skora eitt af 2103 mörkum sínum í þýsku úrvalsdeildinni. Alex Grimm/Bongarts/Getty Images

Fyrrum landsliðsfyrirliði Íslands í handbolta, Guðjón Valur Sigurðsson, lagði skóna á hilluna nýverið. Ferill hans var draumi líkastur en Guðjón Valur hefur verið á toppi handboltaheimsins í hartnær tvo áratugi. Lék hann sem atvinnumaður í Danmörku, Frakklandi, Spáni og Þýskalandi.

Þó hann hafi komið víða við á ferli sínum er hann samt sem áður 9. markahæsti leikmaður í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar. Guðjón lék 459 leiki með Gummersbach, Rhein-Neckar Löwen og Tusem Essen og skoraði 2103 mörk.

Guðjón varð markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni 2005 til 2006 þegar hann skoraði 264 mörk fyrir lið Gummerbach. Markahæsti leikmaður deildarinnar er Yoon Kyung-Shin frá Suður-Kóreu en hann skoraði á sínum tíma 2905 mörk í 406 leikjum.

Þá var Guðjón iðinn við kolann með íslenska landsliðinu en hann er markahæsti landsliðsmaður sögunnar með 1879 mörk í 365 leikjum.


Tengdar fréttir

Tíu toppar á ferli Guðjóns Vals

Vísir fer yfir tíu af stærstu augnablikunum á ferli Guðjóns Vals Sigurðssonar sem lagði skóna á hilluna í gær.

Guðjón Valur hættur

Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, tilkynnti það á Instagram að hann sé búinn að leggja handboltaskóna á hilluna




Fleiri fréttir

Sjá meira


×