Hafþór í verðmætan bardaga við reiðan Hall: „Þú baðst aldrei afsökunar“ Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2020 10:15 Hafþór Júlíus Björnsson hlakkar til að mæta Eddie Hall og lækka í honum rostann. VÍSIR/GETTY Hafþór Júlíus Björnsson er á leiðinni í boxhringinn gegn Eddie Hall sem sendir Hafþóri kaldar kveðjur á samfélagsmiðlum. Hafþór og Hall hafa marga hildi háð síðustu ár en í gær sló Hafþór heimsmet Bretans með því að lyfta 501 kg í réttstöðulyftu, einu kílói meira en Hall gerði árið 2016. Þeir hafa einnig mæst í keppninni Sterkasti maður heims þar sem Hall vann árið 2017 eftir harða keppni við Hafþór. Hafþór, sem hefur átta ár í röð komist á verðlaunapall í keppninni, vann hana árið 2018 og varð í 3. sæti í fyrra. Nú er komið að því að þeir mætist í boxhringnum. Eins og Hafþór greindi frá í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gær fékk hann tilboð frá Core Sports, sem ljóst er að hljóðar upp á að lágmarki 150 milljónir króna, um að mæta Hall í hnefaleikum. „Eddie, ég var að slá metið þitt og núna er ég tilbúinn að slá þig í rot í hringnum. Það er tími til kominn að þú látir verkin tala og skrifir undir samninginn við Core Sports. Ég er tilbúinn, ert þú tilbúinn Eddie?“ spurði Hafþór. Ekki stóð á svari. Klippa: Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu „Ég er 1.000 prósent að fara að skrifa undir þessa pappíra. Og þú veist af hverju ég mun skrifa undir. Það hefur ekkert að gera með þennan slag okkar í réttstöðulyftunni. Það er vegna þess að þú kallaðir mig svindlara á Sterkasta manni heims árið 2017. Ég get ekki látið eins og ekkert sé og gleymt því. Fólk kann að hafa gleymt þessu en þú baðst aldrei afsökunar,“ sagði Hall. „Þú heldur að þú hafi unnið þetta ár, burtséð frá því hvert verðlaunin fóru, og lést fólk vita af því. Ég get ekki sætt mig við það. Þess vegna skrifa ég undir. Mig langar nefnilega að kenna þér lexíu, og hún felst í því að ég steinroti þig,“ sagði Hall. Bretinn bætti við að hann hygðist rífa höfuðið af Hafþóri, nokkuð sem að „Fjallið“ gerði reyndar listavel í Game of Thrones þáttunum. Aflraunir Tengdar fréttir Sjáðu magnað heimsmet Hafþórs í réttstöðulyftu Hafþór Júlíus Björnsson setti rétt í þessu heimsmet í réttstöðulyftu. 2. maí 2020 17:14 Hafþór ætlar að setja rosalegt heimsmet í beinni: „Þetta á ekki að vera hægt“ Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson ætlar að setja heimsmet í réttstöðulyftu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um kl. 17 á laugardaginn. 30. apríl 2020 21:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson er á leiðinni í boxhringinn gegn Eddie Hall sem sendir Hafþóri kaldar kveðjur á samfélagsmiðlum. Hafþór og Hall hafa marga hildi háð síðustu ár en í gær sló Hafþór heimsmet Bretans með því að lyfta 501 kg í réttstöðulyftu, einu kílói meira en Hall gerði árið 2016. Þeir hafa einnig mæst í keppninni Sterkasti maður heims þar sem Hall vann árið 2017 eftir harða keppni við Hafþór. Hafþór, sem hefur átta ár í röð komist á verðlaunapall í keppninni, vann hana árið 2018 og varð í 3. sæti í fyrra. Nú er komið að því að þeir mætist í boxhringnum. Eins og Hafþór greindi frá í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gær fékk hann tilboð frá Core Sports, sem ljóst er að hljóðar upp á að lágmarki 150 milljónir króna, um að mæta Hall í hnefaleikum. „Eddie, ég var að slá metið þitt og núna er ég tilbúinn að slá þig í rot í hringnum. Það er tími til kominn að þú látir verkin tala og skrifir undir samninginn við Core Sports. Ég er tilbúinn, ert þú tilbúinn Eddie?“ spurði Hafþór. Ekki stóð á svari. Klippa: Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu „Ég er 1.000 prósent að fara að skrifa undir þessa pappíra. Og þú veist af hverju ég mun skrifa undir. Það hefur ekkert að gera með þennan slag okkar í réttstöðulyftunni. Það er vegna þess að þú kallaðir mig svindlara á Sterkasta manni heims árið 2017. Ég get ekki látið eins og ekkert sé og gleymt því. Fólk kann að hafa gleymt þessu en þú baðst aldrei afsökunar,“ sagði Hall. „Þú heldur að þú hafi unnið þetta ár, burtséð frá því hvert verðlaunin fóru, og lést fólk vita af því. Ég get ekki sætt mig við það. Þess vegna skrifa ég undir. Mig langar nefnilega að kenna þér lexíu, og hún felst í því að ég steinroti þig,“ sagði Hall. Bretinn bætti við að hann hygðist rífa höfuðið af Hafþóri, nokkuð sem að „Fjallið“ gerði reyndar listavel í Game of Thrones þáttunum.
Aflraunir Tengdar fréttir Sjáðu magnað heimsmet Hafþórs í réttstöðulyftu Hafþór Júlíus Björnsson setti rétt í þessu heimsmet í réttstöðulyftu. 2. maí 2020 17:14 Hafþór ætlar að setja rosalegt heimsmet í beinni: „Þetta á ekki að vera hægt“ Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson ætlar að setja heimsmet í réttstöðulyftu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um kl. 17 á laugardaginn. 30. apríl 2020 21:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Sjá meira
Sjáðu magnað heimsmet Hafþórs í réttstöðulyftu Hafþór Júlíus Björnsson setti rétt í þessu heimsmet í réttstöðulyftu. 2. maí 2020 17:14
Hafþór ætlar að setja rosalegt heimsmet í beinni: „Þetta á ekki að vera hægt“ Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson ætlar að setja heimsmet í réttstöðulyftu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um kl. 17 á laugardaginn. 30. apríl 2020 21:00