Hafþór ætlar að setja rosalegt heimsmet í beinni: „Þetta á ekki að vera hægt“ Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2020 21:00 Hafþórs Júlíus Björnsson er bjartsýnn á að ná heimsmetinu á laugardaginn. MYND/STÖÐ 2 SPORT Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson ætlar að setja heimsmet í réttstöðulyftu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um kl. 17 á laugardaginn. Hafþór ætlar að lyfta rúmlega hálfu tonni í réttstöðulyftu fyrstur manna, eða nákvæmlega 501 kílói. Takist það útilokar hann ekki að reyna við enn meiri þyngd. Heimsmetið í réttstöðulyftu, með búnaði, er slétt 500 kíló og er í eigu Eddie Hall. Fylgst verður með tilraun Hafþórs um allan heim: „Ástæðan fyrir því að þetta er að fá svona mikla athygli er að þetta á ekki að vera hægt. Hann tók þetta einu sinni og menn voru í raun orðlausir. Þetta var mikið afrek þá, og það hafa aðrir reynt þetta án árangurs,“ segir Hafþór í Sportinu í dag. Hann hefur mest lyft 470 kílóum í réttstöðulyftu en er bjartsýnn á að heimsmetið falli á laugardaginn. „Ég reyndi þetta einu sinni, á annarri stöng og ekki með búnað, og þá náði ég vigtinni að hnjám. Vinstri löppin mín rann smá til hliðar og ég missti þetta niður. Ég er í mun betra formi núna, búinn að æfa stíft og jafnt, bara fyrir þetta, þannig að ég hef góða trú á þessu,“ segir Hafþór en nánar er rætt við hann hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Hafþór stefnir á heimsmet Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Aflraunir Sportið í dag Tengdar fréttir Hafþór Júlíus sigrar á Arnold Strongman Classic mótinu Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson sigraði á Arnold Strongman Classic-mótinu, sem fer fram í Columbus í Ohio. 8. mars 2020 12:55 Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Sjá meira
Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson ætlar að setja heimsmet í réttstöðulyftu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um kl. 17 á laugardaginn. Hafþór ætlar að lyfta rúmlega hálfu tonni í réttstöðulyftu fyrstur manna, eða nákvæmlega 501 kílói. Takist það útilokar hann ekki að reyna við enn meiri þyngd. Heimsmetið í réttstöðulyftu, með búnaði, er slétt 500 kíló og er í eigu Eddie Hall. Fylgst verður með tilraun Hafþórs um allan heim: „Ástæðan fyrir því að þetta er að fá svona mikla athygli er að þetta á ekki að vera hægt. Hann tók þetta einu sinni og menn voru í raun orðlausir. Þetta var mikið afrek þá, og það hafa aðrir reynt þetta án árangurs,“ segir Hafþór í Sportinu í dag. Hann hefur mest lyft 470 kílóum í réttstöðulyftu en er bjartsýnn á að heimsmetið falli á laugardaginn. „Ég reyndi þetta einu sinni, á annarri stöng og ekki með búnað, og þá náði ég vigtinni að hnjám. Vinstri löppin mín rann smá til hliðar og ég missti þetta niður. Ég er í mun betra formi núna, búinn að æfa stíft og jafnt, bara fyrir þetta, þannig að ég hef góða trú á þessu,“ segir Hafþór en nánar er rætt við hann hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Hafþór stefnir á heimsmet Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Aflraunir Sportið í dag Tengdar fréttir Hafþór Júlíus sigrar á Arnold Strongman Classic mótinu Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson sigraði á Arnold Strongman Classic-mótinu, sem fer fram í Columbus í Ohio. 8. mars 2020 12:55 Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Sjá meira
Hafþór Júlíus sigrar á Arnold Strongman Classic mótinu Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson sigraði á Arnold Strongman Classic-mótinu, sem fer fram í Columbus í Ohio. 8. mars 2020 12:55