Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðapi til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir fóru yfir það sem er efst á baugi með tilliti til COVID-19 hér á landi. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans var gestur fundarins.
Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi, Stöð 2 Vísi og í textalýsingu hér að neðan.