Botna ekkert í yfirlýsingu HK: „Hlýtur að vera byggt á misskilningi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. apríl 2020 13:28 Pétur Árni hefur skrifað undir tveggja ára samning við Stjörnuna. vísir/bára Stjörnumenn skilja lítið í yfirlýsingunni sem HK-ingar sendu frá sér í gær varðandi félagaskipti Péturs Árna Haukssonar og segja að líklegast sé um misskilning að ræða. Í yfirlýsingu HK segir að Pétur Árni hafi verið samningsbundinn félaginu til 2021 og Stjarnan hafi rætt við hann án leyfis. HK hefur sent inn formlega kvörtun til HSÍ vegna málsins. „Það jaðrar við að maður geti bara sagt „no comment“ því við botnum ekkert í þessu,“ sagði Pétur Bjarnason, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, í samtali við Vísi í dag. „Við vissum ekki betur en að Pétur Árni væri búinn að ganga frá öllum sínum málum gagnvart þeim og hann kemur af fjöllum. Ég hef heldur ekkert heyrt í HSÍ út af þessu. Ég held að þetta sé byggt á einhverjum misskilningi.“ Samningur Péturs Árna við HK var til 30. júní 2021. „Ég sá persónulega ekki um þetta en mér skilst að hann hafi verið með svokallaðan einn plús einn samning sem er með riftunarákvæði eftir eitt ár,“ sagði Pétur. Hann segir að hvorki HSÍ né HK hafi haft samband við Stjörnuna vegna máls Péturs Árna. „Fyrir utan þessa yfirlýsingu vorum við bara í myrkrinu því við höfum ekki heyrt HSÍ eða HK. Okkur finnst mjög einkennilegt að kvarta við okkur og HSÍ í gegnum blöðin. Þetta hefði kannski verið blaðamatur ef þeir hefðu haft samband við okkur og við svarað þeim með dónaskap. En það var ekki svoleiðis. Ég held að þetta hljóti að vera misskilningur sem muni leysast,“ sagði Pétur. Stjarnan verður fjórða liðið sem Pétur Árni leikur með hér á landi. Auk HK hefur hann leikið með Gróttu og ÍR. Á síðasta tímabili var hann markahæsti leikmaður HK með 69 mörk. HK féll úr Olís-deildinni og leikur í Grill 66 deildinni á næsta tímabili. Stjarnan endaði hins vegar í 8. sæti og komst í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir ÍBV. Olís-deild karla Stjarnan HK Tengdar fréttir HK segir að Stjarnan hafi samið við samningsbundinn leikmann HK hefur sent inn kvörtun til HSÍ eftir að leikmaður samningsbundinn HK var allt í einu tilkynntur sem nýr leikmaður Stjörnunnar. 30. apríl 2020 09:00 Stjarnan semur við markahæstu leikmenn HK og KA Stjarnan ætlar sér stóra hluti í Olís-deild karla á næstu leiktíð og heldur áfram að bæta markamaskínum í sinn hóp. 25. apríl 2020 14:30 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira
Stjörnumenn skilja lítið í yfirlýsingunni sem HK-ingar sendu frá sér í gær varðandi félagaskipti Péturs Árna Haukssonar og segja að líklegast sé um misskilning að ræða. Í yfirlýsingu HK segir að Pétur Árni hafi verið samningsbundinn félaginu til 2021 og Stjarnan hafi rætt við hann án leyfis. HK hefur sent inn formlega kvörtun til HSÍ vegna málsins. „Það jaðrar við að maður geti bara sagt „no comment“ því við botnum ekkert í þessu,“ sagði Pétur Bjarnason, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, í samtali við Vísi í dag. „Við vissum ekki betur en að Pétur Árni væri búinn að ganga frá öllum sínum málum gagnvart þeim og hann kemur af fjöllum. Ég hef heldur ekkert heyrt í HSÍ út af þessu. Ég held að þetta sé byggt á einhverjum misskilningi.“ Samningur Péturs Árna við HK var til 30. júní 2021. „Ég sá persónulega ekki um þetta en mér skilst að hann hafi verið með svokallaðan einn plús einn samning sem er með riftunarákvæði eftir eitt ár,“ sagði Pétur. Hann segir að hvorki HSÍ né HK hafi haft samband við Stjörnuna vegna máls Péturs Árna. „Fyrir utan þessa yfirlýsingu vorum við bara í myrkrinu því við höfum ekki heyrt HSÍ eða HK. Okkur finnst mjög einkennilegt að kvarta við okkur og HSÍ í gegnum blöðin. Þetta hefði kannski verið blaðamatur ef þeir hefðu haft samband við okkur og við svarað þeim með dónaskap. En það var ekki svoleiðis. Ég held að þetta hljóti að vera misskilningur sem muni leysast,“ sagði Pétur. Stjarnan verður fjórða liðið sem Pétur Árni leikur með hér á landi. Auk HK hefur hann leikið með Gróttu og ÍR. Á síðasta tímabili var hann markahæsti leikmaður HK með 69 mörk. HK féll úr Olís-deildinni og leikur í Grill 66 deildinni á næsta tímabili. Stjarnan endaði hins vegar í 8. sæti og komst í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir ÍBV.
Olís-deild karla Stjarnan HK Tengdar fréttir HK segir að Stjarnan hafi samið við samningsbundinn leikmann HK hefur sent inn kvörtun til HSÍ eftir að leikmaður samningsbundinn HK var allt í einu tilkynntur sem nýr leikmaður Stjörnunnar. 30. apríl 2020 09:00 Stjarnan semur við markahæstu leikmenn HK og KA Stjarnan ætlar sér stóra hluti í Olís-deild karla á næstu leiktíð og heldur áfram að bæta markamaskínum í sinn hóp. 25. apríl 2020 14:30 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira
HK segir að Stjarnan hafi samið við samningsbundinn leikmann HK hefur sent inn kvörtun til HSÍ eftir að leikmaður samningsbundinn HK var allt í einu tilkynntur sem nýr leikmaður Stjörnunnar. 30. apríl 2020 09:00
Stjarnan semur við markahæstu leikmenn HK og KA Stjarnan ætlar sér stóra hluti í Olís-deild karla á næstu leiktíð og heldur áfram að bæta markamaskínum í sinn hóp. 25. apríl 2020 14:30