Samfylkingin vill styðja Icelandair með hlutabréfakaupum Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2020 12:41 Formaður Samfylkingarinnar og fjármálaráðherra tókust á um hvernig ætti að koma Icelandair til aðstoðar á Alþingi í morgun. vísir/vilhelm Formaður Samfylkingarinnar vill að ríkið aðstoði Icelandair með kaupum á hlutabréfum í fyrirtækinu eins og mörg önnur ríki hafi gert gagnvart sínum flugfélögum. Fjármálaráðherra segir þá leið alltaf eiga að vera síðasta úrræðið Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að stjórnvöld hafi ákveðið að greiða laun starfsmanna á uppsagnarfresti hjá öllum fyrirtækjum, stórum jafnt sem smáum. Í mörgum nágrannaríkjanna hafi stjórnvöld hins vegar gripið til almennra aðgerða fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki en sértækra aðgerða vegna stórra og kerfilslega mikilvægra fyrirtækja eins og flugfélaga. „Þannig eru fjölmörg ríki nú að koma til aðstoðar og eignast tímabundið í evrópskum flugfélögum. Íslenska ríkisstjórnin hefur ákveðið að fara aðra leið. Nú fær Icelandair í gegnum þessa leið líklega um sjö milljarða í sinn hlut. Það er helmingur markaðsvirðis fyrirtækisins og hæstvirtur ráðherra upplýsir hér að það gæti orðið meira,” sagði Logi. Formaður Samfylkingarinnar telur eðlilegt að ríkið eignist hlut í Icelandair á móti stuðningi sínum við fyrirtækið.Vísir/Vilhelm Auðvitað þyrfti að styðja þetta mikilvæga fyrirtæki sem væri alger lífæð til landsins. „Er eðlilegt að ráðstafa svo stórum upphæðum og jafnvel meiru í framhaldinu til að verja hlutafé fyrirtækis án þess að við eigum nokkurn möguleika á að fá það með beinum hætti til baka og eignast tímabundið í fyrirtækinu,” sagði formaður Samfylkingarinnar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði aðgerðir stjórnvalda ekki miða að því að verja hagsmuni hluthafa. Fjármálaráðherra segir að það ætti að vera síðasta úrræði stjórnvalda að eignast hlut í fyrirtækjum sem það aðstoðar.Vísir/Vilhelm „Nei ég tel ekki eðlilegt að verja hluthafana með slíku inngripi. Enda liggur það fyrir eins og é ger að skilja stöðuna að hluthafarnir eru að verða fyrir stórkostlegu tjóni þar sem félagið er að fara í hlutafjárútboð. Sem væntanlega mun þýða að núverandi hluthafar verða þynntir út,” sagði Bjarni. Það ætti ávalt að vera síðasti valkosturinn að ríkið kæmi inn í fyrirtæki sem hluthafi. Hlutabótaleiðin og greiðsla launa á uppsagnarfresti væri almenn aðgerð og kostnaður sem hvort eð er myndi lenda á ríkissjóði í ríkari mæli með gjaldþrotum fyrirtækja. „Hvers vegna vill háttvirtur þingmaður einungis ræða Icelandair? Hvers vegan boðar hann ekki þá stefnu sína að gegn stuðningi við fyrirtæki sem þurfa nauðsynlega að fá svigrúm til að endurskipuleggja sinn fjárhag vilji hann boða ríkisvæðingu allra slíkra fyrirtækja,” sagði fjármálaráðherra og Logi greip framm í; “það er ekki það sem talað var um.” „Það er bara það sem má skilja af orðum háttvirts þingmanns,” sagði Bjarni Benediktsson. Icelandair Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Samgöngur Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir 3500 uppsagnir í 32 hópuppsögnum undanfarinn sólarhring Um þrjú þúsund og fimm hundruð hafa misst vinnuna í hópuppsögnum 32 fyrirtækja síðasta sólarhringinn. 30. apríl 2020 10:44 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar vill að ríkið aðstoði Icelandair með kaupum á hlutabréfum í fyrirtækinu eins og mörg önnur ríki hafi gert gagnvart sínum flugfélögum. Fjármálaráðherra segir þá leið alltaf eiga að vera síðasta úrræðið Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að stjórnvöld hafi ákveðið að greiða laun starfsmanna á uppsagnarfresti hjá öllum fyrirtækjum, stórum jafnt sem smáum. Í mörgum nágrannaríkjanna hafi stjórnvöld hins vegar gripið til almennra aðgerða fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki en sértækra aðgerða vegna stórra og kerfilslega mikilvægra fyrirtækja eins og flugfélaga. „Þannig eru fjölmörg ríki nú að koma til aðstoðar og eignast tímabundið í evrópskum flugfélögum. Íslenska ríkisstjórnin hefur ákveðið að fara aðra leið. Nú fær Icelandair í gegnum þessa leið líklega um sjö milljarða í sinn hlut. Það er helmingur markaðsvirðis fyrirtækisins og hæstvirtur ráðherra upplýsir hér að það gæti orðið meira,” sagði Logi. Formaður Samfylkingarinnar telur eðlilegt að ríkið eignist hlut í Icelandair á móti stuðningi sínum við fyrirtækið.Vísir/Vilhelm Auðvitað þyrfti að styðja þetta mikilvæga fyrirtæki sem væri alger lífæð til landsins. „Er eðlilegt að ráðstafa svo stórum upphæðum og jafnvel meiru í framhaldinu til að verja hlutafé fyrirtækis án þess að við eigum nokkurn möguleika á að fá það með beinum hætti til baka og eignast tímabundið í fyrirtækinu,” sagði formaður Samfylkingarinnar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði aðgerðir stjórnvalda ekki miða að því að verja hagsmuni hluthafa. Fjármálaráðherra segir að það ætti að vera síðasta úrræði stjórnvalda að eignast hlut í fyrirtækjum sem það aðstoðar.Vísir/Vilhelm „Nei ég tel ekki eðlilegt að verja hluthafana með slíku inngripi. Enda liggur það fyrir eins og é ger að skilja stöðuna að hluthafarnir eru að verða fyrir stórkostlegu tjóni þar sem félagið er að fara í hlutafjárútboð. Sem væntanlega mun þýða að núverandi hluthafar verða þynntir út,” sagði Bjarni. Það ætti ávalt að vera síðasti valkosturinn að ríkið kæmi inn í fyrirtæki sem hluthafi. Hlutabótaleiðin og greiðsla launa á uppsagnarfresti væri almenn aðgerð og kostnaður sem hvort eð er myndi lenda á ríkissjóði í ríkari mæli með gjaldþrotum fyrirtækja. „Hvers vegna vill háttvirtur þingmaður einungis ræða Icelandair? Hvers vegan boðar hann ekki þá stefnu sína að gegn stuðningi við fyrirtæki sem þurfa nauðsynlega að fá svigrúm til að endurskipuleggja sinn fjárhag vilji hann boða ríkisvæðingu allra slíkra fyrirtækja,” sagði fjármálaráðherra og Logi greip framm í; “það er ekki það sem talað var um.” „Það er bara það sem má skilja af orðum háttvirts þingmanns,” sagði Bjarni Benediktsson.
Icelandair Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Samgöngur Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir 3500 uppsagnir í 32 hópuppsögnum undanfarinn sólarhring Um þrjú þúsund og fimm hundruð hafa misst vinnuna í hópuppsögnum 32 fyrirtækja síðasta sólarhringinn. 30. apríl 2020 10:44 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
3500 uppsagnir í 32 hópuppsögnum undanfarinn sólarhring Um þrjú þúsund og fimm hundruð hafa misst vinnuna í hópuppsögnum 32 fyrirtækja síðasta sólarhringinn. 30. apríl 2020 10:44