Isiah Thomas vann Jordan oftar en hann tapaði fyrir honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 17:00 MIchael Jordan vann NBA titilinn í fyrsta sinn 1991 eftir að hafa áður stöðvað tveggja ára sigurgöngu Isiah Thomas og félaga í Dertiot Pistons. Samsett/Getty Mikið hefur verið rætt um óvinina Michael Jordan og Isiah Thomas eftir þriðju og fjórðu þættina í heimildarþáttaröðinni the „The Last Dance“ en þeir voru frumsýndir síðasta sunnudag. Einvígi Detroit Pistons og Chicago Bulls á níunda áratugnum voru til umræðu í „The Last Dance“ en Isiah Thomas og félagar í Detroit Pistons enduðu þrjú tímabil í röð hjá Michael Jordan frá 1988 til 1990. Michael Jordan hafði síðan loksins betur vorið 1991 og varð í framhaldinu NBA meistari í fyrsta sinn. "Isiah Thomas is the only super star who can say he beat Bird, Magic and Jordan in their prime. And he did it without another top 50 teammate." @chris_Broussard reacts to episodes 3 and 4 of 'The Last Dance' pic.twitter.com/Ayy67YkRSD— First Things First (@FTFonFS1) April 27, 2020 Framkoma Isiah Thomas og hinna stjörnuleikmanna Detroit Pistons þótti ekki mjög merkileg en þeir stungu af úr salnum áður en lokaleikurinn kláraðist. Michael Jordan kom í veg fyrir að Isiah Thomas væri valinn í draumalið NBA á ÓL í Barcelona 1992 og eins og kom fram í síðasta þætti af „The Last Dance“ þá er hann ekki búinn að fyrirgefa Thomas næstum því þremur áratugum síðar. Isiah Thomas varð að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla þegar hann var 32 ára en þá átti Jordan eftir að vinna þrjá af sex titlum sínum. Það er samt athyglisvert að skoða þá leiki þar sem þeir Mihcael Jordan og Isiah Thomas mættust á körfuboltavellinum í NBA deildinni. Isiah Thomas: "I didn't understand being booed in Chicago Stadium and I took it personally... I used to tell Michael, You might wear Chicago on your chest, but I'll show you what Chicago guys play like.'"Required reading before #TheLastDance:— Chicago Bulls (@chicagobulls) April 26, 2020 Isiah Thomas vann nefnilega Jordan oftar en hann tapaði fyrir honum, bæði í 43 deildarleikjum sem og í 22 leikjum þeirra í úrslitakeppni. Isiah Thomas fagnaði 24 sinnum sigri í 43 deildarleikjum og vann 12 af 22 leikjum í úrslitakeppninni. Við erum því að tala um að Isiah Thomas hafði betur á móti Jordan í 55 prósent leikja þeirra eða í 36 af 65 leikjum. Þegar kom að úrslitakeppninni 1991 var Isiah Thomas búinn að fagna sigri í 12 af 18 leikjum þeirra en Chicago Bulls sópaði Detroit út úr úrslitakeppninni 1991 og liðin mættust ekki aftur með þessa kappa innanborðs. Fun fact: Isiah Thomas was Michael Jordan's coach in his last All-Star GameI have never seen two faker smiles in my life pic.twitter.com/XN9aG4b4IX— Tyler Conway (@jtylerconway) April 27, 2020 Í deildarleikjum þeirra var Michael Jordan með 31,6 stig og 5,5 stoðsendingar í leik í deildarleikjum þeirra en Isiah Thomas skoraði 21,0 stig og gaf 9,3 stoðsendingar í leik á móti Jordan. Í úrslitakeppninni var Isiah Thomas með 18,9 stig og 8,3 stoðsendingar í leik en Jordan bauð upp á 30,0 stig og 6,1 stoðsendingu í leik í leikjum sínum á móti Thomas og félögum. Það má finna alla tölfræðina úr innbyrðis leikjum þeirra tveggja með því að smella hér. What's really behind Michael Jordan's beef with Isiah Thomas? pic.twitter.com/CRxzrjLN3D— Highly Quarantined (@HQonESPN) April 27, 2020 NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um óvinina Michael Jordan og Isiah Thomas eftir þriðju og fjórðu þættina í heimildarþáttaröðinni the „The Last Dance“ en þeir voru frumsýndir síðasta sunnudag. Einvígi Detroit Pistons og Chicago Bulls á níunda áratugnum voru til umræðu í „The Last Dance“ en Isiah Thomas og félagar í Detroit Pistons enduðu þrjú tímabil í röð hjá Michael Jordan frá 1988 til 1990. Michael Jordan hafði síðan loksins betur vorið 1991 og varð í framhaldinu NBA meistari í fyrsta sinn. "Isiah Thomas is the only super star who can say he beat Bird, Magic and Jordan in their prime. And he did it without another top 50 teammate." @chris_Broussard reacts to episodes 3 and 4 of 'The Last Dance' pic.twitter.com/Ayy67YkRSD— First Things First (@FTFonFS1) April 27, 2020 Framkoma Isiah Thomas og hinna stjörnuleikmanna Detroit Pistons þótti ekki mjög merkileg en þeir stungu af úr salnum áður en lokaleikurinn kláraðist. Michael Jordan kom í veg fyrir að Isiah Thomas væri valinn í draumalið NBA á ÓL í Barcelona 1992 og eins og kom fram í síðasta þætti af „The Last Dance“ þá er hann ekki búinn að fyrirgefa Thomas næstum því þremur áratugum síðar. Isiah Thomas varð að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla þegar hann var 32 ára en þá átti Jordan eftir að vinna þrjá af sex titlum sínum. Það er samt athyglisvert að skoða þá leiki þar sem þeir Mihcael Jordan og Isiah Thomas mættust á körfuboltavellinum í NBA deildinni. Isiah Thomas: "I didn't understand being booed in Chicago Stadium and I took it personally... I used to tell Michael, You might wear Chicago on your chest, but I'll show you what Chicago guys play like.'"Required reading before #TheLastDance:— Chicago Bulls (@chicagobulls) April 26, 2020 Isiah Thomas vann nefnilega Jordan oftar en hann tapaði fyrir honum, bæði í 43 deildarleikjum sem og í 22 leikjum þeirra í úrslitakeppni. Isiah Thomas fagnaði 24 sinnum sigri í 43 deildarleikjum og vann 12 af 22 leikjum í úrslitakeppninni. Við erum því að tala um að Isiah Thomas hafði betur á móti Jordan í 55 prósent leikja þeirra eða í 36 af 65 leikjum. Þegar kom að úrslitakeppninni 1991 var Isiah Thomas búinn að fagna sigri í 12 af 18 leikjum þeirra en Chicago Bulls sópaði Detroit út úr úrslitakeppninni 1991 og liðin mættust ekki aftur með þessa kappa innanborðs. Fun fact: Isiah Thomas was Michael Jordan's coach in his last All-Star GameI have never seen two faker smiles in my life pic.twitter.com/XN9aG4b4IX— Tyler Conway (@jtylerconway) April 27, 2020 Í deildarleikjum þeirra var Michael Jordan með 31,6 stig og 5,5 stoðsendingar í leik í deildarleikjum þeirra en Isiah Thomas skoraði 21,0 stig og gaf 9,3 stoðsendingar í leik á móti Jordan. Í úrslitakeppninni var Isiah Thomas með 18,9 stig og 8,3 stoðsendingar í leik en Jordan bauð upp á 30,0 stig og 6,1 stoðsendingu í leik í leikjum sínum á móti Thomas og félögum. Það má finna alla tölfræðina úr innbyrðis leikjum þeirra tveggja með því að smella hér. What's really behind Michael Jordan's beef with Isiah Thomas? pic.twitter.com/CRxzrjLN3D— Highly Quarantined (@HQonESPN) April 27, 2020
NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira