Tom Hagen í fjögurra vikna gæsluvarðhald Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. apríl 2020 17:58 Rannsóknarlögreglumenn gerðu húsleit á vinnustað Tom Hagen í dag og sjást hér bera gögn út í bíl. EPA/HAKON MOSVOLD LARSEN Norski auðjöfurinn Tom Hagen hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald, grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen að bana í október 2018 eða að hafa átt aðild að morðinu. Frá þessu greina norskir fjölmiðlar en Hagen var handtekinn í gær. Hann neitar sök í málinu og segir verjandi hans, Svein Holden, málatilbúnað ákæruvaldsins byggðan á veikum grunni. Að því er segir í frétt NRK mun Hagen vera í algjörri einangrun fyrstu tvær vikurnar en sæta bréfa,- heimsóknar- og fjölmiðlabanni allan tímann sem hann er í haldi. Í úrskurði dómstólsins segir að raunveruleg hætta sé á því að Hagen eyðileggi sönnunargögn gangi hann laus. Hann gæti þannig fjarlægt eða eyðilagt sönnunargögn á stöðum sem lögreglan hefur ekki rannsakað nú þegar eða á eftir að rannsaka nánar. Þá er einnig talin hætta á því að hann muni reyna að samræma framburð sinn við aðra sem kunna að eiga hlut að máli. Þess vegna er algjör einangrun í tvær vikur réttlætanleg að mati dómstólsins. Lögfræðingur norsku lögreglunnar, Mathias Emil Hager, biður um þolinmæði á meðan að lögreglan leggst í þær rannsóknir sem nú eru fram undan. Rannsóknin sé nú í nýjum fasa og lögreglan þurfi frið til þess að sinna næstu skrefum. Þá staðfestir Hager að þörf sé á því að yfirheyra Tom Hagen frekar. „Lykilatriðið er að skýra hvert hlutverk hans er í málinu, finna Anne-Elisabeth og komast að því hvort fleiri séu viðriðnir málið. Í stuttu máli sagt viljum við vita hver hefur gert hvað, hvernig og hvers vegna,“ segir Hager. Holden, verjandi Hagen, segir málatilbúnað lögreglunnar byggja á afar veikum grunni. Hans krafa er sú að skjólstæðingur hans verði látinn laus. Þinghald vegna gæsluvarðhaldskröfunnar hófst klukkan 12 í dag og stóð því í nokkra klukkutíma sem er ekki algengt. Hagen svaraði spurningum fyrir dómi en þinghaldið var lokað fjölmiðlum. Fréttin hefur verið uppfærð. Noregur Anne-Elisabeth Hagen Tengdar fréttir Konan sem hvarf og hægláti auðjöfurinn sem saknaði hennar „Mannránið“ sem skók Noreg, hvarf Anne-Elisabeth Hagen, náði óvæntum vendipunkti í gær. Hér verður reynt að varpa ljósi á feril þessa merkilega máls og vendingar átján mánaða lögreglurannsóknar. 29. apríl 2020 08:45 Tom Hagen grunaður um morðið á Anne-Elisabeth Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth Hagen sem ekkert hefur spurst til síðan í október 2018, er grunaður um morð, eða að eiga hlut að morði, á eiginkonu sinni. 28. apríl 2020 08:53 Eiginmaður Tom Hagen, eiginmaður Anne Elisabeth Hagen sem hvarf af heimili sínu í október 2018, var handtekinn við heimili sitt í Lorenskógi á leið til vinnu í morgun. 28. apríl 2020 07:14 Eiginmaður Anne-Elisabeth handtekinn Tom Hagen, eiginmaður Anne Elisabeth Hagen sem hvarf af heimili sínu í október 2018, var handtekinn við heimili sitt í Lorenskógi á leið til vinnu í morgun. 28. apríl 2020 07:14 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Norski auðjöfurinn Tom Hagen hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald, grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen að bana í október 2018 eða að hafa átt aðild að morðinu. Frá þessu greina norskir fjölmiðlar en Hagen var handtekinn í gær. Hann neitar sök í málinu og segir verjandi hans, Svein Holden, málatilbúnað ákæruvaldsins byggðan á veikum grunni. Að því er segir í frétt NRK mun Hagen vera í algjörri einangrun fyrstu tvær vikurnar en sæta bréfa,- heimsóknar- og fjölmiðlabanni allan tímann sem hann er í haldi. Í úrskurði dómstólsins segir að raunveruleg hætta sé á því að Hagen eyðileggi sönnunargögn gangi hann laus. Hann gæti þannig fjarlægt eða eyðilagt sönnunargögn á stöðum sem lögreglan hefur ekki rannsakað nú þegar eða á eftir að rannsaka nánar. Þá er einnig talin hætta á því að hann muni reyna að samræma framburð sinn við aðra sem kunna að eiga hlut að máli. Þess vegna er algjör einangrun í tvær vikur réttlætanleg að mati dómstólsins. Lögfræðingur norsku lögreglunnar, Mathias Emil Hager, biður um þolinmæði á meðan að lögreglan leggst í þær rannsóknir sem nú eru fram undan. Rannsóknin sé nú í nýjum fasa og lögreglan þurfi frið til þess að sinna næstu skrefum. Þá staðfestir Hager að þörf sé á því að yfirheyra Tom Hagen frekar. „Lykilatriðið er að skýra hvert hlutverk hans er í málinu, finna Anne-Elisabeth og komast að því hvort fleiri séu viðriðnir málið. Í stuttu máli sagt viljum við vita hver hefur gert hvað, hvernig og hvers vegna,“ segir Hager. Holden, verjandi Hagen, segir málatilbúnað lögreglunnar byggja á afar veikum grunni. Hans krafa er sú að skjólstæðingur hans verði látinn laus. Þinghald vegna gæsluvarðhaldskröfunnar hófst klukkan 12 í dag og stóð því í nokkra klukkutíma sem er ekki algengt. Hagen svaraði spurningum fyrir dómi en þinghaldið var lokað fjölmiðlum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Noregur Anne-Elisabeth Hagen Tengdar fréttir Konan sem hvarf og hægláti auðjöfurinn sem saknaði hennar „Mannránið“ sem skók Noreg, hvarf Anne-Elisabeth Hagen, náði óvæntum vendipunkti í gær. Hér verður reynt að varpa ljósi á feril þessa merkilega máls og vendingar átján mánaða lögreglurannsóknar. 29. apríl 2020 08:45 Tom Hagen grunaður um morðið á Anne-Elisabeth Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth Hagen sem ekkert hefur spurst til síðan í október 2018, er grunaður um morð, eða að eiga hlut að morði, á eiginkonu sinni. 28. apríl 2020 08:53 Eiginmaður Tom Hagen, eiginmaður Anne Elisabeth Hagen sem hvarf af heimili sínu í október 2018, var handtekinn við heimili sitt í Lorenskógi á leið til vinnu í morgun. 28. apríl 2020 07:14 Eiginmaður Anne-Elisabeth handtekinn Tom Hagen, eiginmaður Anne Elisabeth Hagen sem hvarf af heimili sínu í október 2018, var handtekinn við heimili sitt í Lorenskógi á leið til vinnu í morgun. 28. apríl 2020 07:14 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Konan sem hvarf og hægláti auðjöfurinn sem saknaði hennar „Mannránið“ sem skók Noreg, hvarf Anne-Elisabeth Hagen, náði óvæntum vendipunkti í gær. Hér verður reynt að varpa ljósi á feril þessa merkilega máls og vendingar átján mánaða lögreglurannsóknar. 29. apríl 2020 08:45
Tom Hagen grunaður um morðið á Anne-Elisabeth Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth Hagen sem ekkert hefur spurst til síðan í október 2018, er grunaður um morð, eða að eiga hlut að morði, á eiginkonu sinni. 28. apríl 2020 08:53
Eiginmaður Tom Hagen, eiginmaður Anne Elisabeth Hagen sem hvarf af heimili sínu í október 2018, var handtekinn við heimili sitt í Lorenskógi á leið til vinnu í morgun. 28. apríl 2020 07:14
Eiginmaður Anne-Elisabeth handtekinn Tom Hagen, eiginmaður Anne Elisabeth Hagen sem hvarf af heimili sínu í október 2018, var handtekinn við heimili sitt í Lorenskógi á leið til vinnu í morgun. 28. apríl 2020 07:14