Þjálfarinn lét hann velja á milli markametsins og Íslandsmeistaratitilsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2020 17:00 Guðmundur Torfason fagnar Íslandsmeistaratitlinum 1986 á síðum Tímans. Mynd/Tíminn Guðmundur Torfason var fyrstur manna til að jafna markamet Péturs Péturssonar en hann náði ekki að skora mark númer tuttugu þrátt fyrir að fá einn leik í viðbót. Guðmundur á skýringu á því. Guðmundur Torfason rifjaði upp sögu sína í viðtali við Fótbolta.net en hann var gestur vikunnar hjá Hafliða Breiðfjörð í hlaðvarpsþættinum Miðjunni. Pétur Pétursson varð fyrstur allra til að skora nítján mörk í efstu deild en það gerði hann nítján ára gamall sumarið 1978. Guðmundur raðaði inn mörkunum sumarið 1986 og var kominn upp í nítján mörk með því að skora tvö mörk í næstsíðasta leiknum á móti Víði. Guðmundur átti þá enn eftir einn leik sem var á móti KR í lokaumferðinni til að slá metið en Framliðið var líka að berjast um Íslandsmeistaratitilinn við Val. KR-ingar voru kannski bara í fjórða sætinu, níu stigum á eftir Fram en þeir höfðu í leiknum á undan skotið Valsmenn niður úr toppsætið með því að vinna þá 3-0 á Hlíðarenda. Hvort viltu markamet eða Íslandsmeistaratitil? https://t.co/LNDcLpliq9— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 29, 2020 Guðmundur sagði Hafliða Breiðfjörð frá samtali við Ásgeir Elíasson þjálfara Fram á þeim tíma. „Ég hafði tækifæri á að bæta metið en Geiri kom til mín og spurði hvort viltu bæta metið eða verða Íslandsmeistari? Ég svaraði 'bæði'. Hann sagði 'það er ekki hægt því þú átt að vera á miðjunni'," sagði Guðmundur í Miðjunni. „Gunnar Gíslason var mjög öflugur hjá KR og ég átti að dekka hann og var því meira og minna í varnarhlutverki. Það mátti ekki tapa þessum leik og það var skrítin aðferðarfræði notuð. Geiri átti það til að koma með svona vinkla á leiki. Ég sagði bara 'ok geri það' og hlýddi bara þjálfaranum. Við vorum heppnir því KR átti skot í stöngina og voru með frábært lið en leikurinn fór 0-0 og fögnuðum titilinum." Willum Þór Þórsson átti þetta fræga stangarskot en Framliðið náði í stigið sem það vantaði og vann Íslandsmeistaratitilinn á markatölu. Markatala Fram var 39-13 en markatala Valsliðsins var 31-11. Þarna munaði fimm mörkum. Guðni Bergsson, núverandi formaður KSÍ, tryggði Valsmönnum 3-2 sigur á Akranesi og hefði því tryggt Hlíðarendaliðinu Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð ef KR-ingar hefðu nýtt eitt af færunum sínum. Guðmundur Torfason varð annar leikmaðurinn til að ná 19 mörkum á eftir Pétri Péturssyni (1978). Í kjölfarið komust í hópinn þeir Þórður Guðjónsson (1993), Tryggvi Guðmundsson (1997) og Andri Rúnar Bjarnason (2017). Guðmundur bætti ekki markametið en hann á það samt ennþá 34 árum síðar. Íslenski boltinn Fram Pepsi Max-deild karla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fleiri fréttir Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Sjá meira
Guðmundur Torfason var fyrstur manna til að jafna markamet Péturs Péturssonar en hann náði ekki að skora mark númer tuttugu þrátt fyrir að fá einn leik í viðbót. Guðmundur á skýringu á því. Guðmundur Torfason rifjaði upp sögu sína í viðtali við Fótbolta.net en hann var gestur vikunnar hjá Hafliða Breiðfjörð í hlaðvarpsþættinum Miðjunni. Pétur Pétursson varð fyrstur allra til að skora nítján mörk í efstu deild en það gerði hann nítján ára gamall sumarið 1978. Guðmundur raðaði inn mörkunum sumarið 1986 og var kominn upp í nítján mörk með því að skora tvö mörk í næstsíðasta leiknum á móti Víði. Guðmundur átti þá enn eftir einn leik sem var á móti KR í lokaumferðinni til að slá metið en Framliðið var líka að berjast um Íslandsmeistaratitilinn við Val. KR-ingar voru kannski bara í fjórða sætinu, níu stigum á eftir Fram en þeir höfðu í leiknum á undan skotið Valsmenn niður úr toppsætið með því að vinna þá 3-0 á Hlíðarenda. Hvort viltu markamet eða Íslandsmeistaratitil? https://t.co/LNDcLpliq9— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 29, 2020 Guðmundur sagði Hafliða Breiðfjörð frá samtali við Ásgeir Elíasson þjálfara Fram á þeim tíma. „Ég hafði tækifæri á að bæta metið en Geiri kom til mín og spurði hvort viltu bæta metið eða verða Íslandsmeistari? Ég svaraði 'bæði'. Hann sagði 'það er ekki hægt því þú átt að vera á miðjunni'," sagði Guðmundur í Miðjunni. „Gunnar Gíslason var mjög öflugur hjá KR og ég átti að dekka hann og var því meira og minna í varnarhlutverki. Það mátti ekki tapa þessum leik og það var skrítin aðferðarfræði notuð. Geiri átti það til að koma með svona vinkla á leiki. Ég sagði bara 'ok geri það' og hlýddi bara þjálfaranum. Við vorum heppnir því KR átti skot í stöngina og voru með frábært lið en leikurinn fór 0-0 og fögnuðum titilinum." Willum Þór Þórsson átti þetta fræga stangarskot en Framliðið náði í stigið sem það vantaði og vann Íslandsmeistaratitilinn á markatölu. Markatala Fram var 39-13 en markatala Valsliðsins var 31-11. Þarna munaði fimm mörkum. Guðni Bergsson, núverandi formaður KSÍ, tryggði Valsmönnum 3-2 sigur á Akranesi og hefði því tryggt Hlíðarendaliðinu Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð ef KR-ingar hefðu nýtt eitt af færunum sínum. Guðmundur Torfason varð annar leikmaðurinn til að ná 19 mörkum á eftir Pétri Péturssyni (1978). Í kjölfarið komust í hópinn þeir Þórður Guðjónsson (1993), Tryggvi Guðmundsson (1997) og Andri Rúnar Bjarnason (2017). Guðmundur bætti ekki markametið en hann á það samt ennþá 34 árum síðar.
Íslenski boltinn Fram Pepsi Max-deild karla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fleiri fréttir Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Sjá meira