265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. apríl 2020 12:08 Vinnumálastofnun hefur fengið tilkynningar um átta hópuppsagnir og viðbúið er að þeim muni fjölga. Vísir/Hanna Vinnumálastofnun hafa borist átta tilkynningar um hópuppsagnir frá því í gær og er viðbúið að þeim fjölgi í dag og á morgun. 265 missa vinnuna í þessum átta hópuppsögnum og allar nema ein tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Greiðslur úr atvinnuleysistryggingastjóði gætu dregist um mánaðamótin vegna mikils álags hjá stofnuninni. Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu hafa almennt lýst nokkurri ánægju með þær aðgerðir sem ríkisstjórnin greindi frá í gær. Hlutastarfaleiðin verður framlengd út ágúst en lágmarksstarfshlutfall sem miðað er við hækkar úr 25 í 50% í júlí. Þá verða settar tímabundið einfaldari reglur um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja og loks gefst fyrirtækjum kostur á að sækja um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, háð skilyrðum. Þetta þýðir að mörg fyrirtæki grípa til þess ráðs að segja upp starfsfólki til að forða rekstrinum frá gjaldþroti. Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40% starfsfólks fyrirtækisins. Íslandshótel gera ráð fyrir að segja upp um 230 af 530 starfsmönnum að því er fram kom í fréttum Rúv í gær og Isavia hefur sagt upp 30 til viðbótar við þær uppsagnir sem þegar var búið að grípa til og enn fleiri verða lækkaðir í starfshlutfalli, svo fátt eitt sé nefnt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru mörg önnur stærri og smærri ferðaþjónustufyrirtæki að grípa til uppsagna í dag og á morgun. Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. „Núna þá eru komnar tilkynningar um hópuppsagnir frá átta fyrirtækjum og inni í því eru sem sagt varðar þetta 265 einstaklinga, starfsmenn allt í allt. Þetta er fyrir utan það sem Icelandair mun tilkynna okkur væntanlega í dag eða á morgun,“ segir Unnur í samtali við fréttastofu rétt fyrir hádegi í dag. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/Egill Viðbúið sé að tilkynningum um hópuppsagnir muni fjölga. „Þetta eru allt saman fyrirtæki sem tengjast ferðaþjónustunni utan eitt sem er fiskvinnsla. Þar eru 15 manns sem eru í uppsögnum þar og það þá skýrist af loðnubresti og einhverjum aflabresti,“ segir Unnir. Gríðarlegt álag sé á stofnuninni en þegar eru rúmlega fimmtíu þúsund manns á atvinnuleysisskrá eða á hlutabótum. „Við náttúrlega erum að hlaupa eins hratt og við mögulega getum en ég hef nú sagt það áður að ég á nú alveg von á því að það muni einhverjum greiðslum seinka. Ég á ekki von á að við getum verið með þetta upp á punkt og prik og allir verði búnir að fá greitt um mánaðamótin, því miður,“ segir Unnur. „Þetta er fjöldi sem að við höfum aldrei séð áður og ég held að við hefðum aldrei getað undirbúið okkur undir þetta,“ segir Unnur. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40 Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar sagt upp Rúmlega hundrað starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf en í lægra starfshlutfalli. 29. apríl 2020 11:54 Meirihluta starfsmanna Iceland Travel sagt upp „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ segir framkvæmdastjóri Iceland Travel 29. apríl 2020 11:46 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Vinnumálastofnun hafa borist átta tilkynningar um hópuppsagnir frá því í gær og er viðbúið að þeim fjölgi í dag og á morgun. 265 missa vinnuna í þessum átta hópuppsögnum og allar nema ein tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Greiðslur úr atvinnuleysistryggingastjóði gætu dregist um mánaðamótin vegna mikils álags hjá stofnuninni. Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu hafa almennt lýst nokkurri ánægju með þær aðgerðir sem ríkisstjórnin greindi frá í gær. Hlutastarfaleiðin verður framlengd út ágúst en lágmarksstarfshlutfall sem miðað er við hækkar úr 25 í 50% í júlí. Þá verða settar tímabundið einfaldari reglur um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja og loks gefst fyrirtækjum kostur á að sækja um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, háð skilyrðum. Þetta þýðir að mörg fyrirtæki grípa til þess ráðs að segja upp starfsfólki til að forða rekstrinum frá gjaldþroti. Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40% starfsfólks fyrirtækisins. Íslandshótel gera ráð fyrir að segja upp um 230 af 530 starfsmönnum að því er fram kom í fréttum Rúv í gær og Isavia hefur sagt upp 30 til viðbótar við þær uppsagnir sem þegar var búið að grípa til og enn fleiri verða lækkaðir í starfshlutfalli, svo fátt eitt sé nefnt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru mörg önnur stærri og smærri ferðaþjónustufyrirtæki að grípa til uppsagna í dag og á morgun. Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. „Núna þá eru komnar tilkynningar um hópuppsagnir frá átta fyrirtækjum og inni í því eru sem sagt varðar þetta 265 einstaklinga, starfsmenn allt í allt. Þetta er fyrir utan það sem Icelandair mun tilkynna okkur væntanlega í dag eða á morgun,“ segir Unnur í samtali við fréttastofu rétt fyrir hádegi í dag. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/Egill Viðbúið sé að tilkynningum um hópuppsagnir muni fjölga. „Þetta eru allt saman fyrirtæki sem tengjast ferðaþjónustunni utan eitt sem er fiskvinnsla. Þar eru 15 manns sem eru í uppsögnum þar og það þá skýrist af loðnubresti og einhverjum aflabresti,“ segir Unnir. Gríðarlegt álag sé á stofnuninni en þegar eru rúmlega fimmtíu þúsund manns á atvinnuleysisskrá eða á hlutabótum. „Við náttúrlega erum að hlaupa eins hratt og við mögulega getum en ég hef nú sagt það áður að ég á nú alveg von á því að það muni einhverjum greiðslum seinka. Ég á ekki von á að við getum verið með þetta upp á punkt og prik og allir verði búnir að fá greitt um mánaðamótin, því miður,“ segir Unnur. „Þetta er fjöldi sem að við höfum aldrei séð áður og ég held að við hefðum aldrei getað undirbúið okkur undir þetta,“ segir Unnur.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40 Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar sagt upp Rúmlega hundrað starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf en í lægra starfshlutfalli. 29. apríl 2020 11:54 Meirihluta starfsmanna Iceland Travel sagt upp „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ segir framkvæmdastjóri Iceland Travel 29. apríl 2020 11:46 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40
Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar sagt upp Rúmlega hundrað starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf en í lægra starfshlutfalli. 29. apríl 2020 11:54
Meirihluta starfsmanna Iceland Travel sagt upp „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ segir framkvæmdastjóri Iceland Travel 29. apríl 2020 11:46
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent