265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. apríl 2020 12:08 Vinnumálastofnun hefur fengið tilkynningar um átta hópuppsagnir og viðbúið er að þeim muni fjölga. Vísir/Hanna Vinnumálastofnun hafa borist átta tilkynningar um hópuppsagnir frá því í gær og er viðbúið að þeim fjölgi í dag og á morgun. 265 missa vinnuna í þessum átta hópuppsögnum og allar nema ein tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Greiðslur úr atvinnuleysistryggingastjóði gætu dregist um mánaðamótin vegna mikils álags hjá stofnuninni. Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu hafa almennt lýst nokkurri ánægju með þær aðgerðir sem ríkisstjórnin greindi frá í gær. Hlutastarfaleiðin verður framlengd út ágúst en lágmarksstarfshlutfall sem miðað er við hækkar úr 25 í 50% í júlí. Þá verða settar tímabundið einfaldari reglur um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja og loks gefst fyrirtækjum kostur á að sækja um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, háð skilyrðum. Þetta þýðir að mörg fyrirtæki grípa til þess ráðs að segja upp starfsfólki til að forða rekstrinum frá gjaldþroti. Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40% starfsfólks fyrirtækisins. Íslandshótel gera ráð fyrir að segja upp um 230 af 530 starfsmönnum að því er fram kom í fréttum Rúv í gær og Isavia hefur sagt upp 30 til viðbótar við þær uppsagnir sem þegar var búið að grípa til og enn fleiri verða lækkaðir í starfshlutfalli, svo fátt eitt sé nefnt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru mörg önnur stærri og smærri ferðaþjónustufyrirtæki að grípa til uppsagna í dag og á morgun. Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. „Núna þá eru komnar tilkynningar um hópuppsagnir frá átta fyrirtækjum og inni í því eru sem sagt varðar þetta 265 einstaklinga, starfsmenn allt í allt. Þetta er fyrir utan það sem Icelandair mun tilkynna okkur væntanlega í dag eða á morgun,“ segir Unnur í samtali við fréttastofu rétt fyrir hádegi í dag. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/Egill Viðbúið sé að tilkynningum um hópuppsagnir muni fjölga. „Þetta eru allt saman fyrirtæki sem tengjast ferðaþjónustunni utan eitt sem er fiskvinnsla. Þar eru 15 manns sem eru í uppsögnum þar og það þá skýrist af loðnubresti og einhverjum aflabresti,“ segir Unnir. Gríðarlegt álag sé á stofnuninni en þegar eru rúmlega fimmtíu þúsund manns á atvinnuleysisskrá eða á hlutabótum. „Við náttúrlega erum að hlaupa eins hratt og við mögulega getum en ég hef nú sagt það áður að ég á nú alveg von á því að það muni einhverjum greiðslum seinka. Ég á ekki von á að við getum verið með þetta upp á punkt og prik og allir verði búnir að fá greitt um mánaðamótin, því miður,“ segir Unnur. „Þetta er fjöldi sem að við höfum aldrei séð áður og ég held að við hefðum aldrei getað undirbúið okkur undir þetta,“ segir Unnur. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40 Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar sagt upp Rúmlega hundrað starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf en í lægra starfshlutfalli. 29. apríl 2020 11:54 Meirihluta starfsmanna Iceland Travel sagt upp „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ segir framkvæmdastjóri Iceland Travel 29. apríl 2020 11:46 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira
Vinnumálastofnun hafa borist átta tilkynningar um hópuppsagnir frá því í gær og er viðbúið að þeim fjölgi í dag og á morgun. 265 missa vinnuna í þessum átta hópuppsögnum og allar nema ein tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Greiðslur úr atvinnuleysistryggingastjóði gætu dregist um mánaðamótin vegna mikils álags hjá stofnuninni. Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu hafa almennt lýst nokkurri ánægju með þær aðgerðir sem ríkisstjórnin greindi frá í gær. Hlutastarfaleiðin verður framlengd út ágúst en lágmarksstarfshlutfall sem miðað er við hækkar úr 25 í 50% í júlí. Þá verða settar tímabundið einfaldari reglur um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja og loks gefst fyrirtækjum kostur á að sækja um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, háð skilyrðum. Þetta þýðir að mörg fyrirtæki grípa til þess ráðs að segja upp starfsfólki til að forða rekstrinum frá gjaldþroti. Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40% starfsfólks fyrirtækisins. Íslandshótel gera ráð fyrir að segja upp um 230 af 530 starfsmönnum að því er fram kom í fréttum Rúv í gær og Isavia hefur sagt upp 30 til viðbótar við þær uppsagnir sem þegar var búið að grípa til og enn fleiri verða lækkaðir í starfshlutfalli, svo fátt eitt sé nefnt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru mörg önnur stærri og smærri ferðaþjónustufyrirtæki að grípa til uppsagna í dag og á morgun. Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. „Núna þá eru komnar tilkynningar um hópuppsagnir frá átta fyrirtækjum og inni í því eru sem sagt varðar þetta 265 einstaklinga, starfsmenn allt í allt. Þetta er fyrir utan það sem Icelandair mun tilkynna okkur væntanlega í dag eða á morgun,“ segir Unnur í samtali við fréttastofu rétt fyrir hádegi í dag. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/Egill Viðbúið sé að tilkynningum um hópuppsagnir muni fjölga. „Þetta eru allt saman fyrirtæki sem tengjast ferðaþjónustunni utan eitt sem er fiskvinnsla. Þar eru 15 manns sem eru í uppsögnum þar og það þá skýrist af loðnubresti og einhverjum aflabresti,“ segir Unnir. Gríðarlegt álag sé á stofnuninni en þegar eru rúmlega fimmtíu þúsund manns á atvinnuleysisskrá eða á hlutabótum. „Við náttúrlega erum að hlaupa eins hratt og við mögulega getum en ég hef nú sagt það áður að ég á nú alveg von á því að það muni einhverjum greiðslum seinka. Ég á ekki von á að við getum verið með þetta upp á punkt og prik og allir verði búnir að fá greitt um mánaðamótin, því miður,“ segir Unnur. „Þetta er fjöldi sem að við höfum aldrei séð áður og ég held að við hefðum aldrei getað undirbúið okkur undir þetta,“ segir Unnur.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40 Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar sagt upp Rúmlega hundrað starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf en í lægra starfshlutfalli. 29. apríl 2020 11:54 Meirihluta starfsmanna Iceland Travel sagt upp „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ segir framkvæmdastjóri Iceland Travel 29. apríl 2020 11:46 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira
Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40
Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar sagt upp Rúmlega hundrað starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf en í lægra starfshlutfalli. 29. apríl 2020 11:54
Meirihluta starfsmanna Iceland Travel sagt upp „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ segir framkvæmdastjóri Iceland Travel 29. apríl 2020 11:46