Handbolti

Einn af þeim stóru og man ekki eftir handbolta án Guðjóns Vals

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðjón Valur lauk ferlinum hjá stórliði Paris Saint-Germain.
Guðjón Valur lauk ferlinum hjá stórliði Paris Saint-Germain. vísir/Getty

Löngum kafla í handboltasögunni lauk í dag þegar Guðjón Valur Sigurðsson setti punktinn aftan við glæsilegan feril.

Guðjón Valur lék í meistaraflokki í aldarfjórðung og með íslenska landsliðinu í 21 ár. Hann vann Ólympíusilfur og brons á EM með landsliðinu, varð meistari í fjórum löndum, vann Meistaradeild Evrópu, er markahæsti landsliðsmaður sögunnar, markahæstur í sögu EM, einn fárra sem hafa skorað 2000 mörk eða meira í þýsku úrvalsdeildinni og svo mætti lengi telja.

Tíðindi morgunsins vöktu mikla athygli og margir hafa lagt orð í belg um Guðjón Val á samfélagsmiðlum.

„Guðjón Valur er einn af þessum stóru. Hans frammistaða í gegnum tíðina er með ólíkindum. Hafðu þökk fyrir minn kæri vinur. Eina,“ skrifar nafni hans, Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Sýn, á Twitter.

Annar íþróttafréttamaður, Einar Örn Jónsson, segir að nú séu þeir Guðjón Valur báðir orðnir fyrrverandi handboltamenn. Þeir léku lengi saman í landsliðinu.

Danski handboltasérfræðingurinn Bent Nyegaard, sem hefur séð ýmislegt á löngum ferli, segir bara: Þvílíkur ferill.

Annar danskur handboltaspekingur, Rasmus Boysen, segist einfaldlega ekki muna eftir handbolta án Guðjóns Vals.

Fleiri færslur um Guðjón Val af Twitter má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Guðjón Valur hættur

Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, tilkynnti það á Instagram að hann sé búinn að leggja handboltaskóna á hilluna




Fleiri fréttir

Sjá meira


×