„Það var einn dagur sem var alveg skelfilegur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. apríl 2020 13:29 Mummi var frábær knattspyrnumaður en fór svo yfir í tónlistina. Knattspyrnumaðurinn og tónlistamaðurinn Guðmundur Reynir Gunnarsson, betur þekktur sem Mummi, varð fyrir því óláni að smitast af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Guðmundur var frábær leikmaður en ákvað samt sem áður að hætta í knattspyrnu aðeins 26 ára en hann lék með KR og Víkingi Ólafsvík á sínum ferli. „Ég var búinn að vera svo lengi í sama farinu og búinn að prófa að fara út að spila og var ekkert að fara gera það aftur. Svo það var annað hvort að ákveða að gera eitthvað nýtt eða halda áfram í sama farinu og ég ákvað að fara gera eitthvað nýtt og ég sé ekkert eftir því,“ segir Guðmundur í Brennslunni á FM957 í morgun. „Ég fékk veiruna og er búinn með þetta. Þetta var svona svipað og flensa fyrir mig, það var einn dagur sem var alveg skelfilegur og þá fór ég yfir 39 í hita. Hitinn hækkaði svo hratt. Fyrst var ég bara með 37,8 stiga hita en síðan þremur tímum síðar kominn í 39,4 stiga hita og þá varð ég svolítið stressaður.“ Hann segir að veiran hafi verið nokkuð lengi að fara úr honum og hann hafi flakkað mikið upp og niður í hita. „Ég slapp alveg við öndunarerfileika og ef maður sleppur við það er maður í fínum málum. Svo fer þetta svo mismunandi í fólk. Sá sem talinn er hafa smitað mig fann ekki nein einkenni.“ Mummi gefur út nýtt lag sem ber heitið Grass is green 21. maí en hann leyfði hlustendum FM957 að heyra lagið í morgun. „Þetta er svona sumarlag eftir Covid og nú ætlum við að rífa okkur upp aftur. Þetta er svona bara þægilegt lag með smá svona Avicii kafla.“ Hér að neðan má heyra lagið. Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn og tónlistamaðurinn Guðmundur Reynir Gunnarsson, betur þekktur sem Mummi, varð fyrir því óláni að smitast af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Guðmundur var frábær leikmaður en ákvað samt sem áður að hætta í knattspyrnu aðeins 26 ára en hann lék með KR og Víkingi Ólafsvík á sínum ferli. „Ég var búinn að vera svo lengi í sama farinu og búinn að prófa að fara út að spila og var ekkert að fara gera það aftur. Svo það var annað hvort að ákveða að gera eitthvað nýtt eða halda áfram í sama farinu og ég ákvað að fara gera eitthvað nýtt og ég sé ekkert eftir því,“ segir Guðmundur í Brennslunni á FM957 í morgun. „Ég fékk veiruna og er búinn með þetta. Þetta var svona svipað og flensa fyrir mig, það var einn dagur sem var alveg skelfilegur og þá fór ég yfir 39 í hita. Hitinn hækkaði svo hratt. Fyrst var ég bara með 37,8 stiga hita en síðan þremur tímum síðar kominn í 39,4 stiga hita og þá varð ég svolítið stressaður.“ Hann segir að veiran hafi verið nokkuð lengi að fara úr honum og hann hafi flakkað mikið upp og niður í hita. „Ég slapp alveg við öndunarerfileika og ef maður sleppur við það er maður í fínum málum. Svo fer þetta svo mismunandi í fólk. Sá sem talinn er hafa smitað mig fann ekki nein einkenni.“ Mummi gefur út nýtt lag sem ber heitið Grass is green 21. maí en hann leyfði hlustendum FM957 að heyra lagið í morgun. „Þetta er svona sumarlag eftir Covid og nú ætlum við að rífa okkur upp aftur. Þetta er svona bara þægilegt lag með smá svona Avicii kafla.“ Hér að neðan má heyra lagið.
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira