Charles Barkley sagði sögur af Michael Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2020 08:30 Michael Jordan og Charles Barkley mættust í lokaúrslitunum árið 1993. Getty/Icon Sportswire Charles Barkley og hinn heimsfrægi þjálfari John Calipari töluðu saman á ESPN í gær og fóru þar yfir sögur af hinum magnaða Michael Jordan sem flestir telja vera besta körfuboltamann sögunnar. Það skiptir ekki máli hvort þú hafir verið stjarna í NBA eða lítt þekktur bakvörður hjá Púertó Ríkó þegar kom að Michael Jordan. Það borgaði sig að spara yfirlýsingarnar. Keppnisskap Michael Jordan er engu líkt og þeir Barkley og Calipari komu með nokkur dæmi um það. There are plenty of good MJ golf stories going around recently....Charles Barkley adds the latest legendary golf story to Michael Jordan's resume on 'Coffee with Cal' https://t.co/vPDN2hvpeA— Swan Lake Golf Club (@SwanLake_GC) April 28, 2020 Fyrsta sagan var líklega sú fyndnasta af þeim öllum en hún sagði jafnframt svo mikið um hvernig Michael Jordan hugsaði og hegðaði sér. Skemmtilegasta saga Barkley snérist um Jordan daginn sem bandaríska landsliðið mætti Púertó Ríkó í undankeppni Ameríku fyrir Ólympíuleikana í Barcelona 1992. Michael Jordan, Charles Barkley, David Robinson og þjálfarinn Chuck Daly fóru þá í golf um morguninn en Bandaríkin átti síðan að spila undanúrslitaleikinn um kvöldið. Eftir átján holur ætluðu þeir Daly, Barkley og Robinson að fara heim en Jordan var ekki búinn að fá nóg og vildi spila aðrar átján holur. Þegar Michael Jordan mætti svo í leikinn eftir 36 holur þá heimtaði hann að dekka leikstjórnanda Púertó Ríkó liðsins. Jordan gat vissulega dekkað leikstjórnendastöðuna vel en það kostaði oft mun meiri orku enda að gæta manns sem er mikið með boltann. Þess vegna þótti Chuck Daly það skrýtið að Jordan vildi ólmur fá það verkefni nýbúinn að klára 36 holur. Svarið við því kom hins vegar fljótt því umræddum leikstjórnandi Púertó Ríkó hafði verið með yfirlýsingar fyrir leikinn. Charles Barkley still has some big-time regrets about the 1993 NBA Finals."I've always been pissed at myself." https://t.co/mY92HhuoAA— USA TODAY Sports (@usatodaysports) April 28, 2020 Eins og Charles Barkley komst síðan að orði þá náði þessi litli bakvörður varla að rekja boltann í leiknum svo áköf var vörnin hjá Jordan sem leyfði honum ekki að komast neitt. Bandaríska liðið hafði tapað fyrir Púertó Ríkó árið á undan en þá án NBA leikmannanna. Að þessu sinni unnu Bandaríkjamenn 119-81. Charles Barkley og John Calipari fóru yfir fleiri sögur af Jordan og má sjá spjallið þeirra hér fyrir neðan. watch on YouTube NBA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Charles Barkley og hinn heimsfrægi þjálfari John Calipari töluðu saman á ESPN í gær og fóru þar yfir sögur af hinum magnaða Michael Jordan sem flestir telja vera besta körfuboltamann sögunnar. Það skiptir ekki máli hvort þú hafir verið stjarna í NBA eða lítt þekktur bakvörður hjá Púertó Ríkó þegar kom að Michael Jordan. Það borgaði sig að spara yfirlýsingarnar. Keppnisskap Michael Jordan er engu líkt og þeir Barkley og Calipari komu með nokkur dæmi um það. There are plenty of good MJ golf stories going around recently....Charles Barkley adds the latest legendary golf story to Michael Jordan's resume on 'Coffee with Cal' https://t.co/vPDN2hvpeA— Swan Lake Golf Club (@SwanLake_GC) April 28, 2020 Fyrsta sagan var líklega sú fyndnasta af þeim öllum en hún sagði jafnframt svo mikið um hvernig Michael Jordan hugsaði og hegðaði sér. Skemmtilegasta saga Barkley snérist um Jordan daginn sem bandaríska landsliðið mætti Púertó Ríkó í undankeppni Ameríku fyrir Ólympíuleikana í Barcelona 1992. Michael Jordan, Charles Barkley, David Robinson og þjálfarinn Chuck Daly fóru þá í golf um morguninn en Bandaríkin átti síðan að spila undanúrslitaleikinn um kvöldið. Eftir átján holur ætluðu þeir Daly, Barkley og Robinson að fara heim en Jordan var ekki búinn að fá nóg og vildi spila aðrar átján holur. Þegar Michael Jordan mætti svo í leikinn eftir 36 holur þá heimtaði hann að dekka leikstjórnanda Púertó Ríkó liðsins. Jordan gat vissulega dekkað leikstjórnendastöðuna vel en það kostaði oft mun meiri orku enda að gæta manns sem er mikið með boltann. Þess vegna þótti Chuck Daly það skrýtið að Jordan vildi ólmur fá það verkefni nýbúinn að klára 36 holur. Svarið við því kom hins vegar fljótt því umræddum leikstjórnandi Púertó Ríkó hafði verið með yfirlýsingar fyrir leikinn. Charles Barkley still has some big-time regrets about the 1993 NBA Finals."I've always been pissed at myself." https://t.co/mY92HhuoAA— USA TODAY Sports (@usatodaysports) April 28, 2020 Eins og Charles Barkley komst síðan að orði þá náði þessi litli bakvörður varla að rekja boltann í leiknum svo áköf var vörnin hjá Jordan sem leyfði honum ekki að komast neitt. Bandaríska liðið hafði tapað fyrir Púertó Ríkó árið á undan en þá án NBA leikmannanna. Að þessu sinni unnu Bandaríkjamenn 119-81. Charles Barkley og John Calipari fóru yfir fleiri sögur af Jordan og má sjá spjallið þeirra hér fyrir neðan. watch on YouTube
NBA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira