Flugfreyjur með yfir þrjátíu ára starfsreynslu misstu vinnuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. apríl 2020 16:36 Flugfreyja hjá Icelandair við störf. Myndin er úr kynningarefni fyrirtækisins. Icelandair Rúmlega 95 prósent flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair missa vinnuna um mánaðamótin þegar uppsagnir rúmlega tvö þúsund starfsmanna flugfélagsins taka gildi. Formaður Flugfreyjufélagsins segir uppsagnirnar fleiri en hún hefði óttast. Icelandair tilkynnti um rúmlega tvö þúsund uppsagnir í tilkynningu til Kauphallar á þriðja tímanum í dag. Uppsagnirnar ná til allra hópa innan félagsins, en þær hafa þó mest áhrif á störf beintengd framleiðslu, svo sem áhafnir, viðhaldsþjónustu og starfsfólk flug- og farþegaþjónustu. Þeir sem starfa áfram hjá félaginu eru langflestir í skertu starfshlutfalli og aðrir í fullu starfi með skert laun. 43 halda vinnunni Stærsti einstaki hópurinn eru flugfreyjur og -þjónar en 897 af 940 missa vinnuna. Ákvæði í kjarasamningi flugfreyja segir að að þeim skuli segja upp miðað við starfsaldur. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, segir að meðal þeirra sem missi vinnuna í dag sé fólk með yfir þrjátíu ára starfsaldur. Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.Vísir/Egill Aðgerðir Icelandair koma ekki sem þruma úr heiðskíru lofti. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair hafði sjálfur sagt, síðast um helgina, að stórtækar uppsagnir væru yfirvofandi hjá félaginu. Þær mætti ekki síst rekja til þess gríðarlegar samdráttar sem orðið hefur í eftirspurn eftir flugferðum í kjölfar kórónuveirunnar. Ljósi punkturinn að fyrr eða síðar þarf að manna flugin „Ég held að úti í hópnum þá hafi fólk gert sér grein fyrir að það kæmi til uppsagna en ekki af þessari stærðargráðu,“ segir Guðlaug Líney. Þær miði við þá flugáætlun sem sé í gangi hjá félaginu, þ.e. nánast ekkert flug. „Ljósi punkturinn er sá að um leið og flugáætlun eykst þá þarf að manna flugin. Það er bara spurning hvenær það gerist,“ segir Guðlaug. Þá megi fólk eiga von á endurráðningu þar sem farið verði eftir starfsaldri og frammistöðu. Flugvél Icelandair kemur með læknadót frá Kína á dögunumVísir/JóiK Sem stendur sinnir Icelandair nær eingöngu fraktflutningum. Til stendur að breyta þremur Boeing 767 breiðþotum Icelandair tímabundið til að sinna hið minnsta 45 fraktflugferðum frá Sjanghæ í Kína til München í Þýskalandi. Fluttar verðar lækninga- og hjúkrunarvörur fyrir aðila í heilbrigðisþjónustu í Evrópu. Auk þess hyggst Icelandair fljúga nokkur flug frá Sjanghæ til Chicago í Bandaríkjunum með viðkomu á Íslandi. Icelandair Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stjórnvöld bíða eftir hlutafjáraukningu Icelandair Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag kom fram að forsætisráðherra útilokar ekkert varðandi mögulega aðkomu ríkisins að Icelandair og ítrekar mikilvægi fyrirtækisins. Von sé á frekari aðgerðum enda séum við í miðjum storminum í dýpstu kreppu lýðveldissögunnar. 28. apríl 2020 15:26 Icelandair segir upp rúmlega 2000 manns Icelandair Group mun ráðast í yfirgripsmiklar aðgerðir sem taka gildi um mánaðamótin. 28. apríl 2020 14:12 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Rúmlega 95 prósent flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair missa vinnuna um mánaðamótin þegar uppsagnir rúmlega tvö þúsund starfsmanna flugfélagsins taka gildi. Formaður Flugfreyjufélagsins segir uppsagnirnar fleiri en hún hefði óttast. Icelandair tilkynnti um rúmlega tvö þúsund uppsagnir í tilkynningu til Kauphallar á þriðja tímanum í dag. Uppsagnirnar ná til allra hópa innan félagsins, en þær hafa þó mest áhrif á störf beintengd framleiðslu, svo sem áhafnir, viðhaldsþjónustu og starfsfólk flug- og farþegaþjónustu. Þeir sem starfa áfram hjá félaginu eru langflestir í skertu starfshlutfalli og aðrir í fullu starfi með skert laun. 43 halda vinnunni Stærsti einstaki hópurinn eru flugfreyjur og -þjónar en 897 af 940 missa vinnuna. Ákvæði í kjarasamningi flugfreyja segir að að þeim skuli segja upp miðað við starfsaldur. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, segir að meðal þeirra sem missi vinnuna í dag sé fólk með yfir þrjátíu ára starfsaldur. Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.Vísir/Egill Aðgerðir Icelandair koma ekki sem þruma úr heiðskíru lofti. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair hafði sjálfur sagt, síðast um helgina, að stórtækar uppsagnir væru yfirvofandi hjá félaginu. Þær mætti ekki síst rekja til þess gríðarlegar samdráttar sem orðið hefur í eftirspurn eftir flugferðum í kjölfar kórónuveirunnar. Ljósi punkturinn að fyrr eða síðar þarf að manna flugin „Ég held að úti í hópnum þá hafi fólk gert sér grein fyrir að það kæmi til uppsagna en ekki af þessari stærðargráðu,“ segir Guðlaug Líney. Þær miði við þá flugáætlun sem sé í gangi hjá félaginu, þ.e. nánast ekkert flug. „Ljósi punkturinn er sá að um leið og flugáætlun eykst þá þarf að manna flugin. Það er bara spurning hvenær það gerist,“ segir Guðlaug. Þá megi fólk eiga von á endurráðningu þar sem farið verði eftir starfsaldri og frammistöðu. Flugvél Icelandair kemur með læknadót frá Kína á dögunumVísir/JóiK Sem stendur sinnir Icelandair nær eingöngu fraktflutningum. Til stendur að breyta þremur Boeing 767 breiðþotum Icelandair tímabundið til að sinna hið minnsta 45 fraktflugferðum frá Sjanghæ í Kína til München í Þýskalandi. Fluttar verðar lækninga- og hjúkrunarvörur fyrir aðila í heilbrigðisþjónustu í Evrópu. Auk þess hyggst Icelandair fljúga nokkur flug frá Sjanghæ til Chicago í Bandaríkjunum með viðkomu á Íslandi.
Icelandair Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stjórnvöld bíða eftir hlutafjáraukningu Icelandair Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag kom fram að forsætisráðherra útilokar ekkert varðandi mögulega aðkomu ríkisins að Icelandair og ítrekar mikilvægi fyrirtækisins. Von sé á frekari aðgerðum enda séum við í miðjum storminum í dýpstu kreppu lýðveldissögunnar. 28. apríl 2020 15:26 Icelandair segir upp rúmlega 2000 manns Icelandair Group mun ráðast í yfirgripsmiklar aðgerðir sem taka gildi um mánaðamótin. 28. apríl 2020 14:12 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Stjórnvöld bíða eftir hlutafjáraukningu Icelandair Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag kom fram að forsætisráðherra útilokar ekkert varðandi mögulega aðkomu ríkisins að Icelandair og ítrekar mikilvægi fyrirtækisins. Von sé á frekari aðgerðum enda séum við í miðjum storminum í dýpstu kreppu lýðveldissögunnar. 28. apríl 2020 15:26
Icelandair segir upp rúmlega 2000 manns Icelandair Group mun ráðast í yfirgripsmiklar aðgerðir sem taka gildi um mánaðamótin. 28. apríl 2020 14:12