Eimskip segir upp 39 starfsmönnum á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. apríl 2020 09:53 Óvissan í efnahagsmálum vegna kórónuveirunnar leikur hlutverk í ákvörðun Eimskips. Eimskip ræðst í hagræðingaraðgerðir í dag. Þeim fylgja uppsagnir, stöðugildum hjá félaginu á alþjóðavísu fækkar um 73, þar af eru 47 á Íslandi. Beinar uppsagnir í heildina eru 54 talsins, þar af 39 á Íslandi. Forstjóri félagsins lækkar laun sín jafnframt um 10 prósent. Í tilkynningu Eimskips til Kauphallarinnar segir að aðgerðirnir séu hluti af „þeirri vegferð að einfalda og straumlínulaga rekstur félagsins með margvíslegum aðgerðum,“ sem staðið hafi yfir undanfarna fimmtán mánuði. Að auki hafi óvissan varðandi þróun mála í íslenska hagkerfinu og á erlendum mörkuðum félagsins vegna COVID-19 áhrif á umfang þessara aðgerða. Sjá einnig: Eimskip losar sig við Goðafoss og Laxfoss Auk fyrrnefndra uppsagna verða ýmsar stöðutilfærslur. Sú breyting verður á framkvæmdastjórn félagsins að Edda Rut Björnsdóttir, sem verið hefur markaðs- og samskiptastjóri Eimskips í rúmt ár, mun taka við samþættu sviði Mannauðs-, markaðs- og samskiptamála. Við þessa breytingu mun Elín Hjálmsdóttir, sem verið hefur framkvæmdastjóri Mannauðssviðs, láta af störfum. Samhliða breytingum á starfsmannahaldi ætlar Eimskip sér að skipta upp innflutningsdeild sinni þannig að áhersla verði annars vegar lögð á stærri fyrirtæki og hins vegar á einstaklinga og minni fyritæki. Erfitt en nauðsynlegt Haft er eftir Vilhelm Má Þorsteinssyni, forstjóra félagsins, að ekki hafi verið auðvelt að ráðast í ofangreindar aðgerðir, sérstaklega ekki að að fækka starfsfólki. „Hún hefur hins vegar verið nauðsynleg þegar litið er til afkomu félagsins síðustu misseri og þá veldur COVID-19 mikilli óvissu sem ekki er hægt að líta framhjá. Með þessum aðgerðum styrkjum við fjárhagslegar stoðir félagsins sem og reksturinn til framtíðar. Þá má ekki gleyma að félagið hefur fjárfest töluvert í sjálfvirknivæðingu og umbótum á ferlum og vinnulagi sem styður við þessar aðgerðir,“ segir Vilhelm og bætir við að sambærilegar aðgerðir séu ekki fyrirsjáanlegar í nánustu framtíð. Samhliða þessu segist Vilhelm hafa farið fram á við stjórn félagsins að laun hans yrðu lækkuð um 10 prósent - „og þannig sýna í verki að þessar hagræðingaraðgerðir nái til allra laga í fyrirtækinu.“ Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eimskip losar sig við Goðafoss og Laxfoss Samhliða breytingum á gámasiglingakerfi Eimskipa hefur félagið ákveðið að losa sig við tvö skip í rekstri. 31. mars 2020 08:58 Skipafélögin hafa aðlagað sig ástandinu Eimskip og Samskip hafa gripið til ráðstafana til að tryggja inn og útflutning. Matvælaflutningar ganga vel en ber á minni innflutningi á bílum, vélum og byggingavörum. 22. apríl 2020 14:15 Uppsagnir hjá Eimskip og TVG-Zimsen Stöðugildum hjá Eimskip og dótturfélagi þess TVG-Zimsen fækkar um fjórtán í skipulagsbreytingum sem taka gildi í dag. 18. febrúar 2020 10:13 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Eimskip ræðst í hagræðingaraðgerðir í dag. Þeim fylgja uppsagnir, stöðugildum hjá félaginu á alþjóðavísu fækkar um 73, þar af eru 47 á Íslandi. Beinar uppsagnir í heildina eru 54 talsins, þar af 39 á Íslandi. Forstjóri félagsins lækkar laun sín jafnframt um 10 prósent. Í tilkynningu Eimskips til Kauphallarinnar segir að aðgerðirnir séu hluti af „þeirri vegferð að einfalda og straumlínulaga rekstur félagsins með margvíslegum aðgerðum,“ sem staðið hafi yfir undanfarna fimmtán mánuði. Að auki hafi óvissan varðandi þróun mála í íslenska hagkerfinu og á erlendum mörkuðum félagsins vegna COVID-19 áhrif á umfang þessara aðgerða. Sjá einnig: Eimskip losar sig við Goðafoss og Laxfoss Auk fyrrnefndra uppsagna verða ýmsar stöðutilfærslur. Sú breyting verður á framkvæmdastjórn félagsins að Edda Rut Björnsdóttir, sem verið hefur markaðs- og samskiptastjóri Eimskips í rúmt ár, mun taka við samþættu sviði Mannauðs-, markaðs- og samskiptamála. Við þessa breytingu mun Elín Hjálmsdóttir, sem verið hefur framkvæmdastjóri Mannauðssviðs, láta af störfum. Samhliða breytingum á starfsmannahaldi ætlar Eimskip sér að skipta upp innflutningsdeild sinni þannig að áhersla verði annars vegar lögð á stærri fyrirtæki og hins vegar á einstaklinga og minni fyritæki. Erfitt en nauðsynlegt Haft er eftir Vilhelm Má Þorsteinssyni, forstjóra félagsins, að ekki hafi verið auðvelt að ráðast í ofangreindar aðgerðir, sérstaklega ekki að að fækka starfsfólki. „Hún hefur hins vegar verið nauðsynleg þegar litið er til afkomu félagsins síðustu misseri og þá veldur COVID-19 mikilli óvissu sem ekki er hægt að líta framhjá. Með þessum aðgerðum styrkjum við fjárhagslegar stoðir félagsins sem og reksturinn til framtíðar. Þá má ekki gleyma að félagið hefur fjárfest töluvert í sjálfvirknivæðingu og umbótum á ferlum og vinnulagi sem styður við þessar aðgerðir,“ segir Vilhelm og bætir við að sambærilegar aðgerðir séu ekki fyrirsjáanlegar í nánustu framtíð. Samhliða þessu segist Vilhelm hafa farið fram á við stjórn félagsins að laun hans yrðu lækkuð um 10 prósent - „og þannig sýna í verki að þessar hagræðingaraðgerðir nái til allra laga í fyrirtækinu.“
Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eimskip losar sig við Goðafoss og Laxfoss Samhliða breytingum á gámasiglingakerfi Eimskipa hefur félagið ákveðið að losa sig við tvö skip í rekstri. 31. mars 2020 08:58 Skipafélögin hafa aðlagað sig ástandinu Eimskip og Samskip hafa gripið til ráðstafana til að tryggja inn og útflutning. Matvælaflutningar ganga vel en ber á minni innflutningi á bílum, vélum og byggingavörum. 22. apríl 2020 14:15 Uppsagnir hjá Eimskip og TVG-Zimsen Stöðugildum hjá Eimskip og dótturfélagi þess TVG-Zimsen fækkar um fjórtán í skipulagsbreytingum sem taka gildi í dag. 18. febrúar 2020 10:13 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Eimskip losar sig við Goðafoss og Laxfoss Samhliða breytingum á gámasiglingakerfi Eimskipa hefur félagið ákveðið að losa sig við tvö skip í rekstri. 31. mars 2020 08:58
Skipafélögin hafa aðlagað sig ástandinu Eimskip og Samskip hafa gripið til ráðstafana til að tryggja inn og útflutning. Matvælaflutningar ganga vel en ber á minni innflutningi á bílum, vélum og byggingavörum. 22. apríl 2020 14:15
Uppsagnir hjá Eimskip og TVG-Zimsen Stöðugildum hjá Eimskip og dótturfélagi þess TVG-Zimsen fækkar um fjórtán í skipulagsbreytingum sem taka gildi í dag. 18. febrúar 2020 10:13