Katrín Tanja í fyrsta Dóttir-spjallinu: Erum súper heppnar að vera frá Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2020 09:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir á Instagram síðu sínum þar sem þær kynntu nýja hlaðvarpið sitt. Þær ætla að gera ýmislegt saman undir Dóttir verkefninu. Mynd/Instagram Íslensku CrossFit heimsmeistararnir Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir eru miklar vinkonur og ætla að leyfa aðdáendum sínum að kynnast því betur hvernig þær ræða saman um hlutina. Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir frumsýndu „Dóttir-spjallið“ í gær en þær hafa nú markaðssett sig saman undir vörumerkinu Dóttir bæði á Youtube sem og á Instagram. Anníe Mist og Katrín Tanja voru fyrstu konurnar til að verða heimsmeistarar tvö ár í röð í CrossFit og eru jafnframt einu Íslendingarnir sem hafa staðið á hæsta palli á heimsleikunum í CrossFit. Anníe Mist hóf fyrsta spjall þeirra með því að spyrja Katrínu Tönju af því hvaða þýðingu það hafi fyrir hana sjálfa að vera dóttir. „Fyrir mig þá þýðir það að vera dóttir að hafa endalausa möguleika. Við tvær höfum talað mikið um þetta en mér finnst vera súper heppnar að vera frá Íslandi. Hér eru svo margar sterkar kvenfyrirmyndir og þar á meðal er fyrsta konan sem var kosin forseti í öllum heiminum árið 1980,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. View this post on Instagram @dottir TALKS! We launched our first one today & just recorded another ??????? Honestly just having so much fun with this: we just want to be open & honest, have a good conversation & let YOU join us! - Never a dull moment with @anniethorisdottir // @dottir #TogetherWeAreBETTER A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Apr 27, 2020 at 1:06pm PDT „Við höfum líka margar kvenfyrirmyndir í íþróttunum sem hafa rutt leiðina. Ég var svo heppin að sjá þig vinna heimsleikana árið 2011. Í hvert skipti sem einhver íslensk kona nær svona árangri þá hugsum við: Ef þú gast þetta þá get ég þetta,“ sagði Katrín Tanja. „Við vorum með sama fimleikaþjálfara og þú bjóst í næsta bæ við mig. Besta vinkona mín keppti með þér í stangarstökki. Við vorum svo nálægt hvorri annarri og það var ekki eins og þú værir ósnertanleg vera langt í burtu. Ef þú getur orðið sú besta í heimi þá ætti ég að geta það líka,“ sagði Katrín Tanja. „Dóttir þýðir því fyrir mig að við getum gert allt sem við viljum og við sýnum hverri annarri að við getum það. Í stað þess að draga kjarkinn úr hverri annarri þá vill ég að við sýnum hverri annarri hvað við getum og ég vil að við styðjum hverja aðra og með því hækkum við rána,“ sagði Katrín Tanja. Anníe Mist Þórisdóttir varð heimsmeistari í CrossFit 2011 og 2012 og hún endaði í öðru sæti 2010 og 2014. Katrín Tanja Davíðsdóttir keppti fyrst á heimsleikunum árið 2012. Hún missti af leikunum 2014 en kom öflug til baka og varð heimsmeistari í CrossFit 2015 og 2016. Katrín Tanja varð fjórða á heimsleikunum í fyrra og þriðja árið á undan. Hún hefur endaði meðal fimm efstu á fimm heimsleikum í röð. Það má sjá allt spjallið hjá þeim Anníe Mist og Katrínu Tönju hér fyrir neðan en það fer fram á ensku. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Sjá meira
Íslensku CrossFit heimsmeistararnir Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir eru miklar vinkonur og ætla að leyfa aðdáendum sínum að kynnast því betur hvernig þær ræða saman um hlutina. Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir frumsýndu „Dóttir-spjallið“ í gær en þær hafa nú markaðssett sig saman undir vörumerkinu Dóttir bæði á Youtube sem og á Instagram. Anníe Mist og Katrín Tanja voru fyrstu konurnar til að verða heimsmeistarar tvö ár í röð í CrossFit og eru jafnframt einu Íslendingarnir sem hafa staðið á hæsta palli á heimsleikunum í CrossFit. Anníe Mist hóf fyrsta spjall þeirra með því að spyrja Katrínu Tönju af því hvaða þýðingu það hafi fyrir hana sjálfa að vera dóttir. „Fyrir mig þá þýðir það að vera dóttir að hafa endalausa möguleika. Við tvær höfum talað mikið um þetta en mér finnst vera súper heppnar að vera frá Íslandi. Hér eru svo margar sterkar kvenfyrirmyndir og þar á meðal er fyrsta konan sem var kosin forseti í öllum heiminum árið 1980,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. View this post on Instagram @dottir TALKS! We launched our first one today & just recorded another ??????? Honestly just having so much fun with this: we just want to be open & honest, have a good conversation & let YOU join us! - Never a dull moment with @anniethorisdottir // @dottir #TogetherWeAreBETTER A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Apr 27, 2020 at 1:06pm PDT „Við höfum líka margar kvenfyrirmyndir í íþróttunum sem hafa rutt leiðina. Ég var svo heppin að sjá þig vinna heimsleikana árið 2011. Í hvert skipti sem einhver íslensk kona nær svona árangri þá hugsum við: Ef þú gast þetta þá get ég þetta,“ sagði Katrín Tanja. „Við vorum með sama fimleikaþjálfara og þú bjóst í næsta bæ við mig. Besta vinkona mín keppti með þér í stangarstökki. Við vorum svo nálægt hvorri annarri og það var ekki eins og þú værir ósnertanleg vera langt í burtu. Ef þú getur orðið sú besta í heimi þá ætti ég að geta það líka,“ sagði Katrín Tanja. „Dóttir þýðir því fyrir mig að við getum gert allt sem við viljum og við sýnum hverri annarri að við getum það. Í stað þess að draga kjarkinn úr hverri annarri þá vill ég að við sýnum hverri annarri hvað við getum og ég vil að við styðjum hverja aðra og með því hækkum við rána,“ sagði Katrín Tanja. Anníe Mist Þórisdóttir varð heimsmeistari í CrossFit 2011 og 2012 og hún endaði í öðru sæti 2010 og 2014. Katrín Tanja Davíðsdóttir keppti fyrst á heimsleikunum árið 2012. Hún missti af leikunum 2014 en kom öflug til baka og varð heimsmeistari í CrossFit 2015 og 2016. Katrín Tanja varð fjórða á heimsleikunum í fyrra og þriðja árið á undan. Hún hefur endaði meðal fimm efstu á fimm heimsleikum í röð. Það má sjá allt spjallið hjá þeim Anníe Mist og Katrínu Tönju hér fyrir neðan en það fer fram á ensku. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Sjá meira