Hluthafar sagðir opnir fyrir því að auka hlutafé Icelandair Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2020 07:41 Lífeyrissjóðir eiga tæpan helming hlutafés Icelandair. Vísir/Vilhelm Helstu hluthafar Icelandair eru opnir fyrir þeirri hugmynd að leggja félaginu aukið hlutafé á næstu vikum. Slík innspýting er nauðsynleg þar sem lausafjárstaða Icelandair hefur versnað verulega vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa forsvarsmenn Icelandair rætt við hluthafa á almennum nótum um mögulega innspýtingu og eiga hluthafar von á tillögum á næstunni. Búast forsvarsmenn hluthafa við því að tillögurnar feli í sér hlutafjáraukningu um tugi milljarða króna Fyrrverandi forstjóri Icelandair sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að mikilvægt væri að lífeyrissjóðirnir, sem eiga tæpan helming í Icelandair, komi með fjármagn að rekstrinum. Sjá einnig: Telur nauðsynlegt fyrir Icelandair að fá fjármagn frá lífeyrissjóðum Ellefu lífeyrissjóðir eru meðal tuttugu stærstu eigenda Icelandair og þar af fer Lífeyrissjóður verslunarmanna með næst stærstan hlut uppá um 12 prósent. Stefán Sveinbjörnsson formaður sjóðsins sagði í gær að það þurfi að yfirfara útboðsgögn frá Icelandair áður en fjárfest verði frekar í félaginu. „Það þurfa að vera rekstrarlegar forsendur fyrir því að það eigi að fara að fjárfesta í félagi eins og þessu sem og öðrum félögum sem sjóðurinn hefur fjárfest í. Þannig að þeir fjármunir sem fara þar inn skili sér með viðunandi ávöxtun miðað við þá áhættu sem verið er að taka,“ sagði Stefán. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Telur nauðsynlegt fyrir Icelandair að fá fjármagn frá lífeyrissjóðum Lífeyrissjóðir bíða eftir hlutafjárútboði Icelandair en þeir eiga tæpan helming í félaginu. Formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna segir að aðeins verði fjárfest ef fyrirsjáanlegt sé að fjármunir skili viðunandi ávöxtun. Fyrrverandi forstjóri Icelandair telur að félagið fari í þrot komi sjóðirnir ekki með fjármagn. 27. apríl 2020 18:49 Samfylkingin segir að tryggja þurfi framtíð Icelandair Samfylkingin vill að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að koma Icelandair til aðstoðar og hvetja þannig hluthafa til að koma með aukið fjármagn í rekstur félagsins. 27. apríl 2020 16:41 Ellefu lífeyrissjóðir eiga nærri helming hlutafjár í Icelandair Ellefu lífeyrssjóðir eru meðal tuttugu stærstu hluthafa í Icelandair þar af er Lífeyrissjóður verslunarmanna annar stærsti hluthafi í félaginu. Formaður VR segir að ekki verði lagt upp í björgunarleiðangur fyrir Icelandair nema félagið standi vörð um réttindi fólks. Þá þurfi fyrst og fremst að huga að því við fjárfestingu að hún sé fýsileg fyrir sjóðsfélaga. 27. apríl 2020 14:05 Sammála um að ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar. 26. apríl 2020 18:47 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Helstu hluthafar Icelandair eru opnir fyrir þeirri hugmynd að leggja félaginu aukið hlutafé á næstu vikum. Slík innspýting er nauðsynleg þar sem lausafjárstaða Icelandair hefur versnað verulega vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa forsvarsmenn Icelandair rætt við hluthafa á almennum nótum um mögulega innspýtingu og eiga hluthafar von á tillögum á næstunni. Búast forsvarsmenn hluthafa við því að tillögurnar feli í sér hlutafjáraukningu um tugi milljarða króna Fyrrverandi forstjóri Icelandair sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að mikilvægt væri að lífeyrissjóðirnir, sem eiga tæpan helming í Icelandair, komi með fjármagn að rekstrinum. Sjá einnig: Telur nauðsynlegt fyrir Icelandair að fá fjármagn frá lífeyrissjóðum Ellefu lífeyrissjóðir eru meðal tuttugu stærstu eigenda Icelandair og þar af fer Lífeyrissjóður verslunarmanna með næst stærstan hlut uppá um 12 prósent. Stefán Sveinbjörnsson formaður sjóðsins sagði í gær að það þurfi að yfirfara útboðsgögn frá Icelandair áður en fjárfest verði frekar í félaginu. „Það þurfa að vera rekstrarlegar forsendur fyrir því að það eigi að fara að fjárfesta í félagi eins og þessu sem og öðrum félögum sem sjóðurinn hefur fjárfest í. Þannig að þeir fjármunir sem fara þar inn skili sér með viðunandi ávöxtun miðað við þá áhættu sem verið er að taka,“ sagði Stefán.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Telur nauðsynlegt fyrir Icelandair að fá fjármagn frá lífeyrissjóðum Lífeyrissjóðir bíða eftir hlutafjárútboði Icelandair en þeir eiga tæpan helming í félaginu. Formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna segir að aðeins verði fjárfest ef fyrirsjáanlegt sé að fjármunir skili viðunandi ávöxtun. Fyrrverandi forstjóri Icelandair telur að félagið fari í þrot komi sjóðirnir ekki með fjármagn. 27. apríl 2020 18:49 Samfylkingin segir að tryggja þurfi framtíð Icelandair Samfylkingin vill að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að koma Icelandair til aðstoðar og hvetja þannig hluthafa til að koma með aukið fjármagn í rekstur félagsins. 27. apríl 2020 16:41 Ellefu lífeyrissjóðir eiga nærri helming hlutafjár í Icelandair Ellefu lífeyrssjóðir eru meðal tuttugu stærstu hluthafa í Icelandair þar af er Lífeyrissjóður verslunarmanna annar stærsti hluthafi í félaginu. Formaður VR segir að ekki verði lagt upp í björgunarleiðangur fyrir Icelandair nema félagið standi vörð um réttindi fólks. Þá þurfi fyrst og fremst að huga að því við fjárfestingu að hún sé fýsileg fyrir sjóðsfélaga. 27. apríl 2020 14:05 Sammála um að ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar. 26. apríl 2020 18:47 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Telur nauðsynlegt fyrir Icelandair að fá fjármagn frá lífeyrissjóðum Lífeyrissjóðir bíða eftir hlutafjárútboði Icelandair en þeir eiga tæpan helming í félaginu. Formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna segir að aðeins verði fjárfest ef fyrirsjáanlegt sé að fjármunir skili viðunandi ávöxtun. Fyrrverandi forstjóri Icelandair telur að félagið fari í þrot komi sjóðirnir ekki með fjármagn. 27. apríl 2020 18:49
Samfylkingin segir að tryggja þurfi framtíð Icelandair Samfylkingin vill að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að koma Icelandair til aðstoðar og hvetja þannig hluthafa til að koma með aukið fjármagn í rekstur félagsins. 27. apríl 2020 16:41
Ellefu lífeyrissjóðir eiga nærri helming hlutafjár í Icelandair Ellefu lífeyrssjóðir eru meðal tuttugu stærstu hluthafa í Icelandair þar af er Lífeyrissjóður verslunarmanna annar stærsti hluthafi í félaginu. Formaður VR segir að ekki verði lagt upp í björgunarleiðangur fyrir Icelandair nema félagið standi vörð um réttindi fólks. Þá þurfi fyrst og fremst að huga að því við fjárfestingu að hún sé fýsileg fyrir sjóðsfélaga. 27. apríl 2020 14:05
Sammála um að ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar. 26. apríl 2020 18:47