Ekki orðið af hátt í 500 aðgerðum vegna kórónuveirunnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. apríl 2020 19:40 Dregið hefur verið úr viðbúnaði vegna kórónuveirunnar á Landspítalanum og rými skapast þá fyrir aðra sjúklinga. Ætla má að ekki hafi orðið af hátt í fimm hundruð aðgerðum á Landspítalanum vegna kórónuveirunnar. Unnið er að því að draga úr viðbúnaði og hefur covid-deildum verið fækkað um helming. Forstjóri vonast til að bakverðir haldist áfram í starfi. Landspítalinn sinnir að jafnaði um 120 til 130 aðgerðum á viku. Frá því að ákveðið var að dresta skipulögðum, eða valkvæðum, aðgerðum í lok mars er talið að ekki hafi orðið af um sjötíu aðgerðum í hverri viku. Þar á meðal eru til dæmis liðskipti- og mjaðmaaðgerðir auk hjartaaðgerða sem taldar voru geta beðið. Þessar aðgerðir verða hafnar að nýju 4. maí. Á sex vikna tímabili má reikna með að ekki hafi orðið af 420 aðgerðum sem nú bíða. „Það hafa vissulega verið valkvæðar aðgerðir, eins og hjá krabbameinsveikum og hjá fólki með alvarlega hjartasjúkdóma, þar sem ekki hefur verið hægt að bíða. En annað hefur beðið,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Dregið hefur verið úr viðbúnaði vegna veirunnar. Gjörgæslurýmum undir covid-sjúklinga hefur verið fækkað og umsvif covid-göngudeildar minnkuð. „Við erum nú fyrst og fremst með tvær deildir sem eru að sinna covid-sjúklingum en þegar mest var vorum við með fjórar deildir í því,“ segir Páll. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Samhliða þessu fjölgar rýmum fyrir aðra sjúklinga sem þurfa í aðgerðir sem hefur verið frestað. Covid-göngudeildin verður þó áfram starfrækt í einhverju formi. „Líklega fram á haustið vegna þess að við þurfum að vera tilbúin að bregðast við aftur,“ segir hann. Landlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að ljóst væri orðið að heilbrigðiskerfið hafi ráðið vel við faraldurinn. „Við vorum með mönnun, tæki, lyf og hlífðarbúnað sem hæfði,“ sagði Alma Möller. Beinn kostnaður við viðbúnaðinn hleypur á hundruðum milljóna. „Síðan höfum við auðvitað í innkaupum verið að kaupa inn birgðir fyrir allt landið og það eru hærri upphæðir þar,“ segir Páll. Nærri tvö hundruð bakverðir réðu sig tímabundið til starfa í heilbrigðiskerfinu. Þeim mun fækka töluvert í maí. „En það er auðvitað fólk þarna með mjög dýrmæta sérþekkingu sem við myndum helst vilja fá til okkar varanlega,“ segir Páll. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Ætla má að ekki hafi orðið af hátt í fimm hundruð aðgerðum á Landspítalanum vegna kórónuveirunnar. Unnið er að því að draga úr viðbúnaði og hefur covid-deildum verið fækkað um helming. Forstjóri vonast til að bakverðir haldist áfram í starfi. Landspítalinn sinnir að jafnaði um 120 til 130 aðgerðum á viku. Frá því að ákveðið var að dresta skipulögðum, eða valkvæðum, aðgerðum í lok mars er talið að ekki hafi orðið af um sjötíu aðgerðum í hverri viku. Þar á meðal eru til dæmis liðskipti- og mjaðmaaðgerðir auk hjartaaðgerða sem taldar voru geta beðið. Þessar aðgerðir verða hafnar að nýju 4. maí. Á sex vikna tímabili má reikna með að ekki hafi orðið af 420 aðgerðum sem nú bíða. „Það hafa vissulega verið valkvæðar aðgerðir, eins og hjá krabbameinsveikum og hjá fólki með alvarlega hjartasjúkdóma, þar sem ekki hefur verið hægt að bíða. En annað hefur beðið,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Dregið hefur verið úr viðbúnaði vegna veirunnar. Gjörgæslurýmum undir covid-sjúklinga hefur verið fækkað og umsvif covid-göngudeildar minnkuð. „Við erum nú fyrst og fremst með tvær deildir sem eru að sinna covid-sjúklingum en þegar mest var vorum við með fjórar deildir í því,“ segir Páll. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Samhliða þessu fjölgar rýmum fyrir aðra sjúklinga sem þurfa í aðgerðir sem hefur verið frestað. Covid-göngudeildin verður þó áfram starfrækt í einhverju formi. „Líklega fram á haustið vegna þess að við þurfum að vera tilbúin að bregðast við aftur,“ segir hann. Landlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að ljóst væri orðið að heilbrigðiskerfið hafi ráðið vel við faraldurinn. „Við vorum með mönnun, tæki, lyf og hlífðarbúnað sem hæfði,“ sagði Alma Möller. Beinn kostnaður við viðbúnaðinn hleypur á hundruðum milljóna. „Síðan höfum við auðvitað í innkaupum verið að kaupa inn birgðir fyrir allt landið og það eru hærri upphæðir þar,“ segir Páll. Nærri tvö hundruð bakverðir réðu sig tímabundið til starfa í heilbrigðiskerfinu. Þeim mun fækka töluvert í maí. „En það er auðvitað fólk þarna með mjög dýrmæta sérþekkingu sem við myndum helst vilja fá til okkar varanlega,“ segir Páll.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira