Telur nauðsynlegt fyrir Icelandair að fá fjármagn frá lífeyrissjóðum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. apríl 2020 18:49 Jón Karl Ólafsson fyrrverandi forstjóri Icelandair telur mikilvægt að lífeyrissjóðir verji stöðu sina í Icelandair. Vísir/Egill Lífeyrissjóðir bíða eftir hlutafjárútboði Icelandair en þeir eiga tæpan helming í félaginu. Formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna segir að aðeins verði fjárfest ef fyrirsjáanlegt sé að fjármunirnir skili viðunandi ávöxtun. Fyrrverandi forstjóri Icelandair telur að félagið fari í þrot komi sjóðirnir ekki með fjármagn. Icelandair ætlar um mánaðarmótin að segja upp stórum hluta starfsmanna félagsins. Þá hefur forstjóri félagsins sagt að það lifi ekki af sumarið nema nýtt fé komi inn. Nú sé stefnt á að gefa út nýtt hlutafé fyrir fjárfesta og hugsanlega komi ríkið í framhaldinu með lánalínur. Ekki er komin önnur tímasetning á útboðið en að það sé á næstunni. Ellefu lífeyrissjóðir eru meðal tuttugu stærstu eigenda Icelandair og þar af fer Lífeyrissjóður verslunarmanna með næst stærstan hlut uppá um 12%. Þurfa að vera rekstrarlegar forsendur fyrir áframhaldi á fjárfestingu Stefán Sveinbjörnsson formaður sjóðsins segir að það þurfi að yfirfara útboðsgögn frá Icelandair áður en fjárfest verði frekar í félaginu. Stefán Sveinbjörnsson formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna segir mikilvægt að forsendur séu fyrir áframhaldandi fjárfestingu.Vísir/Egill „Það þurfa að vera rekstrarlegar forsendur fyrir því að það eigi að fara að fjárfesta í félagi eins og þessu sem og öðrum félögum sem sjóðurinn hefur fjárfest í. Þannig að þeir fjármunir sem fara þar inn skili sér með viðunandi ávöxtun miðað við þá áhættu sem verið er að taka,“ segir Stefán. Beðið með ákvarðanir Fréttastofa leitaði viðbragða hjá öðrum lífeyrissjóðum í dag og fékk svör frá Birtu, Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga og Almenna lífeyrissjóðnum þar sem einnig kom fram að beðið er með allar ákvarðanir þar til Icelandair skilar útboðsgögnum. Jón Karl Ólafsson fyrrverandi forstjóri Icelandair segir mikla óvissu framundan og margir standi frammi fyrir að velja á milli vondra, verra eða verstu kosta. Hann telur mikilvægt að sjóðirnir fjárfesti áfram í félaginu. „Versti kosturinn varðandi Icelandair væri ef lífeyrissjóðirnir vilja ekki gera neitt og félagið lendir á endanum í þroti sem við vonum að verði ekki, því þar með myndu lífeyrissjóðirnir tapa öllu fjármagninu í félaginu. Ég held að það væri miklu betra fyrir lífeyrissjóðina að verja stöðu félagsins.“ segir Jón Karl. Erfitt að finna nýja fjárfesta Jón segir að langflest flugfélög í heiminum eigi í basli og því sé erfitt að leita að erlendum fjárfestum. Staðan er svo óljós og það er eiginlega ómöglegt að sækja erlent fjármagn eins og staðan er nú, “ segir Jón Karl. Hann segir að víða séu stjórnvöld að hlaupa undir bagga hjá flugfélögum. Almennt hafa flugfélög verið að fá ríkisaðstoð vegna stöðunnar. Félag eins og Lufthansa er að biðja um ríkisaðstoð, sem er eitthvað sem maður hélt að myndi aldrei koma upp, SAS, Norwegian og KLM eru að fá ríkisaðstoð. Listinn er ótæmandi. Þegar tekjufallið er algjört þá verða menn að fá hjálp til að komast til gegn. Þetta er verkefni sem allir eru að fara í gegnum ekki bara Icelandair,“ segir Jón Karl. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Ellefu lífeyrissjóðir eiga nærri helming hlutafjár í Icelandair Ellefu lífeyrssjóðir eru meðal tuttugu stærstu hluthafa í Icelandair þar af er Lífeyrissjóður verslunarmanna annar stærsti hluthafi í félaginu. Formaður VR segir að ekki verði lagt upp í björgunarleiðangur fyrir Icelandair nema félagið standi vörð um réttindi fólks. Þá þurfi fyrst og fremst að huga að því við fjárfestingu að hún sé fýsileg fyrir sjóðsfélaga. 27. apríl 2020 14:05 Fjöldauppsagnir hjá Icelandair eftir helgi Koma mun til fjöldauppsagna hjá Icelandair strax eftir helgi. „Við verðum því miður að grípa til mjög erfiðra og mikilla aðgerða til að minnka útflæði fjármagns.“ Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. 26. apríl 2020 15:00 Sammála um að ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar. 26. apríl 2020 18:47 Samfylkingin segir að tryggja þurfi framtíð Icelandair Samfylkingin vill að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að koma Icelandair til aðstoðar og hvetja þannig hluthafa til að koma með aukið fjármagn í rekstur félagsins. 27. apríl 2020 16:41 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Lífeyrissjóðir bíða eftir hlutafjárútboði Icelandair en þeir eiga tæpan helming í félaginu. Formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna segir að aðeins verði fjárfest ef fyrirsjáanlegt sé að fjármunirnir skili viðunandi ávöxtun. Fyrrverandi forstjóri Icelandair telur að félagið fari í þrot komi sjóðirnir ekki með fjármagn. Icelandair ætlar um mánaðarmótin að segja upp stórum hluta starfsmanna félagsins. Þá hefur forstjóri félagsins sagt að það lifi ekki af sumarið nema nýtt fé komi inn. Nú sé stefnt á að gefa út nýtt hlutafé fyrir fjárfesta og hugsanlega komi ríkið í framhaldinu með lánalínur. Ekki er komin önnur tímasetning á útboðið en að það sé á næstunni. Ellefu lífeyrissjóðir eru meðal tuttugu stærstu eigenda Icelandair og þar af fer Lífeyrissjóður verslunarmanna með næst stærstan hlut uppá um 12%. Þurfa að vera rekstrarlegar forsendur fyrir áframhaldi á fjárfestingu Stefán Sveinbjörnsson formaður sjóðsins segir að það þurfi að yfirfara útboðsgögn frá Icelandair áður en fjárfest verði frekar í félaginu. Stefán Sveinbjörnsson formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna segir mikilvægt að forsendur séu fyrir áframhaldandi fjárfestingu.Vísir/Egill „Það þurfa að vera rekstrarlegar forsendur fyrir því að það eigi að fara að fjárfesta í félagi eins og þessu sem og öðrum félögum sem sjóðurinn hefur fjárfest í. Þannig að þeir fjármunir sem fara þar inn skili sér með viðunandi ávöxtun miðað við þá áhættu sem verið er að taka,“ segir Stefán. Beðið með ákvarðanir Fréttastofa leitaði viðbragða hjá öðrum lífeyrissjóðum í dag og fékk svör frá Birtu, Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga og Almenna lífeyrissjóðnum þar sem einnig kom fram að beðið er með allar ákvarðanir þar til Icelandair skilar útboðsgögnum. Jón Karl Ólafsson fyrrverandi forstjóri Icelandair segir mikla óvissu framundan og margir standi frammi fyrir að velja á milli vondra, verra eða verstu kosta. Hann telur mikilvægt að sjóðirnir fjárfesti áfram í félaginu. „Versti kosturinn varðandi Icelandair væri ef lífeyrissjóðirnir vilja ekki gera neitt og félagið lendir á endanum í þroti sem við vonum að verði ekki, því þar með myndu lífeyrissjóðirnir tapa öllu fjármagninu í félaginu. Ég held að það væri miklu betra fyrir lífeyrissjóðina að verja stöðu félagsins.“ segir Jón Karl. Erfitt að finna nýja fjárfesta Jón segir að langflest flugfélög í heiminum eigi í basli og því sé erfitt að leita að erlendum fjárfestum. Staðan er svo óljós og það er eiginlega ómöglegt að sækja erlent fjármagn eins og staðan er nú, “ segir Jón Karl. Hann segir að víða séu stjórnvöld að hlaupa undir bagga hjá flugfélögum. Almennt hafa flugfélög verið að fá ríkisaðstoð vegna stöðunnar. Félag eins og Lufthansa er að biðja um ríkisaðstoð, sem er eitthvað sem maður hélt að myndi aldrei koma upp, SAS, Norwegian og KLM eru að fá ríkisaðstoð. Listinn er ótæmandi. Þegar tekjufallið er algjört þá verða menn að fá hjálp til að komast til gegn. Þetta er verkefni sem allir eru að fara í gegnum ekki bara Icelandair,“ segir Jón Karl.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Ellefu lífeyrissjóðir eiga nærri helming hlutafjár í Icelandair Ellefu lífeyrssjóðir eru meðal tuttugu stærstu hluthafa í Icelandair þar af er Lífeyrissjóður verslunarmanna annar stærsti hluthafi í félaginu. Formaður VR segir að ekki verði lagt upp í björgunarleiðangur fyrir Icelandair nema félagið standi vörð um réttindi fólks. Þá þurfi fyrst og fremst að huga að því við fjárfestingu að hún sé fýsileg fyrir sjóðsfélaga. 27. apríl 2020 14:05 Fjöldauppsagnir hjá Icelandair eftir helgi Koma mun til fjöldauppsagna hjá Icelandair strax eftir helgi. „Við verðum því miður að grípa til mjög erfiðra og mikilla aðgerða til að minnka útflæði fjármagns.“ Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. 26. apríl 2020 15:00 Sammála um að ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar. 26. apríl 2020 18:47 Samfylkingin segir að tryggja þurfi framtíð Icelandair Samfylkingin vill að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að koma Icelandair til aðstoðar og hvetja þannig hluthafa til að koma með aukið fjármagn í rekstur félagsins. 27. apríl 2020 16:41 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Ellefu lífeyrissjóðir eiga nærri helming hlutafjár í Icelandair Ellefu lífeyrssjóðir eru meðal tuttugu stærstu hluthafa í Icelandair þar af er Lífeyrissjóður verslunarmanna annar stærsti hluthafi í félaginu. Formaður VR segir að ekki verði lagt upp í björgunarleiðangur fyrir Icelandair nema félagið standi vörð um réttindi fólks. Þá þurfi fyrst og fremst að huga að því við fjárfestingu að hún sé fýsileg fyrir sjóðsfélaga. 27. apríl 2020 14:05
Fjöldauppsagnir hjá Icelandair eftir helgi Koma mun til fjöldauppsagna hjá Icelandair strax eftir helgi. „Við verðum því miður að grípa til mjög erfiðra og mikilla aðgerða til að minnka útflæði fjármagns.“ Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. 26. apríl 2020 15:00
Sammála um að ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar. 26. apríl 2020 18:47
Samfylkingin segir að tryggja þurfi framtíð Icelandair Samfylkingin vill að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að koma Icelandair til aðstoðar og hvetja þannig hluthafa til að koma með aukið fjármagn í rekstur félagsins. 27. apríl 2020 16:41