Var í hljómsveit með meðlimum Mezzoforte en valdi fótboltann fram yfir tónlistina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2020 22:00 Guðmundur Torfason ásamt Pétri Péturssyni. Þeir deila markametinu í efstu deild á Íslandi ásamt Þórði Guðjónssyni, Tryggva Guðmundssyni og Andra Rúnari Bjarnasyni. Guðmundur Torfason, einn þeirra sem eiga markametið í efstu deild á Íslandi, valdi fótboltann fram yfir tónlistina þegar hann var unglingur. Hann ræddi um tónlistarferilinn í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net. Guðmundur var m.a. í hljómsveit með meðlimum Mezzoforte sem öðlaðist heimsfrægð árið 1983 með laginu „Garden Party“. Það fór í 17. sæti breska vinsældalistans og Mezzoforte flutti það í þættinum Top of the Pops. watch on YouTube „Við Gulli Briem og Jói Ásmunds ásamt Kristjáni Edilstein og Birni Thorarensen kynntust þegar við vorum 12-13 ára gamlir. Við spiluðum saman í nokkur ár. Síðan urðu nokkrar breytingar og Friðrik Karlsson og Eyþór Gunnarsson komu inn í þetta sem og Ellen Kristjánsdóttir,“ sagði Guðmundur í Miðjunni. Hann var á fullu í fótboltanum samhliða tónlistinni. „Við spiluðum út í eitt. Klúbburinn var ansi duglegur að taka nýliða inn til sín. Við fengum inni hjá Magnúsi Leopoldssyni og það var mjög gaman að því. Við fengum að spila í Klúbbnum þegar við vorum 15-16 ára,“ sagði Guðmundur. Þrátt fyrir að hafa haft gaman að tónlistinni setti Guðmundur fótboltann í fyrsta sæti. „Músík og fótbolti toguðust á hjá mér. Þetta var gaman en þegar það kom meiri alvara í fótboltann og ég var valinn í unglingalandsliðið fór einbeitingin frekar á fótboltann. Þetta var ekki kristilegur tími að vera spilandi á böllum þótt reglusemin hafi verið þokkaleg,“ sagði Guðmundur. Hann lék með Fram en fór í atvinnumennsku 1986 eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Fram og jafnað markametið í efstu deild (19 mörk). Guðmundur lék sem atvinnumaður í Belgíu, Austurríki, Skotlandi og á Englandi. Hann lék svo með Fylki og Grindavík áður en skórnir fóru á hilluna. Guðmundur lék 26 landsleiki og skoraði fjögur mörk á árunum 1985-91. Hlusta má á Miðjuna með því að smella hér. Íslenski boltinn Tónlist Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Fleiri fréttir Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira
Guðmundur Torfason, einn þeirra sem eiga markametið í efstu deild á Íslandi, valdi fótboltann fram yfir tónlistina þegar hann var unglingur. Hann ræddi um tónlistarferilinn í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net. Guðmundur var m.a. í hljómsveit með meðlimum Mezzoforte sem öðlaðist heimsfrægð árið 1983 með laginu „Garden Party“. Það fór í 17. sæti breska vinsældalistans og Mezzoforte flutti það í þættinum Top of the Pops. watch on YouTube „Við Gulli Briem og Jói Ásmunds ásamt Kristjáni Edilstein og Birni Thorarensen kynntust þegar við vorum 12-13 ára gamlir. Við spiluðum saman í nokkur ár. Síðan urðu nokkrar breytingar og Friðrik Karlsson og Eyþór Gunnarsson komu inn í þetta sem og Ellen Kristjánsdóttir,“ sagði Guðmundur í Miðjunni. Hann var á fullu í fótboltanum samhliða tónlistinni. „Við spiluðum út í eitt. Klúbburinn var ansi duglegur að taka nýliða inn til sín. Við fengum inni hjá Magnúsi Leopoldssyni og það var mjög gaman að því. Við fengum að spila í Klúbbnum þegar við vorum 15-16 ára,“ sagði Guðmundur. Þrátt fyrir að hafa haft gaman að tónlistinni setti Guðmundur fótboltann í fyrsta sæti. „Músík og fótbolti toguðust á hjá mér. Þetta var gaman en þegar það kom meiri alvara í fótboltann og ég var valinn í unglingalandsliðið fór einbeitingin frekar á fótboltann. Þetta var ekki kristilegur tími að vera spilandi á böllum þótt reglusemin hafi verið þokkaleg,“ sagði Guðmundur. Hann lék með Fram en fór í atvinnumennsku 1986 eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Fram og jafnað markametið í efstu deild (19 mörk). Guðmundur lék sem atvinnumaður í Belgíu, Austurríki, Skotlandi og á Englandi. Hann lék svo með Fylki og Grindavík áður en skórnir fóru á hilluna. Guðmundur lék 26 landsleiki og skoraði fjögur mörk á árunum 1985-91. Hlusta má á Miðjuna með því að smella hér.
Íslenski boltinn Tónlist Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Fleiri fréttir Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira