Lífið

Skrautleg spurningakeppni Gillzarans

Stefán Árni Pálsson skrifar
FM95BLÖ er alla föstudaga milli fjögur og sex.
FM95BLÖ er alla föstudaga milli fjögur og sex.

Einn vinsælasti útvarpsþáttur landsins er án efa FM95BLÖ sem er á dagskrá á FM957 og Xinu 977 alla föstudaga milli fjögur og sex.

Þáttastjórnendur eru þeir Auðunn Blöndal, Steinþór Hróar Steinþórsson og Egill Einarsson.

Eins og vanalega var spurningakeppni Gillzarans á dagskrá en þar semur Egill spurningar og þeir Auðunn og Steindi keppast um að ná í sem flest stig. Ekki alltaf vinsælt að vinna umræddar keppnir, þar sem spurningarnar eru oft á tíðum í skrýtnari kantinum.

Að þessu sinni gekk spurningarkeppnin út á það hver væri konungur sundlaugarinnar.

Steindi vann lengi vel sem sundlaugavörður og var því nokkuð sigurstranglegur. Keppnin var vægast sagt skrautleg eins og heyra má hér að neðan.

Klippa: Skrautleg spurningakeppni Gillzarans

Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×