Vinna við Notre Dame hafin að nýju Andri Eysteinsson skrifar 27. apríl 2020 13:28 Vinna við viðgerð kirkjunnar stöðvaðist vegna faraldursins. Getty/Chesnot Vinna við endurreisn Notre Dame kirkjunnar í París er hafin að nýju eftir að hlé var gert vegna faraldurs kórónuveirunnar. Fyrir rétt rúmu ári síðan kviknaði í kirkjunni sögufrægu sem stendur við bakka árinnar Signu í París. Heimurinn fylgdist með því þegar sífellt stærri hluti kirkjunnar varð eldi að bráð og að endingu féll turnspíra kirkjunnar í eldhafið ásamt þaki kirkjunnar. Frönsk yfirvöld sögðu að litlu hefði mátt muna svo að dómkirkjan brynni öll til kaldra kola. Sjá einnig: Drónamyndir varpa ljósi á gríðarlegar skemmdir Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hét því skömmu eftir brunann að kirkjan skyldi endurbyggð innan fimm ára og veittu fjölmargir fjársterkir aðilar fé í söfnun vegna framkvæmdanna. Vinna hefur þó gengið hægt vegna ýmissa atriða. Blýmengun var mikil eftir eldinn og stormar settu strik í reikninginn í vetur, þá var það faraldur kórónuveirunnar sem stöðvaði framkvæmdirnar með öllu í mars. Sóknarprestur Notre Dame, Patrick Chauvet, segir í samtali við Reuters að einn og hálfur mánuður hafi farið forgörðum en framkvæmdir séu þó enn á áætlun. Vinna sé að hefjast að nýju og verði sóttvarnarreglum framfylgt. Búningsklefum og sturtuaðstöðu iðnaðarmanna á svæðinu verður breytt til að koma í veg fyrir smithættu. Spurður um gang framkvæmdanna sagði Chauvet að þó verkefnið sé á áætlun þýði það ekki endilega að þeim verði lokið að fullu að fimm árum liðnum, kirkjan verði þó nothæf á þeim tímapunkti. Chauvet sagði fyrstu verkin hafa snúið að því að fjarlægja málm sem hafði bráðnað við eldsvoðann. „Þegar hann hefur verið fjarlægður, þá getum við sagt að fyrsta skrefi, að gera aðstæður verkamanna öruggar, sé lokið.“ Frakkland Bruninn í Notre-Dame Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Vinna við endurreisn Notre Dame kirkjunnar í París er hafin að nýju eftir að hlé var gert vegna faraldurs kórónuveirunnar. Fyrir rétt rúmu ári síðan kviknaði í kirkjunni sögufrægu sem stendur við bakka árinnar Signu í París. Heimurinn fylgdist með því þegar sífellt stærri hluti kirkjunnar varð eldi að bráð og að endingu féll turnspíra kirkjunnar í eldhafið ásamt þaki kirkjunnar. Frönsk yfirvöld sögðu að litlu hefði mátt muna svo að dómkirkjan brynni öll til kaldra kola. Sjá einnig: Drónamyndir varpa ljósi á gríðarlegar skemmdir Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hét því skömmu eftir brunann að kirkjan skyldi endurbyggð innan fimm ára og veittu fjölmargir fjársterkir aðilar fé í söfnun vegna framkvæmdanna. Vinna hefur þó gengið hægt vegna ýmissa atriða. Blýmengun var mikil eftir eldinn og stormar settu strik í reikninginn í vetur, þá var það faraldur kórónuveirunnar sem stöðvaði framkvæmdirnar með öllu í mars. Sóknarprestur Notre Dame, Patrick Chauvet, segir í samtali við Reuters að einn og hálfur mánuður hafi farið forgörðum en framkvæmdir séu þó enn á áætlun. Vinna sé að hefjast að nýju og verði sóttvarnarreglum framfylgt. Búningsklefum og sturtuaðstöðu iðnaðarmanna á svæðinu verður breytt til að koma í veg fyrir smithættu. Spurður um gang framkvæmdanna sagði Chauvet að þó verkefnið sé á áætlun þýði það ekki endilega að þeim verði lokið að fullu að fimm árum liðnum, kirkjan verði þó nothæf á þeim tímapunkti. Chauvet sagði fyrstu verkin hafa snúið að því að fjarlægja málm sem hafði bráðnað við eldsvoðann. „Þegar hann hefur verið fjarlægður, þá getum við sagt að fyrsta skrefi, að gera aðstæður verkamanna öruggar, sé lokið.“
Frakkland Bruninn í Notre-Dame Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira