„Við þurfum að fara meira yfir í þetta dýrslega“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. apríl 2020 21:00 Andrea Eyland ræddi við Auði Bjarnadóttur jógakennara í þættinum Óskalistinn í hlaðvarpinu Kviknar. Kviknar/Þorleifur Kamban. Auður Bjarnadóttir meðgöngujógakennari hefur unnið með konum í aðdraganda fæðinga í tvo áratugi. Hún var gestur í hlaðvarpinu Kviknar og ræddi þar um undirbúninginn fyrir fæðinguna. Þar sagðist hún hafa heyrt það frá ljósmóður að margar konur hér á landi gangi inn á fæðingardeildina og hugsi um það hvernig þær eigi að fæða og hvernig þær eigi að vera í þessum aðstæðum. „Við erum bara of mikið aldar upp við það. Hvernig á ég að vera? Hvað á ég að gera? Hvernig á ég að líta út? Hvað er rétt? Við erum of prógrammaðar í að vera góðu stelpurnar og gera rétt. Þess vegna segi ég, við þurfum að fara meira yfir í þetta dýrslega.“ Hún segir að sem betur fer vilji líkaminn fara þangað í fæðingum. „Ég þarf bara að gera allt sem tekur úr mér ótta, allt sem tekur mig úr óöryggi og þá fer líkaminn þangað. Hormónin, deyfiefnin, þú vilt í rauninni loka augunum þannig að þú farir í innra transinn, fæðingartransinn.“ Auður Bjarnadóttir jógakennari og Andrea Eyland umsjónarkona Kviknar. Gyðjuviskan að gleymast Auður segir að í fæðingum þá þurfi konur að fá að vera ótruflaðar. Að þær þori að loka augunum, að þær þori að leita inn á við. Þetta val að treysta. Í þættinum notaði hún hundinn sinn sem dæmi, því þegar kom að því að hvolparnir væru að koma í heiminn, stakk hundurinn af niður í kjallara þangað sem hún mátti ekki fara. „Þar var hún undir rúmi, búin að fæða fjóra hvolpa alein í myrkrinu. Hún kom ekki í örvæntingu „hvernig á ég að gera þetta?“ heldur líkaminn kunni. Hún vissi í hennar skrokk að hún þurfti kyrrð og myrkur og innri einbeitingu. Við erum svolítið í gegnum hvíta sloppa og lappir upp í loft búin að gefa frá okkur þessa innri gyðjuvisku sem er þarna.“ Hún segir að það sé samt stórkostlegt að fá að sjá konur mæta í jóga hræddar en finna öryggið, jógað geti nefnilega líka verið valdeflandi. „Við erum í jóga að styrkja hlutlausa hugann og víðáttu og þá ertu ekki alltaf að spá í það hvernig lít ég út og hvernig kem ég fram fyrir einhvern annan.“ Hægt er að hlusta á viðtalið og þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. Viðtalið við Auði hefst á mínútu Kviknar Frjósemi Tengdar fréttir „Þú hefur val um hvar þú vilt fæða barnið þitt“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um fæðingarstaði, fæðingarsögur og undirbúning fyrir fæðingu. Í þættinum, sem hefur titilinn Óskalistinn, er meðal annars rætt við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður en hún hefur starfað á sjúkrahúsinu á Akranesi í tvo áratugi. 22. apríl 2020 20:00 Mikilvægt að líða vel á meðgöngu Vignir Bollason kírópraktor sérhæfir sig í ófrískum konum og aðstoðar þær vegna verkja á meðgöngu. 16. apríl 2020 20:00 Konur ættu ekki að þurfa að vinna á síðasta mánuði meðgöngu Auður Bjarnadóttir segir að alls konar tilfinningar fari af stað hjá ófrískum konum í meðgöngujóga. 10. apríl 2020 11:00 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Sjá meira
Auður Bjarnadóttir meðgöngujógakennari hefur unnið með konum í aðdraganda fæðinga í tvo áratugi. Hún var gestur í hlaðvarpinu Kviknar og ræddi þar um undirbúninginn fyrir fæðinguna. Þar sagðist hún hafa heyrt það frá ljósmóður að margar konur hér á landi gangi inn á fæðingardeildina og hugsi um það hvernig þær eigi að fæða og hvernig þær eigi að vera í þessum aðstæðum. „Við erum bara of mikið aldar upp við það. Hvernig á ég að vera? Hvað á ég að gera? Hvernig á ég að líta út? Hvað er rétt? Við erum of prógrammaðar í að vera góðu stelpurnar og gera rétt. Þess vegna segi ég, við þurfum að fara meira yfir í þetta dýrslega.“ Hún segir að sem betur fer vilji líkaminn fara þangað í fæðingum. „Ég þarf bara að gera allt sem tekur úr mér ótta, allt sem tekur mig úr óöryggi og þá fer líkaminn þangað. Hormónin, deyfiefnin, þú vilt í rauninni loka augunum þannig að þú farir í innra transinn, fæðingartransinn.“ Auður Bjarnadóttir jógakennari og Andrea Eyland umsjónarkona Kviknar. Gyðjuviskan að gleymast Auður segir að í fæðingum þá þurfi konur að fá að vera ótruflaðar. Að þær þori að loka augunum, að þær þori að leita inn á við. Þetta val að treysta. Í þættinum notaði hún hundinn sinn sem dæmi, því þegar kom að því að hvolparnir væru að koma í heiminn, stakk hundurinn af niður í kjallara þangað sem hún mátti ekki fara. „Þar var hún undir rúmi, búin að fæða fjóra hvolpa alein í myrkrinu. Hún kom ekki í örvæntingu „hvernig á ég að gera þetta?“ heldur líkaminn kunni. Hún vissi í hennar skrokk að hún þurfti kyrrð og myrkur og innri einbeitingu. Við erum svolítið í gegnum hvíta sloppa og lappir upp í loft búin að gefa frá okkur þessa innri gyðjuvisku sem er þarna.“ Hún segir að það sé samt stórkostlegt að fá að sjá konur mæta í jóga hræddar en finna öryggið, jógað geti nefnilega líka verið valdeflandi. „Við erum í jóga að styrkja hlutlausa hugann og víðáttu og þá ertu ekki alltaf að spá í það hvernig lít ég út og hvernig kem ég fram fyrir einhvern annan.“ Hægt er að hlusta á viðtalið og þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. Viðtalið við Auði hefst á mínútu
Kviknar Frjósemi Tengdar fréttir „Þú hefur val um hvar þú vilt fæða barnið þitt“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um fæðingarstaði, fæðingarsögur og undirbúning fyrir fæðingu. Í þættinum, sem hefur titilinn Óskalistinn, er meðal annars rætt við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður en hún hefur starfað á sjúkrahúsinu á Akranesi í tvo áratugi. 22. apríl 2020 20:00 Mikilvægt að líða vel á meðgöngu Vignir Bollason kírópraktor sérhæfir sig í ófrískum konum og aðstoðar þær vegna verkja á meðgöngu. 16. apríl 2020 20:00 Konur ættu ekki að þurfa að vinna á síðasta mánuði meðgöngu Auður Bjarnadóttir segir að alls konar tilfinningar fari af stað hjá ófrískum konum í meðgöngujóga. 10. apríl 2020 11:00 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Sjá meira
„Þú hefur val um hvar þú vilt fæða barnið þitt“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um fæðingarstaði, fæðingarsögur og undirbúning fyrir fæðingu. Í þættinum, sem hefur titilinn Óskalistinn, er meðal annars rætt við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður en hún hefur starfað á sjúkrahúsinu á Akranesi í tvo áratugi. 22. apríl 2020 20:00
Mikilvægt að líða vel á meðgöngu Vignir Bollason kírópraktor sérhæfir sig í ófrískum konum og aðstoðar þær vegna verkja á meðgöngu. 16. apríl 2020 20:00
Konur ættu ekki að þurfa að vinna á síðasta mánuði meðgöngu Auður Bjarnadóttir segir að alls konar tilfinningar fari af stað hjá ófrískum konum í meðgöngujóga. 10. apríl 2020 11:00