Ingó gaf Júlíönu falleinkunn þegar enginn í boðinu heyrði til Stefán Árni Pálsson skrifar 27. apríl 2020 12:29 Ingó var ekki beint heiðarlegur við matarborðið. Júlíana Sara Gunnarsdóttir var gestur hjá Evu Laufey Kjaran í síðasta þætti af Matarboði Evu. Þar lærði hún að matreiða Blómkáls tacos. Júlíana var nokkuð borubrött þegar hún var í kennslu hjá Evu en þegar á hólminn var komið reyndist verkefnið erfiðara. Hún bauð vinum og vandamönnum í mat og var einn af þeim Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð. Ingó talaði einstaklega fallega um réttina við matarborðið en þegar hann var síðan einn með myndatökumanni var allt annað hljóð í Ingólfi og fékk maturinn í raun algjöra falleinkunn. Hér að neðan má sjá matarboðið sjálft. Klippa: Ingó gaf Júlíönu falleinkunn þegar enginn í boðinu heyrði til Hér að neðan má sjá uppskrift af réttunum sem Júlíana bar fram. Blómkáls tacos Fyrir 2-3 1 stórt blómkál 2 msk olía 1 ½ tsk salt 1 ½ tsk pipar 1 ½ tsk paprika 1 ½ cumin krydd 1 ½ kóríander, malaður Aðferð: 1.Skerið blómkálið í litla bita og setjið í skál ásamt þeim kryddum sem talin eru upp hér að ofan og olíu, blandið vel saman (best að nota hendurnar í verkið). 2.Þið getið annaðhvort ofnbakað blómkálið eða djúpsteikt. 3.Ef þið ætlið að ofnbaka þá stillið þið ofninn á 220°C, leggið blómkálið í eldfast mót og bakið í 15 mínútur. Snúið blómkálinu einu sinni við og bakið áfram í 15 mínútur. Þá er það tilbúið! 4.Ef þið viljið djúpsteikja, þá veltið þið blómkálsbitunum upp úr hveiti og síðan upp úr orly deigi. Steikið í olíu sem þolir djúpsteikingu í örfáar mínútur á öllum hliðum þar til blómkálsbitarnir eru gullinbrúnir. Þið getið séð aðferðina í Instastory hjá mér á Instagram. Orly deig: 250 ml hveiti 250 ml sódavatn 1 tsk lyftiduft 1 1/2 tsk salt 1 tsk pipar 1 tsk srircacha sósa Aðferð: 1.Blandið hveitinu, sódavatninu, lyftidufti, salti og pipar saman í skál og hrærið þar til deigið er silkimjúkt. Bragðbætið gjarnan með sriracha sósu. Lárperujógúrtsósa: 5 msk grískt jógúrt 1 hvítlauksrif Safi úr hálfri límónu 1 tsk hunang 2 lárperur Salt og pipar, eftir smekk Aðferð: 2.Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota. Ferskt salat: Rauðkál, hálft höfuð Handfylli kóríander 3 msk smátt skorinn vorlaukur 1 tsk salt 1 msk appelsínusafi Aðferð: 3.Skerið rauðkálið smátt eða rífið það niður í matvinnsluvél. 4.Saxið kóríander og vorlauk smátt. 5.Blandið öllum hráefnum saman í skál og bragðbætið með salti og appelsínusafa. Pulled pork tacos Fyrir fjóra 800 g úrbeinaður svínahnakki 1 msk ólífuolía 2 tsk paprikukrydd 2 tsk cumin krydd 2 tsk allrahandakrydd 1 tsk hvítlauksduft Salt og pipar, magn eftir smekk ca. 1 tsk af hvoru 2 hvítlauksrif 330 ml bjór 2 dl soðið vatn Handfylli kóríander ½ rautt chilialdin 1 laukur Aðferð: 1. Forhitið ofninn í 160°C (blástur) 2. Hitið olíu í potti sem þolir að fara inn í ofn og helst með loki. 3. Steikið kjötið upp úr olíunni og kryddið, saxið lauk, hvítlauk og chili og setjið saman við. Steikið vel í tvær til þrjár mínútur á hvorri hlið. 4. Hellið bjórnum saman við og látið sjóða í tvær mínútur, bætið kóríander saman við í lokin. 5. Setjið lokið á pottinn og inn í ofn við 160°C í fjórar til sex klukkustundir. 6. Bætið soðna vatninu saman við þegar kjötið er tilbúið og hrærið vel upp í því, rífið það í sundur og smakkið til með salti og pipar. 7. Geymið kjötið til hliðar á meðan þið útbúið einfalt meðlæti. Tillögur að meðlæti: ·Tortillavefjur ·Límóna ·Kóríander ·Hreinn fetaostur ·Jalepeno ·Pikklaður rauðlaukur Chipotle sósa ·4 msk sýrður rjómi ·1-2 tsk chipotle mauk ·Salt og pipar ·Límóna úr hálfri límónu Aðferð: 1. Setjið öll hráefnin saman í skál og blandið vel saman, smakkið ykkur til með chipotle maukið. 2. Geymið sósuna í kæli áður en þið berið hana fram. Pikklaður rauðlaukur. ·1 rauðlaukur ·1 dl hvítvínsedik ·1 msk sykur Aðferð: 1. Skerið rauðlauk í jafn stórar sneiðar, setjið í krukku eða skál og hellið hvítvínsediki og sykri saman við. 2. Blandið vel saman og geymið í kæli í lágmark klukkustund. Ítalskur vanillubúðingur með ástaraldinsósu Vanillubúðingur ·500 ml rjómi ·100 g hvítt súkkulaði ·2 msk. Vanillusykur ·Fræ úr 1 vanillustöng ·2 plötur matarlím Vanillubúðingur: 1. Leggið matarlímsblöð í kalt vatn í fjórar til sex mínútur. Á meðan hitið þið rjóma að suðu og bætið súkkulaði saman við og bræðið í rólegheitum. 2. Bætið vanillufræjum og vanillusykri saman við þegar súkkulaðið er bráðnað og kreistið vökvann frá matarlímsblöðum og hrærið út í vanillublönduna. 3. Hellið í skálar og geymið í kæli í minnsta kosti tvær til þrjár klukkustundir. Best yfir nótt. Ástaraldinsósa ·3 ástaraldin ·3 tsk. Flórsykur ·1 mangó ·Fersk ber til skrauts, til dæmis jarðarber og brómber ·Hvítt súkkulaði, magn eftir smekk Ástaraldinnsósa 1. Skafið innan úr ástaraldininu og skerið mangó smátt, rífið niður hvítt súkkulaði og blandið öllu saman við smá flórsykur. Setjið vanillubúðinginn og skreytið með berjum áður en þið berið hann fram og njótið strax. Eva Laufey Blómkál Taco Uppskriftir Búðingur Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
Júlíana Sara Gunnarsdóttir var gestur hjá Evu Laufey Kjaran í síðasta þætti af Matarboði Evu. Þar lærði hún að matreiða Blómkáls tacos. Júlíana var nokkuð borubrött þegar hún var í kennslu hjá Evu en þegar á hólminn var komið reyndist verkefnið erfiðara. Hún bauð vinum og vandamönnum í mat og var einn af þeim Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð. Ingó talaði einstaklega fallega um réttina við matarborðið en þegar hann var síðan einn með myndatökumanni var allt annað hljóð í Ingólfi og fékk maturinn í raun algjöra falleinkunn. Hér að neðan má sjá matarboðið sjálft. Klippa: Ingó gaf Júlíönu falleinkunn þegar enginn í boðinu heyrði til Hér að neðan má sjá uppskrift af réttunum sem Júlíana bar fram. Blómkáls tacos Fyrir 2-3 1 stórt blómkál 2 msk olía 1 ½ tsk salt 1 ½ tsk pipar 1 ½ tsk paprika 1 ½ cumin krydd 1 ½ kóríander, malaður Aðferð: 1.Skerið blómkálið í litla bita og setjið í skál ásamt þeim kryddum sem talin eru upp hér að ofan og olíu, blandið vel saman (best að nota hendurnar í verkið). 2.Þið getið annaðhvort ofnbakað blómkálið eða djúpsteikt. 3.Ef þið ætlið að ofnbaka þá stillið þið ofninn á 220°C, leggið blómkálið í eldfast mót og bakið í 15 mínútur. Snúið blómkálinu einu sinni við og bakið áfram í 15 mínútur. Þá er það tilbúið! 4.Ef þið viljið djúpsteikja, þá veltið þið blómkálsbitunum upp úr hveiti og síðan upp úr orly deigi. Steikið í olíu sem þolir djúpsteikingu í örfáar mínútur á öllum hliðum þar til blómkálsbitarnir eru gullinbrúnir. Þið getið séð aðferðina í Instastory hjá mér á Instagram. Orly deig: 250 ml hveiti 250 ml sódavatn 1 tsk lyftiduft 1 1/2 tsk salt 1 tsk pipar 1 tsk srircacha sósa Aðferð: 1.Blandið hveitinu, sódavatninu, lyftidufti, salti og pipar saman í skál og hrærið þar til deigið er silkimjúkt. Bragðbætið gjarnan með sriracha sósu. Lárperujógúrtsósa: 5 msk grískt jógúrt 1 hvítlauksrif Safi úr hálfri límónu 1 tsk hunang 2 lárperur Salt og pipar, eftir smekk Aðferð: 2.Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota. Ferskt salat: Rauðkál, hálft höfuð Handfylli kóríander 3 msk smátt skorinn vorlaukur 1 tsk salt 1 msk appelsínusafi Aðferð: 3.Skerið rauðkálið smátt eða rífið það niður í matvinnsluvél. 4.Saxið kóríander og vorlauk smátt. 5.Blandið öllum hráefnum saman í skál og bragðbætið með salti og appelsínusafa. Pulled pork tacos Fyrir fjóra 800 g úrbeinaður svínahnakki 1 msk ólífuolía 2 tsk paprikukrydd 2 tsk cumin krydd 2 tsk allrahandakrydd 1 tsk hvítlauksduft Salt og pipar, magn eftir smekk ca. 1 tsk af hvoru 2 hvítlauksrif 330 ml bjór 2 dl soðið vatn Handfylli kóríander ½ rautt chilialdin 1 laukur Aðferð: 1. Forhitið ofninn í 160°C (blástur) 2. Hitið olíu í potti sem þolir að fara inn í ofn og helst með loki. 3. Steikið kjötið upp úr olíunni og kryddið, saxið lauk, hvítlauk og chili og setjið saman við. Steikið vel í tvær til þrjár mínútur á hvorri hlið. 4. Hellið bjórnum saman við og látið sjóða í tvær mínútur, bætið kóríander saman við í lokin. 5. Setjið lokið á pottinn og inn í ofn við 160°C í fjórar til sex klukkustundir. 6. Bætið soðna vatninu saman við þegar kjötið er tilbúið og hrærið vel upp í því, rífið það í sundur og smakkið til með salti og pipar. 7. Geymið kjötið til hliðar á meðan þið útbúið einfalt meðlæti. Tillögur að meðlæti: ·Tortillavefjur ·Límóna ·Kóríander ·Hreinn fetaostur ·Jalepeno ·Pikklaður rauðlaukur Chipotle sósa ·4 msk sýrður rjómi ·1-2 tsk chipotle mauk ·Salt og pipar ·Límóna úr hálfri límónu Aðferð: 1. Setjið öll hráefnin saman í skál og blandið vel saman, smakkið ykkur til með chipotle maukið. 2. Geymið sósuna í kæli áður en þið berið hana fram. Pikklaður rauðlaukur. ·1 rauðlaukur ·1 dl hvítvínsedik ·1 msk sykur Aðferð: 1. Skerið rauðlauk í jafn stórar sneiðar, setjið í krukku eða skál og hellið hvítvínsediki og sykri saman við. 2. Blandið vel saman og geymið í kæli í lágmark klukkustund. Ítalskur vanillubúðingur með ástaraldinsósu Vanillubúðingur ·500 ml rjómi ·100 g hvítt súkkulaði ·2 msk. Vanillusykur ·Fræ úr 1 vanillustöng ·2 plötur matarlím Vanillubúðingur: 1. Leggið matarlímsblöð í kalt vatn í fjórar til sex mínútur. Á meðan hitið þið rjóma að suðu og bætið súkkulaði saman við og bræðið í rólegheitum. 2. Bætið vanillufræjum og vanillusykri saman við þegar súkkulaðið er bráðnað og kreistið vökvann frá matarlímsblöðum og hrærið út í vanillublönduna. 3. Hellið í skálar og geymið í kæli í minnsta kosti tvær til þrjár klukkustundir. Best yfir nótt. Ástaraldinsósa ·3 ástaraldin ·3 tsk. Flórsykur ·1 mangó ·Fersk ber til skrauts, til dæmis jarðarber og brómber ·Hvítt súkkulaði, magn eftir smekk Ástaraldinnsósa 1. Skafið innan úr ástaraldininu og skerið mangó smátt, rífið niður hvítt súkkulaði og blandið öllu saman við smá flórsykur. Setjið vanillubúðinginn og skreytið með berjum áður en þið berið hann fram og njótið strax.
Eva Laufey Blómkál Taco Uppskriftir Búðingur Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira