Suður-Kóreumenn segja Kim Jong-un sprelllifandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2020 07:42 Kim Jong-un fagnar einu af mörgum tilraunaskotum ríkisins með kjarnorkuflaugar. Nordicphotos/AFP Fregnir af andláti leiðtoga Norður-Kóreu eru stórlega ýktar, ef marka má nágranna þeirra í suðri. Suður-kóreskir embættismenn segja Kim Jong-un við hestaheilsu. „Afstaða ríkisstjórnar okkar er skýr,“ sagði Moon Chung-in, þjóðaröryggisráðgjafi forseta Suður-Kóreu í gærkvöld. „Kim Jong-un er lifandi og við góða heilsu“ Allir helstu fjölmiðlar heims hafa velt sér upp úr heilsufari leiðtogans síðustu daga. Hann hefur ekki sést opinberlega frá því 11. apríl og það þótti meira en lítið grunsamlegt að Kim hafi ekki tekið þátt í hátíðahöldum vegna afmælis afa hans Kim Il-Sung, eilífðarleiðtoga landsins, þann 15. þessa mánaðar. Fjölmargar áhugaverðar fyrirsagnir hafa því birst síðustu daga. „Einræðisherra Norður-Kóreu talinn vera dauður, heiladauður eða sprækur,“ birtist til að mynda hjá götublaðinu New York Post í gær, fyrirsögn sem þykir fanga sögusagnirnar ágætlega. Stjórnvöld í Suður-Kóreu segjast þó ekki vera í nokkrum vafa um að Kim Jong-un hafi það ágætt. Leiðtoginn hafi haldið sig í strandbænum Wonsan á austurströnd Norður-Kóreu undanfarnar tvær vikur. Gervihnattarmyndir af Wonsan höfðu einmitt sýnt að lest leiðtogans hefur staðið óhreyfð í bænum undanfarna daga. Suður-kóresk stjórnvöld segja þannig ekki hafa orðið vör við neinar „grunsamlegar hreyfingar“ norðan landamæranna og ekkert sem þau þyrftu að rannsaka eða staðfesta frekar. Orðrómur um slæma heilsu leiðtogans kviknaði fyrr í þessum mánuði þegar suður-kóreskur vefmiðill greindi frá því að Kim væri illa haldinn eftir að hafa undirgengist hjartaaðgerð. CNN sagðist síðar hafa heimildir fyrir því að bandarísk stjórnvöld fylgdust vel með heilsufari Kim. Bandaríkjaforseti blés sjálfur á vangaveltur af heiluleysi þess norður-kóreska, rétt eins og stjórnvöld í Peking höfðu áður gert. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kim hverfur úr sviðsljósinu. Árið 2014 sást ekkert til hans í rúmar fimm vikur áður en hann birtist svo aftur og studdist þá við göngustaf. Suður-kóreskar njósnastofnanir sögðu þá að leiðtoginn hafi farið í aðgerð til að fjarlæga vörtu af öðrum ökklanum. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Fregnir af andláti leiðtoga Norður-Kóreu eru stórlega ýktar, ef marka má nágranna þeirra í suðri. Suður-kóreskir embættismenn segja Kim Jong-un við hestaheilsu. „Afstaða ríkisstjórnar okkar er skýr,“ sagði Moon Chung-in, þjóðaröryggisráðgjafi forseta Suður-Kóreu í gærkvöld. „Kim Jong-un er lifandi og við góða heilsu“ Allir helstu fjölmiðlar heims hafa velt sér upp úr heilsufari leiðtogans síðustu daga. Hann hefur ekki sést opinberlega frá því 11. apríl og það þótti meira en lítið grunsamlegt að Kim hafi ekki tekið þátt í hátíðahöldum vegna afmælis afa hans Kim Il-Sung, eilífðarleiðtoga landsins, þann 15. þessa mánaðar. Fjölmargar áhugaverðar fyrirsagnir hafa því birst síðustu daga. „Einræðisherra Norður-Kóreu talinn vera dauður, heiladauður eða sprækur,“ birtist til að mynda hjá götublaðinu New York Post í gær, fyrirsögn sem þykir fanga sögusagnirnar ágætlega. Stjórnvöld í Suður-Kóreu segjast þó ekki vera í nokkrum vafa um að Kim Jong-un hafi það ágætt. Leiðtoginn hafi haldið sig í strandbænum Wonsan á austurströnd Norður-Kóreu undanfarnar tvær vikur. Gervihnattarmyndir af Wonsan höfðu einmitt sýnt að lest leiðtogans hefur staðið óhreyfð í bænum undanfarna daga. Suður-kóresk stjórnvöld segja þannig ekki hafa orðið vör við neinar „grunsamlegar hreyfingar“ norðan landamæranna og ekkert sem þau þyrftu að rannsaka eða staðfesta frekar. Orðrómur um slæma heilsu leiðtogans kviknaði fyrr í þessum mánuði þegar suður-kóreskur vefmiðill greindi frá því að Kim væri illa haldinn eftir að hafa undirgengist hjartaaðgerð. CNN sagðist síðar hafa heimildir fyrir því að bandarísk stjórnvöld fylgdust vel með heilsufari Kim. Bandaríkjaforseti blés sjálfur á vangaveltur af heiluleysi þess norður-kóreska, rétt eins og stjórnvöld í Peking höfðu áður gert. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kim hverfur úr sviðsljósinu. Árið 2014 sást ekkert til hans í rúmar fimm vikur áður en hann birtist svo aftur og studdist þá við göngustaf. Suður-kóreskar njósnastofnanir sögðu þá að leiðtoginn hafi farið í aðgerð til að fjarlæga vörtu af öðrum ökklanum.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira