Fjögurra milljarða króna björgunarpakki til danskra fjölmiðla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. apríl 2020 23:26 Fjölmiðlar í Kaupmannahöfn og víðar í Danmörku munu geta sótt um ríkisaðstoð vegna auglýsingataps á tímum kórónuveirunnar. Olga Iacovlenco Pólitískur meirihluti hefur náðst um björgunarpakka í Danmörku til fjölmiðla þar í landi. Áætlaður kostnaður ríkisins svarar til um 3,7 milljarða íslenskra króna. Um er að ræða greiðslur vegna hruns í auglýsingatekjum sem má rekja beint til kórónuveirunnar. Aðgerðirnar ná til dagblaða, vefmiðla, vikublaða, útvarpsstöðva, tímarita og fagblaða. Séu miðlarnir skráðir á vef fjölmiðlanefndar er hægt að sækja um bætur. Kórónuveirufaraldurinn og tilheyrandi samkomubönn hafa mjög mikil áhrif á alls kyns rekstur. Lítil umsvif gefur ekki tilefni til að auglýsa starfsemi sína og finna fjölmiðlar um heim allan fyrir áhrifunum. Um er að ræða bætur að hámarki 60 prósent af tekjumissi fjölmiðils hafi niðursveiflan vegna kórónuveirunnar verið 30-50 prósent. Hafi niðursveiflan verið 50-100 prósent bætir ríkið 80 prósent tapsins. Tímabilið sem björgunarpakkinn nær til er frá 9. mars til 8. júní. Jesper Rosener, formaður Blaðamannafélags Danmerkur, er ánægður með niðurstöðuna. Viðræður félagsins við stjórnvöld hafa verið eldfimar að því er fram kemur í frétt DR. Rosener segir blaðamenn og þeirra störf aldrei hafa verið mikilvægari, að upplýsa borgara um kórónuveirufaraldurinn, ástæður hans og afdrif bæði í heimalandinu og erlendis. Blaðamenn geti nú hætt að óttast um störf sín og sinnt þeim af kappi. Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Pólitískur meirihluti hefur náðst um björgunarpakka í Danmörku til fjölmiðla þar í landi. Áætlaður kostnaður ríkisins svarar til um 3,7 milljarða íslenskra króna. Um er að ræða greiðslur vegna hruns í auglýsingatekjum sem má rekja beint til kórónuveirunnar. Aðgerðirnar ná til dagblaða, vefmiðla, vikublaða, útvarpsstöðva, tímarita og fagblaða. Séu miðlarnir skráðir á vef fjölmiðlanefndar er hægt að sækja um bætur. Kórónuveirufaraldurinn og tilheyrandi samkomubönn hafa mjög mikil áhrif á alls kyns rekstur. Lítil umsvif gefur ekki tilefni til að auglýsa starfsemi sína og finna fjölmiðlar um heim allan fyrir áhrifunum. Um er að ræða bætur að hámarki 60 prósent af tekjumissi fjölmiðils hafi niðursveiflan vegna kórónuveirunnar verið 30-50 prósent. Hafi niðursveiflan verið 50-100 prósent bætir ríkið 80 prósent tapsins. Tímabilið sem björgunarpakkinn nær til er frá 9. mars til 8. júní. Jesper Rosener, formaður Blaðamannafélags Danmerkur, er ánægður með niðurstöðuna. Viðræður félagsins við stjórnvöld hafa verið eldfimar að því er fram kemur í frétt DR. Rosener segir blaðamenn og þeirra störf aldrei hafa verið mikilvægari, að upplýsa borgara um kórónuveirufaraldurinn, ástæður hans og afdrif bæði í heimalandinu og erlendis. Blaðamenn geti nú hætt að óttast um störf sín og sinnt þeim af kappi.
Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira