Sótthreinsiefni og sterkir geislar geta skemmt frumur til jafns við veirur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. apríl 2020 10:37 Smásjármynd sýnir hér margar SARS-CoV-2-veirur sem hafa brotið sér leit úr hýsilfrumu. SARS-CoV-2 er í daglegu tali þekkt sem kórónuveiran sem valdið getur Covid-19. Vísir/Getty Í dag birtist á Vísindavef Háskóla Íslands, sem svalað hefur fróðleiksþorsta Íslendinga um árabil, svar við eftirfarandi spurningu: Er hægt að drepa nýju kórónuveiruna í mönnum með því að dæla sótthreinsivökva í þá eða nota orkuríka geisla? Ætla má að tilefnið séu orð Donalds Trump Bandaríkjaforseta á blaðamannafundi á föstudag. Þar viðraði hann hugmyndir um að mögulega væri hægt að lækna fólk af Covid-19 sjúkdómnum með því að dæla sótthreinsivökva í líkama þeirra, eða skjóta útfjólubláu ljósi á þá. Þetta sagði forsetinn eftir að starfandi yfirmaður vísinda- og tæknideildar heimavarnarráðuneytisins kynnti niðurstöður rannsóknar, þar sem komið hefði í ljós að sólarljós og sótthreinsiefni á borð við klór veiki veiruna. Hugmyndirnar hafa hlotið mikla gagnrýni úr ýmsum áttum. Hugmyndir Trumps um notkun sótthreinsiefna eða sterkra geisla sem lækning við kórónuveirunni hafa verið mikið milli tannanna á fólki.Vísir/AFP Á Vísindavefnum segir að stutta svarið við spurningunni hér að ofan sé að kraftmiklar aðferðir til óvirkja veirur á ósértækan hátt, til að mynda með sterkum efnum eða orkuríkum geislum, séu til þess fallnar að skemma frumur líkamans. Ástæðan sé einfaldlega sú að efnasamsetning lífvera og veira sé náskyld að miklu leyti og áhrif efnanna og geislanna á líkamann því keimlík áhrifum þeirra á veiruna. „Sótthreinsiefni og orkuríkir geislar skemma lífrænar sameindir eins og erfðaefni og prótín. Efnin eða geislarnir gera ekki greinarmun á veirum, bakteríum, sveppum, sníkjudýrum eða mönnum. Þau henta því alls ekki við meðhöndlun veirusýkinga og geta haft mjög skaðleg áhrif á lifandi vefi,“ segir í svarinu á Vísindavefnum. Helsta undantekningin sé notkun vægra sótthreinsiefna, til að mynda spritts, á húðina, sem getur þolað slík efni að vissu marki. „Þegar veirur sýkja lífverur fara þær inn í frumur hennar og fjölga sér þar. Því þarf sérhæfðar aðferðir til að ráða niðurlögum veira innan lífvera án þess að valda miklum skaða. Veirulyf beinast þannig oftast að mjög sértækum efnahvörfum sem tengjast ákveðnum veirum eða því hvernig veirurnar þekkja þær frumur sem þær sýkja.“ Sérstaklega er fjallað um þróun krabbameinslyfja í svarinu. Í gegn um árin hafa slík lyf orðið sértækari, en áður fyrr drápu krabbameinslyf heilbrigðar frumur til jafns við krabbameinsfrumur. Á sama hátt hafa eldri sýklalyf mörg hver skaðlegri áhrif á frumur manna en þau lyf sem algengust eru í dag. Notkun ákveðinna efna á menn alls ekki réttlætanleg Þá eru tekin til nokkur skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi ef nota á efni gegn veirusýkingu. Efnið þarf að virka innan frumna, geta borist til frumnanna, vera í nægjanlegum styrk til þess að ná fram áhrifum sínum og má ekki vera skaðlegra en veiran sjálf. Húð manna getur þolað sótthreinsiefni á borð við spritt upp að vissu marki. Ekki er mælt með að fólk innbyrði efnið á nokkurn hátt.Vísir „Mörg efni virka sérlega vel gegn vissum veirum en hafa svo skaðleg áhrif á manneskjur að notkun þeirra er alls ekki réttlætanleg.“ Sérstaklega er fjallað um bleikiefni (e. bleach). Það eru efni sem hafa mikla sótthreinsieiginleika, en á sama tíma afar skaðleg áhrif á lifandi vefi. Þá innihalda slík efni ýmist klór eða ekki. „Bleikiklór er algengur á heimilum sem þvottaefni og veldur því miður oft skaða, sérstaklega meðal barna sem innbyrða hann fyrir slysni. Bleikiklór er einkum skaðlegur slímhúðum sem þekja öndunarveginn, meltingarveginn og fleiri líffærakerfi.“ Þá segir að vel sé hægt að óvirkja veiruagnir utan líkamans með sótthreinsiefnum, sem og með eðlisfræðilegum aðferðum eins og háum hita eða orkuríkum geislum. Slíkum aðferðum sé beitt víða um heim við hreinsun drykkjarvatns og skólps, framleiðslu matvæla og dauðhreinsun ýmissa efna og áhalda. „Þær henta þó engan veginn við meðferð á veirusýkingum í fólki í ljósi skaðsemi á vefi og þar sem þær virka hvorki að nægu marki né á réttum stöðum í líkamanum.“ Höfundar svarsins á Vísindavefnum eru Snædís Huld Björnsdóttir, sameindalíffræðingur og dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ, Ágúst Kvaran, prófessor í eðlisefnafræði við HÍ, Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítalanum og Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Í dag birtist á Vísindavef Háskóla Íslands, sem svalað hefur fróðleiksþorsta Íslendinga um árabil, svar við eftirfarandi spurningu: Er hægt að drepa nýju kórónuveiruna í mönnum með því að dæla sótthreinsivökva í þá eða nota orkuríka geisla? Ætla má að tilefnið séu orð Donalds Trump Bandaríkjaforseta á blaðamannafundi á föstudag. Þar viðraði hann hugmyndir um að mögulega væri hægt að lækna fólk af Covid-19 sjúkdómnum með því að dæla sótthreinsivökva í líkama þeirra, eða skjóta útfjólubláu ljósi á þá. Þetta sagði forsetinn eftir að starfandi yfirmaður vísinda- og tæknideildar heimavarnarráðuneytisins kynnti niðurstöður rannsóknar, þar sem komið hefði í ljós að sólarljós og sótthreinsiefni á borð við klór veiki veiruna. Hugmyndirnar hafa hlotið mikla gagnrýni úr ýmsum áttum. Hugmyndir Trumps um notkun sótthreinsiefna eða sterkra geisla sem lækning við kórónuveirunni hafa verið mikið milli tannanna á fólki.Vísir/AFP Á Vísindavefnum segir að stutta svarið við spurningunni hér að ofan sé að kraftmiklar aðferðir til óvirkja veirur á ósértækan hátt, til að mynda með sterkum efnum eða orkuríkum geislum, séu til þess fallnar að skemma frumur líkamans. Ástæðan sé einfaldlega sú að efnasamsetning lífvera og veira sé náskyld að miklu leyti og áhrif efnanna og geislanna á líkamann því keimlík áhrifum þeirra á veiruna. „Sótthreinsiefni og orkuríkir geislar skemma lífrænar sameindir eins og erfðaefni og prótín. Efnin eða geislarnir gera ekki greinarmun á veirum, bakteríum, sveppum, sníkjudýrum eða mönnum. Þau henta því alls ekki við meðhöndlun veirusýkinga og geta haft mjög skaðleg áhrif á lifandi vefi,“ segir í svarinu á Vísindavefnum. Helsta undantekningin sé notkun vægra sótthreinsiefna, til að mynda spritts, á húðina, sem getur þolað slík efni að vissu marki. „Þegar veirur sýkja lífverur fara þær inn í frumur hennar og fjölga sér þar. Því þarf sérhæfðar aðferðir til að ráða niðurlögum veira innan lífvera án þess að valda miklum skaða. Veirulyf beinast þannig oftast að mjög sértækum efnahvörfum sem tengjast ákveðnum veirum eða því hvernig veirurnar þekkja þær frumur sem þær sýkja.“ Sérstaklega er fjallað um þróun krabbameinslyfja í svarinu. Í gegn um árin hafa slík lyf orðið sértækari, en áður fyrr drápu krabbameinslyf heilbrigðar frumur til jafns við krabbameinsfrumur. Á sama hátt hafa eldri sýklalyf mörg hver skaðlegri áhrif á frumur manna en þau lyf sem algengust eru í dag. Notkun ákveðinna efna á menn alls ekki réttlætanleg Þá eru tekin til nokkur skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi ef nota á efni gegn veirusýkingu. Efnið þarf að virka innan frumna, geta borist til frumnanna, vera í nægjanlegum styrk til þess að ná fram áhrifum sínum og má ekki vera skaðlegra en veiran sjálf. Húð manna getur þolað sótthreinsiefni á borð við spritt upp að vissu marki. Ekki er mælt með að fólk innbyrði efnið á nokkurn hátt.Vísir „Mörg efni virka sérlega vel gegn vissum veirum en hafa svo skaðleg áhrif á manneskjur að notkun þeirra er alls ekki réttlætanleg.“ Sérstaklega er fjallað um bleikiefni (e. bleach). Það eru efni sem hafa mikla sótthreinsieiginleika, en á sama tíma afar skaðleg áhrif á lifandi vefi. Þá innihalda slík efni ýmist klór eða ekki. „Bleikiklór er algengur á heimilum sem þvottaefni og veldur því miður oft skaða, sérstaklega meðal barna sem innbyrða hann fyrir slysni. Bleikiklór er einkum skaðlegur slímhúðum sem þekja öndunarveginn, meltingarveginn og fleiri líffærakerfi.“ Þá segir að vel sé hægt að óvirkja veiruagnir utan líkamans með sótthreinsiefnum, sem og með eðlisfræðilegum aðferðum eins og háum hita eða orkuríkum geislum. Slíkum aðferðum sé beitt víða um heim við hreinsun drykkjarvatns og skólps, framleiðslu matvæla og dauðhreinsun ýmissa efna og áhalda. „Þær henta þó engan veginn við meðferð á veirusýkingum í fólki í ljósi skaðsemi á vefi og þar sem þær virka hvorki að nægu marki né á réttum stöðum í líkamanum.“ Höfundar svarsins á Vísindavefnum eru Snædís Huld Björnsdóttir, sameindalíffræðingur og dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ, Ágúst Kvaran, prófessor í eðlisefnafræði við HÍ, Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítalanum og Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira