„Var að gæla við það að snillingarnir í EHF myndu finna einhverja lausn á þessu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. apríl 2020 20:00 Snorri Steinn hvetur sína menn áfram. vísir/bára Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari deildarmeistara Vals í Olís-deild karla sér jafn mikið á eftir EHF-keppninni eins og úrslitakeppninni hér heima en það varð ljóst í dag að Valur myndi ekki spila meir í EHF-bikarnum þetta árið. Valsmenn áttu að mæta Haldum frá Noregi í 8-liða úrslitunum í byrjun júní en eftir tilkynningu frá EHF í dag varð ljóst að búið væri að blása keppnina af. Snorri segir að hann hafi verið viðbúinn undir þessi skilaboð en þó sé þetta súrt. „Ég átti ekki von á því að fara spila 7. eða 8. júní eins og fyrst var gert ráð fyrir. Þetta kemur ekki á óvart en þetta er fúlt og svekkjandi að þetta hafi farið svona. Við vorum á góðu róli og það hefði verið mjög gaman að klára þessa keppni,“ sagði Snorri í Sportpakkanum í kvöld. „Við áttum mjög góðan séns. Ekki bara að komast í átta liða úrslitin. Við hefðum getað unnið þessa keppni. Það er klárt mitt mat. Við hefðum getað tapað fyrir þessu norska liði og dottið út í átta liða. Það voru fín lið sem voru eftir.“ Hann segir að mikið sé hægt að ræða um þessa keppni en hún sé góð fyrir íslensku liðin og passi fínt gæðalega séð. „Þessi keppni; það er hægt að segja margt um hana en hún hentar íslenskum liðum mjög vel. Standardinn á henni er þannig að lið eins og Valur eru hátt skrifaðir í henni. Það hefði verið gaman að láta reyna á þetta og ég sé alveg jafn mikið á eftir Evrópukeppninni og úrslitakeppninni til dæmis,“ en kom þetta honum á óvart? „Já og nei. Þegar mótið hérna heima var blásið af þá sá maður í hvað stefndi. Auðvitað hefur þetta verið hjá okkur eins og hjá öllum öðrum; einhver fjarþjálfun og það er undir mönnunum sjálfum komið hversu duglegir þeir eru. Það stendur til að byrja æfa 4. maí eftir þessum fyrirmælum.“ „Ég átti ekki von á því að þessir leikir færu fram í júní en ég viðurkenni að ég var að gæla við að snillingarnir í EHF myndu finna einhverja lausn á þessu og setja þetta á í ágúst. Þá fengjum við skemmtilega æfingaleiki.“ Allt viðtalið við Snorra má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Snorri Steinn Handbolti Sportpakkinn Valur Mest lesið Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari deildarmeistara Vals í Olís-deild karla sér jafn mikið á eftir EHF-keppninni eins og úrslitakeppninni hér heima en það varð ljóst í dag að Valur myndi ekki spila meir í EHF-bikarnum þetta árið. Valsmenn áttu að mæta Haldum frá Noregi í 8-liða úrslitunum í byrjun júní en eftir tilkynningu frá EHF í dag varð ljóst að búið væri að blása keppnina af. Snorri segir að hann hafi verið viðbúinn undir þessi skilaboð en þó sé þetta súrt. „Ég átti ekki von á því að fara spila 7. eða 8. júní eins og fyrst var gert ráð fyrir. Þetta kemur ekki á óvart en þetta er fúlt og svekkjandi að þetta hafi farið svona. Við vorum á góðu róli og það hefði verið mjög gaman að klára þessa keppni,“ sagði Snorri í Sportpakkanum í kvöld. „Við áttum mjög góðan séns. Ekki bara að komast í átta liða úrslitin. Við hefðum getað unnið þessa keppni. Það er klárt mitt mat. Við hefðum getað tapað fyrir þessu norska liði og dottið út í átta liða. Það voru fín lið sem voru eftir.“ Hann segir að mikið sé hægt að ræða um þessa keppni en hún sé góð fyrir íslensku liðin og passi fínt gæðalega séð. „Þessi keppni; það er hægt að segja margt um hana en hún hentar íslenskum liðum mjög vel. Standardinn á henni er þannig að lið eins og Valur eru hátt skrifaðir í henni. Það hefði verið gaman að láta reyna á þetta og ég sé alveg jafn mikið á eftir Evrópukeppninni og úrslitakeppninni til dæmis,“ en kom þetta honum á óvart? „Já og nei. Þegar mótið hérna heima var blásið af þá sá maður í hvað stefndi. Auðvitað hefur þetta verið hjá okkur eins og hjá öllum öðrum; einhver fjarþjálfun og það er undir mönnunum sjálfum komið hversu duglegir þeir eru. Það stendur til að byrja æfa 4. maí eftir þessum fyrirmælum.“ „Ég átti ekki von á því að þessir leikir færu fram í júní en ég viðurkenni að ég var að gæla við að snillingarnir í EHF myndu finna einhverja lausn á þessu og setja þetta á í ágúst. Þá fengjum við skemmtilega æfingaleiki.“ Allt viðtalið við Snorra má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Snorri Steinn
Handbolti Sportpakkinn Valur Mest lesið Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira