Borche með tvö plön: „Hann er eins og amaba“ Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2020 20:00 Borche Ilievski ræddi málin í Mjóddinni í dag. SKJÁSKOT/STÖÐ 2 SPORT Borche Ilievski, þjálfari ÍR, er með plan A og plan B fyrir næstu leiktíð í Domino‘s-deild karla í körfubolta en kórónuveirufaraldurinn veldur mikilli óvissu um það úr hve miklu fé ÍR-ingar munu hafa úr að moða. Borche hefur náð góðum árangri með ÍR síðustu fjögur tímabil og hefur nú skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2023. Hann segir hins vegar erfitt að segja til um hvernig lið ÍR muni líta út á næstu leiktíð: „Það er erfitt að gera áætlanir í þessari stöðu þegar allur heimurinn þjáist vegna þessarar kórónuveiru. En ég veit að þessu mun ljúka fljótlega, kannski eftir hálfan mánuð, og vonandi getum við gleymt þessu og farið að lifa okkar venjulega lífi aftur. Ég er með plan A og plan B. Í plani A erum við með peninga til að spila úr, en þetta ástand hefur auðvitað áhrif á efnahaginn og þess vegna höfum við plan B ef að það verða engir peningar til að nota. Hvað sem gerist ætlum við alltaf að vera á toppnum,“ sagði Borche við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Kjartan Atli rifjaði svo upp með Henry Birgi Gunnarssyni matarboð með Borche og hrósaði þjálfaranum í hástert: „Þetta er ofboðslega góður og gefandi maður. Þjálffræðilega er hann eins og amaba. Amöbur eru einfrumungar sem laga sig að umhverfi sínu. Hann var með eitt besta varnarlið deildarinnar, missir hryggjarstykkið úr liðinu sem fór í úrslit í fyrra, og byggir svo upp það lið sem skorar hvað mest í deildinni í vetur en fékk líka á sig mikið af stigum. Hann endurskipulagði allt í kringum liðið,“ sagði Kjartan Atli. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Borche með plan A og plan B Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Sportið í dag ÍR Tengdar fréttir Borche í Breiðholtinu til 2023 Borche Ilievski hefur skrifað undir nýjan samning um að þjálfa meistarflokk karla í körfubolta hjá ÍR næstu þrjú árin, eða til ársins 2023. 31. mars 2020 20:15 Borche: Frábært að komast í úrslitakeppni fjórða árið í röð ÍR sigraði í kvöld Þór frá Þorlákshöfn, 90-85, og tryggði ÍR sér í leiðinni sæti í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í körfubolta. Borche Ilievski, þjálfari ÍR spjallaði við Vísi eftir leik og var að vonum sáttur með úrslit leiksins. 2. mars 2020 20:33 Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
Borche Ilievski, þjálfari ÍR, er með plan A og plan B fyrir næstu leiktíð í Domino‘s-deild karla í körfubolta en kórónuveirufaraldurinn veldur mikilli óvissu um það úr hve miklu fé ÍR-ingar munu hafa úr að moða. Borche hefur náð góðum árangri með ÍR síðustu fjögur tímabil og hefur nú skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2023. Hann segir hins vegar erfitt að segja til um hvernig lið ÍR muni líta út á næstu leiktíð: „Það er erfitt að gera áætlanir í þessari stöðu þegar allur heimurinn þjáist vegna þessarar kórónuveiru. En ég veit að þessu mun ljúka fljótlega, kannski eftir hálfan mánuð, og vonandi getum við gleymt þessu og farið að lifa okkar venjulega lífi aftur. Ég er með plan A og plan B. Í plani A erum við með peninga til að spila úr, en þetta ástand hefur auðvitað áhrif á efnahaginn og þess vegna höfum við plan B ef að það verða engir peningar til að nota. Hvað sem gerist ætlum við alltaf að vera á toppnum,“ sagði Borche við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Kjartan Atli rifjaði svo upp með Henry Birgi Gunnarssyni matarboð með Borche og hrósaði þjálfaranum í hástert: „Þetta er ofboðslega góður og gefandi maður. Þjálffræðilega er hann eins og amaba. Amöbur eru einfrumungar sem laga sig að umhverfi sínu. Hann var með eitt besta varnarlið deildarinnar, missir hryggjarstykkið úr liðinu sem fór í úrslit í fyrra, og byggir svo upp það lið sem skorar hvað mest í deildinni í vetur en fékk líka á sig mikið af stigum. Hann endurskipulagði allt í kringum liðið,“ sagði Kjartan Atli. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Borche með plan A og plan B Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Sportið í dag ÍR Tengdar fréttir Borche í Breiðholtinu til 2023 Borche Ilievski hefur skrifað undir nýjan samning um að þjálfa meistarflokk karla í körfubolta hjá ÍR næstu þrjú árin, eða til ársins 2023. 31. mars 2020 20:15 Borche: Frábært að komast í úrslitakeppni fjórða árið í röð ÍR sigraði í kvöld Þór frá Þorlákshöfn, 90-85, og tryggði ÍR sér í leiðinni sæti í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í körfubolta. Borche Ilievski, þjálfari ÍR spjallaði við Vísi eftir leik og var að vonum sáttur með úrslit leiksins. 2. mars 2020 20:33 Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
Borche í Breiðholtinu til 2023 Borche Ilievski hefur skrifað undir nýjan samning um að þjálfa meistarflokk karla í körfubolta hjá ÍR næstu þrjú árin, eða til ársins 2023. 31. mars 2020 20:15
Borche: Frábært að komast í úrslitakeppni fjórða árið í röð ÍR sigraði í kvöld Þór frá Þorlákshöfn, 90-85, og tryggði ÍR sér í leiðinni sæti í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í körfubolta. Borche Ilievski, þjálfari ÍR spjallaði við Vísi eftir leik og var að vonum sáttur með úrslit leiksins. 2. mars 2020 20:33