Innlent

Framhaldsskólakennarar skrifuðu undir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Framhaldsskólakennarar við Menntaskólann við Sund eru meðal þeirra sem samþykktu samninginn.
Framhaldsskólakennarar við Menntaskólann við Sund eru meðal þeirra sem samþykktu samninginn. Vísir/Vilhelm

Félagsmenn í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta. 

Skrifað var undir kjarasamninginn í húsakynnum ríkissáttasemjara 17. apríl síðastliðinn. Gildistími samningsins er til 31. desember 2020.

Allsherjaratkvæðagreiðsla um samninginn hófst klukkan 12:00 þriðjudaginn 21. apríl og lauk klukkan tólf á hádegi í dag.

Úrslit atkvæðagreiðslunnar eru eftirfarandi:

Á kjörskrá voru: 1.492

Alls greiddu 897 atkvæði eða 60,12%

Já sögðu 822 eða 91,64%

Nei sögðu 54 eða 6,02%

Auðir seðlar 12 eða 2,34%




Fleiri fréttir

Sjá meira


×