Tilfinningaböndin þurfa stundum lengri tíma til slitna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. apríl 2020 13:00 Myrkvi er listamannsnafn Magnúsar Thorlacius Mynd/Melina Rathjen Tónlistarmaðurinn Myrkvi sendi í dag frá sér sitt annað lag og nefnist það Skyline. Myrkvi er listamannsnafn Magnúsar Thorlacius en fyrsta lagið hans, Sér um sig, vakti töluverða athygli. Lagið Skyline fjallar um sambandsslit og er af væntanlegri breiðskífu Myrkva sem kemur út síðar á árinu. „Lagið lýsir sambandslokum. Það er frekar rólegt en með ágætis grúvi í viðlögunum. Textinn fjallar um þá togstreitu og eymd sem fylgir því. Tilfinningaböndin þurfa stundum lengri tíma til slitna en hin raunverulegu slit.“ Innblásturinn að laginu kom frá sambandsslitum sem listamaðurinn gekk sjálfur í gegnum. „Hann kom eftir að ég steig niður þessi hálu þrep sjálfur. Það var eftir tiltölulega stutt samband en ég var frekar niðri fyrir og orðinn vel ástsveltur. Tónlistin hefur alltaf verið ákveðið tjáningarform fyrir mig, hvort sem það verður að einhverju sem er gefið út seinna eða ekki. Ég samdi laglínuna og stefið á meðan allt lék í lyndi, svo kom textinn og lagið small saman eftir að allt lék ekki í lynd. Ef til vill var laglínan forspá.“ Magnús viðurkennir að hann hefði alveg verið til í að sleppa við sambandsslitin og frjálsa fallið sem þeim fylgja oft. Lagið hjálpaði þó við að vinna úr sambandsslitunum og tilfinningunum í kringum þau. „En ég er ánægður með hvar og hver ég er í dag. Þetta á sinn part í því svo ég er þakklátur fyrir það. Mynd/Sebastian Madej Lagið Skyline er af væntanlegri plötu Myrkva sem mun bera heitið Reflections. „Hún er hálf einmanaleg ef textinn er tekinn saman en það eru hressari lög inn á milli. Annars vill ég meina að stemningin og lögin sjálf séu frekar létt og ljúf hlustunar.“ Hann braust fyrst fram á sjónarsviðið árið 2014 þegar hann stofnaði indí-rokk hljómsveitina Vio. Skömmu síðar stóð hljómsveitin uppi sem sigurvegari Músíktilrauna og var Magnús valinn besti söngvari keppninnar. Plata þeirra hlaut nokkrar tilnefningar til tónlistarverðlauna. Sem tónlistarmaður er Magnús alltaf að og þykir honum mjög gaman að semja eigin tónlist. „Það er orðinn stór partur af því hver ég er en að gefa lögin út og koma mér á framfæri er annar handleggur. Ég er að reyna að bæta mig í því. Ég vona að einhverjir hafi gaman af laginu.“ Menning Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Endaði í hjólastól en fann styrkinn í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Myrkvi sendi í dag frá sér sitt annað lag og nefnist það Skyline. Myrkvi er listamannsnafn Magnúsar Thorlacius en fyrsta lagið hans, Sér um sig, vakti töluverða athygli. Lagið Skyline fjallar um sambandsslit og er af væntanlegri breiðskífu Myrkva sem kemur út síðar á árinu. „Lagið lýsir sambandslokum. Það er frekar rólegt en með ágætis grúvi í viðlögunum. Textinn fjallar um þá togstreitu og eymd sem fylgir því. Tilfinningaböndin þurfa stundum lengri tíma til slitna en hin raunverulegu slit.“ Innblásturinn að laginu kom frá sambandsslitum sem listamaðurinn gekk sjálfur í gegnum. „Hann kom eftir að ég steig niður þessi hálu þrep sjálfur. Það var eftir tiltölulega stutt samband en ég var frekar niðri fyrir og orðinn vel ástsveltur. Tónlistin hefur alltaf verið ákveðið tjáningarform fyrir mig, hvort sem það verður að einhverju sem er gefið út seinna eða ekki. Ég samdi laglínuna og stefið á meðan allt lék í lyndi, svo kom textinn og lagið small saman eftir að allt lék ekki í lynd. Ef til vill var laglínan forspá.“ Magnús viðurkennir að hann hefði alveg verið til í að sleppa við sambandsslitin og frjálsa fallið sem þeim fylgja oft. Lagið hjálpaði þó við að vinna úr sambandsslitunum og tilfinningunum í kringum þau. „En ég er ánægður með hvar og hver ég er í dag. Þetta á sinn part í því svo ég er þakklátur fyrir það. Mynd/Sebastian Madej Lagið Skyline er af væntanlegri plötu Myrkva sem mun bera heitið Reflections. „Hún er hálf einmanaleg ef textinn er tekinn saman en það eru hressari lög inn á milli. Annars vill ég meina að stemningin og lögin sjálf séu frekar létt og ljúf hlustunar.“ Hann braust fyrst fram á sjónarsviðið árið 2014 þegar hann stofnaði indí-rokk hljómsveitina Vio. Skömmu síðar stóð hljómsveitin uppi sem sigurvegari Músíktilrauna og var Magnús valinn besti söngvari keppninnar. Plata þeirra hlaut nokkrar tilnefningar til tónlistarverðlauna. Sem tónlistarmaður er Magnús alltaf að og þykir honum mjög gaman að semja eigin tónlist. „Það er orðinn stór partur af því hver ég er en að gefa lögin út og koma mér á framfæri er annar handleggur. Ég er að reyna að bæta mig í því. Ég vona að einhverjir hafi gaman af laginu.“
Menning Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Endaði í hjólastól en fann styrkinn í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira