Íslenskur læknir smitaðist við störf erlendis og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2020 14:55 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, á fundinum í dag. Lögreglan Íslenskur læknir þurfti að leggjast inn á sjúkrahús erlendis, þar sem hann hefur búið og starfað um árabil, vegna Covid-19-sýkingar. Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar nú síðdegis. Páll lagði áherslu á það á fundinum að veikindi af völdum veirunnar gætu verið alvarleg í mörgum tilfellum, veikindi sem allir eiga að reyna að forðast eins og hægt er. Hann kvaðst þakklátur fyrir að búa í landi þar sem farið er með sjúklinga sem einstaklinga, þar sem staðan er metin út frá staðreyndum og þar sem vilji er til að bregðast við vánni með samheldni og á skjótan hátt. Páll sagði svo sögu af besta vini sínum, íslenskum lækni sem búið og starfað hefur erlendis í aldarfjórðung. Hann hefði þurfti að sinna Covid-sjúklingum með lítinn eða engan hlífðarbúnað og á endanum skeði hið óumflýjanlega: hann smitaðist. Veikindum reyndust lækninum erfið. Hann er enn í einangrun og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús. Nú er hann þó loks að ná sér en einn deildarlæknirinn hans, þrítug kona, lést úr sjúkdómnum. Páll sagði að allir, líka þeir yngri, þyrftu að taka persónulega ábyrgð í að hindra að smit berist áfram. Ekki ólíklegt að álag aukist aftur Inniliggjand á Landspítala með Covid eru nú ellefu. Þrír eru sterklega grunaðir um smit og átta liggja inni sem greinast ekki lengur með veiruna en eru enn að glíma við afleiðingar sýkingarinnar. 297 eru í eftirliti á göngudeild og þrír eru rauðir, þ.e. í hættu á að þurfa innlögn. Þá eru aðeins tíu manns frá vinnu vegna Covid-sýkingar. Þá lagði Páll áherslu á að þótt sjúklingum væri að fækka verði spítalinn tilbúinn að bregðast aftur við auknu álagi. Þegar við á verði aftur hægt að auka viðbragðið með skömmum fyrirvara, sem ekki er ólíklegt að þurfi að gera. Að lokum þakkaði Páll fyrir gjafirnar sem borist hafa Landspítala, sem og stjórnvöldum fyrir þá umbun sem heilbrigðisstarfsfólk mun fá fyrir vinnu sína í baráttunni við veiruna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Sjá meira
Íslenskur læknir þurfti að leggjast inn á sjúkrahús erlendis, þar sem hann hefur búið og starfað um árabil, vegna Covid-19-sýkingar. Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar nú síðdegis. Páll lagði áherslu á það á fundinum að veikindi af völdum veirunnar gætu verið alvarleg í mörgum tilfellum, veikindi sem allir eiga að reyna að forðast eins og hægt er. Hann kvaðst þakklátur fyrir að búa í landi þar sem farið er með sjúklinga sem einstaklinga, þar sem staðan er metin út frá staðreyndum og þar sem vilji er til að bregðast við vánni með samheldni og á skjótan hátt. Páll sagði svo sögu af besta vini sínum, íslenskum lækni sem búið og starfað hefur erlendis í aldarfjórðung. Hann hefði þurfti að sinna Covid-sjúklingum með lítinn eða engan hlífðarbúnað og á endanum skeði hið óumflýjanlega: hann smitaðist. Veikindum reyndust lækninum erfið. Hann er enn í einangrun og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús. Nú er hann þó loks að ná sér en einn deildarlæknirinn hans, þrítug kona, lést úr sjúkdómnum. Páll sagði að allir, líka þeir yngri, þyrftu að taka persónulega ábyrgð í að hindra að smit berist áfram. Ekki ólíklegt að álag aukist aftur Inniliggjand á Landspítala með Covid eru nú ellefu. Þrír eru sterklega grunaðir um smit og átta liggja inni sem greinast ekki lengur með veiruna en eru enn að glíma við afleiðingar sýkingarinnar. 297 eru í eftirliti á göngudeild og þrír eru rauðir, þ.e. í hættu á að þurfa innlögn. Þá eru aðeins tíu manns frá vinnu vegna Covid-sýkingar. Þá lagði Páll áherslu á að þótt sjúklingum væri að fækka verði spítalinn tilbúinn að bregðast aftur við auknu álagi. Þegar við á verði aftur hægt að auka viðbragðið með skömmum fyrirvara, sem ekki er ólíklegt að þurfi að gera. Að lokum þakkaði Páll fyrir gjafirnar sem borist hafa Landspítala, sem og stjórnvöldum fyrir þá umbun sem heilbrigðisstarfsfólk mun fá fyrir vinnu sína í baráttunni við veiruna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Sjá meira